30.10.2009 | 05:07
Ég get ekki orða bundist.
Ég var að lesa færslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar þar sem hann fer mikinn og hefur Bjarna litla Ben til skýjanna.
Sosum engin furða. Bjarni pjakkurinn er jú fjallmyndarlegur og efnilegur strákur. Það hljóta allir að vera sammála um.
Hannes fer á kostum í þessum pistli sínum og kemur víða við.
Eins og hans er von og vísa.
Reyndar eru nokkur atriði í grein hans, bara örsmá, sem fengu mig til að leita lúsa.
Svo ég taki mér smá ( bara smá ) bessaleyfi og vitni í færslu hans þar sem hann segir:
" Þegar á reyndi, stóðu Norðurlandaþjóðirnar hjá í hvirfilbylnum, sem skall á Íslandi." Nú já.
Þetta hefur örugglega ekkert með þá óráðsíu og það stjórnleysi sem hér ríkti í stjórnartíð "Framsóknaríhaldsins að gera." Örugglega ekki.
Áfram æðir Hannes.
Nú skammar hann núverandi ráðamenn þjóðarinnar og ásakar þá um reynsluleysi og í onálag þá brigslar hann þeim um hugleysi og svo vitnað sé í hans eigin orð:
"ótta við einhverjar óskilgreindar afleiðingar af því að láta ekki undan Bretum og von um að þurfa aldrei að standa við þær skuldbindingar, sem þeir hafa lagt á Íslendinga."
Þá vitum við það.
Hér er smá klausa sem bókstaflega fékk litla hjartað í mér til að slá hraðar.
"Því miður tóku Jóhanna og Steingrímur ekki málstað Íslendinga upp á Norðurlandaráðsþinginu ólíkt Bjarna Benediktssyni."
Svo hugljúft. Svo hjartnæmt.
Það eru reyndar nokkur smáatriði í pistli Hannesar sem stungu í augun. Smáatriði sem komu mér á óvart því bæði er maðurinn vel gefinn og góður penni.
Hann fárast yfir aðgerðaleysi Norðurlandanna þegar við Íslendingar vorum búnir að kúka upp á axlir.
Hann gleymir grundvallaratriði allra viðskipta, sem er að standa í skilum.
Það gerðum við Íslendingar ekki!
Hann gleymir líka þeirri staðreynd að þegar allt var að fara til helvítis í okt. sl. þá voru það flokksbræður hans sem biðluðu til AGS.
Það er nú þetta með gullfiskaminnið. Í guðs bænum Hannes minn, hættu að hampa Bjarna litla Ben. Hann varð okkur öllum til skammar með þessum ræðustúf sínum. Vonandi á drengurinn eftir að þroskast og vitkast með árunum.
Þar fyrir utan finnst mér fjandi fúlt að geta ekki skellt eins og einni athugasemd inn á síðuna þína.
Nóg er komið að sinni, eigið góða helgi.
Þar til næst.
Athugasemdir
Sæll Þráinn.
Ég held að honum(Hannesi) sé nær að fara vinna fyrir skuldinni við Jón ( Vatnskóng ). Og það var vegna sérlegrar "ORÐPRÝÐI" Stjórnmálaprófessorsins sem að ensk stjórnvöld dæmdu kappann til að greiða miskabætur til Jóns !
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 06:49
Hann ríður, sem fjandinn um bloggheim hann Hannes. Síðan sjallarnir fóru að fara upp í skoðunarkönnunum hefur hann smátt og smátt komið í ljós eftir langt hlé, sem betur fer. Núna gengur dýrið laust og er núna á góðri leið að kljúfa sjálfstæðisflokkinn með ást sinni á Dabba, en reynir núna að telja fólki trú um að hann sé skotinn í Bjarna. Eg held að Bjarni vilji bara ekkert með hann hafa. Eg vona að Hannes haldi áfram á þessari braut. Síðan er alltaf einhver slæðingur af komanistum, sem hann gæti djöflast í, það er alltaf gaman. í svona skotgrafahernaði hefur verið talið nauðsynlegt að hafa vatn að drekka. Eg skora á fyrirtæki sem eru að flytja þessa vöru út að senda Hannesi nokkra lítra af góðu vatni í skotgröfina, því hann má als ekki þorna upp.
Bjarni Kjartansson, 30.10.2009 kl. 13:08
Bíðið við, ég held að allir hér hafi minnimáttarkend gagnvart Hannesi. Sorrý strákar, þið hafið ekkrt í hann !
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.