Hugleiðingar að kvöldi dags.

Ég fylgdist með viðtalinu við Evu Joly í gær. Í framhaldi af því rifjaðist upp fyrir mér sú unaðstilfinning sem ég upplifði þegar hún rassskellti íslensku ríkisstjórnina í beinni útsendingu á sínum tíma.

Þá fyrst komst skriður á málin og enn skýtur hún föstum skotum.

Hún telur fullkomlega eðlilegt að kyrrsetja eigur manna og úrskurða þá í farbann meðan verið sé að rannsaka hugsanleg brot þeirra.

Hún segir líka fulla ástæðu til að spyrja hvort eðlilegt sé að Björgólfur Thor Björgólfsson komi að nýjum fjárfestingum í atvinnulífinu meðan enn sé verið að rannsaka bankahrunið.

Nú vona ég að þessar ábendingar hennar verði teknar til greina af viðkomandi aðilum því þetta eru jú skýr skilaboð.

Ljósið í svartasta skammdeginu eru orð hennar um að Íslendingar megi vænta tíðinda úr búðum sérstaks saksóknara innan skamms.

 Ég fékk svo fallega jólakveðju úr Danaveldi og myndabunka með. Valdi náttúrlega þá sem mér fannst fallegust og ekki spillir daman fyrir.12847_202563914939_712829939_2868572_1251107_n

Pjakkurinn minn er reyndar ekki pjakkur lengur, ekkert smá sem hann loksins hefur stækkað.Smile

Ég klóra mér bara í gránandi kollinum og skil ekkert í því hvað tíminn líður allt í einu hratt, en þetta er jú víst gangur lífsins.

Ég sakna þess að geta ekki eytt jólunum með honum en nú er bara að stefna á sumarfríið í staðinn.

Enn og aftur bið ég þess að nú fari að rætast úr fyrir okkur Íslendingum og réttlætið nái að sigra.

Þar til næst.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Réttlætið er afstætt hugtak, Jökull, en pjakkurinn er flott og ég óska þér til hamingju með hann. Það koma jól eftir þessi.

Ragnhildur Kolka, 20.12.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband