Vonandi fer eitthvað að gerast.

Var að lesa frétt í Vísi sem yljaði mér.

Starfsmenn sérstaks saksóknara eru loksins komnir á fullt. Nú er setið fyrir fólki út um allan bæ og það fært til yfirheyrslu.

Ekki fara sögur af því hvort áðurnefndir starfsmenn hafi þurft að bregða böndum á mannskapinn en okkur hljóta að berast nánari fréttir af þessum aðgerðum síðar.

Segið svo að ekkert sé að gerast.

Ég velti því stundum hver staðan væri í dag ef Eva Joly hefði ekki komið til sögunnar.

Nóg um það að sinni því nú ætla ég að snúa mér að allt öðru.

Kunningi minn hringdi í mig og fáraðist yfir snjóskaflinum við húsið mitt, það væri ekki séns að kíkja í kaffi. Eðlilega, snjórinn náði upp yfir miðjuna á útidyrunum en nú er ég búinn að moka mig út.

Ekki seinna vænna, ég var orðinn tóbakslaus.

Annars er allt gott að frétta héðan af "nesinu."

Með bestu kveðju og lifi hið óspillta "Nýja-Ísland" og þar til næst.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta líkar mér, mættu vera handjárn með í spilinu líka

Finnur Bárðarson, 7.12.2009 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband