Er þetta það sem koma skal?

"Stjórn Glitnis sýknuð af kröfum Vilhjálms Bjarnasonar."

Það þarf ekki að velkjast í vafa um skilaboðin frá Hæstarétti.

"Vilhjálmur stefndi stjórn Glitnis vegna tillögu sem samþykkt var í stjórn bankans og veitti stjórninni heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu......Málið snertir starfslok Bjarna Ármannssonar hjá bankanum. Er bankinn sýknaður af stefnunni."

Þegar Bjarni Ármannsson er annars vegar undrar mig mest að ekki skuli fleiri hafa risið upp og stefnt Glitnis stjórninni.

Áðurnefndur Bjarni ,fyrrverandi forstjóri bankans, seldi bankanum hlutabréf á yfirverði, sem öðrum hluthöfum bankans bauðst ekki.

Hver skyldi svo skýringin vera?

 Lögmaður Glitnis stjórnarinnar,  Ólafur Eiríksson, segir  að ákvörðun stjórnarinnar um hlutabréfakaupin hafi verið í samræmi við samþykkt hluthafafundar Glitnis frá febrúar 2007.

"„Þessi heimild var aftur samþykkt í febrúar 2008, níu mánuðum eftir þessi viðskipti,“ segir Ólafur. Gott og vel. Þarna er komið inn á hluthafafund Glitnis.

Nú er mér hvorki kunnugt um hluthafa Glitnis á þessum tíma, né hverjir mættu á fundinn. en þess má geta að þann 1. okt. 2008 var Jón Ásgeir Jóhannesson, ásamt fjölskyldu sinni, skráður stærsti hluthafi í Glitni í gegnum ráðandi hluti í Stoðum.

Óþarfi að hafa fleiri orð um það.

Hæstiréttur fylgir löggjöf sem var orðin úrelt fyrir hálfu árhundraði. Löngu tímabært að uppfæra.

Á meðan ekkert gerist í þeim málum má búast við því að við horfum á hvern fjárglæframanninn á fætur öðrum sleppa með föðurlega áminningu og  jafnvel herðaklapp.

Sulturinn sverfur að þeim fátæku í allsnægta, fyrirmyndar ríkinu Íslandi, á sama tíma og til eru menn sem telja það óábyrgt að greiða skuldir sínar.

Lengi lifi "Nýja Ísland."

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Skelfileg skilaboð frá Hæstarétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband