Áfram Nýja-Ísland

Það má með sanni segja að skrattinn sér um sína.

Nú á að troða aflóga stjórnmálamanni og ríkisspenatottara í stjórnarformennsku Íslandsbankans, sem er jú ofur eðlilegt. Maðurinn er með flokkskírteinið í lagi og það má ekki styggja "Big  brother." Svo er líka eftir feitum bita að slægjast, hálf milljón á mán. fyrir fundarsetuna. Við förum örugglega rétt að þessum málum því eins og alheimur veit þá erum vér Íslendingar gáfaðastir, fallegastir og stórastir að ógleymdu fjármálavitinu.

Friðrik Sophusson skildi eftir sig kolaða jörð þegar hann yfirgaf Landsvirkjunina eftir ellefu ára starf  sem  forstjóri. Enda er staðan þar slæm.

Býsna slæm.

Hvað skyldi annars hafa orðið af öllu hámenntaða og hæfileikaríka fólkinu sem fjármálaráðherra hefur stundum minnst á?

Skyldi sá hópur kannski hafa flúið kynslóðagamla spillinguna hérlendis?

Sökum skorts á heimildum vil ég ekki taka svo djúpt í árinni að tala um aldagamla spillingu.

Kæmi mér ekki á óvart þó DO settist aftur í stólinn í Seðlabankanum sem að vísu hefði í för með sér smávandamál.

Hvar eiga hinir flokkarnir að troða sínum Snötum inn?

Það sætir furðu að stjórnmálamenn okkar, sem enn  hafa ekki komist að samkomulagi um afgreiðslu Icesave skuli svo þegja þunnu hljóði þegar verið er að hygla gömlum flokksgæðingum.

Að öllum líkindum vegna væntanlegrar fækkunar sendiherranna. Þá verða menn að leita fyrir sér á öðrum vígstöðvum.

Enn og aftur hefur birtingu bankahrunsskýrslunnar verið frestað. Undir niðri ólga reiðin og vonbrigðin í samfélaginu. Ég kvíði þeirri stund þegar þessar tilfinningar ryðja sér farveg upp á yfirborðið.

Og eins og endranær óska ég hinu nýja og "óspillta" Íslandi sem lengstra lífdaga.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Friðrik Sophusson formaður ÍSB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Báknið burt! 

Þetta var slagorð Friðriks Soph. og fleiri frjálshyggjumanna.  Undarlegt hvað "það sem varast vann, varð þó að koma yfir hann" hendir fljótt hina gráðugu.  Aldrei stækkaði báknið eins mikið og hjá þeim.  Frankenstein kynslóðin holdi klædd.  Hvenær verður eiginlega valda- og fésýki þeirra fullnægt?  Með Friðrik er kannski von að hann geri iðrun,enda af góðu og sómakæru fólki kominn, en framsóknarlúðarnir gera aldrei iðrun.  A þá þarf að koma böndum.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 19:00

2 identicon

Báknið burt! 

...en Maskína 4-flokksins er söm við sig og svífst einskis í valda- og fégræðgi sinni, sem með yfirbyggingu valda-kerfis síns styður óréttlætið, ósanngirnina og viðheldur skinhelgum hjúp sínum með lyginni. 

Við höfum -eins og málin hafa þróast og byrjað að afhjúpast hægt og bítandi- fullan rétt á að véfengja valdastofnanir þessa lands:  Alþingi, stjórnmálaflokka, dómstóla, fjármálastofnanir, framkvæmdavaldið, embættismannavaldið, hinar "æðri" menntastofnanir, fjölmiðla og fleiri.  Þessar valdastofnanir hafa sýnt sig að ganga flestar erinda sinna eigin græðgi og sérhygli, viðhalda sjálfum sér, EN það eru akkúrat þær sem EIGA að standa vörð um hag almennings, en hafa algjörlega brugðist.  Því spyrjum við um sjálfan tilverurétt þeirra.  Og við eigum að spyrja og spyrja aftur.  Við viljum ekki lengur þá birtingarmynd sem þessar valdastofnanirnar hafa birst okkur að undanförnu, því getum við sett efirfarandi, eða viðlíka slagorð fram:   

Maskínu valdagræðginnar burt!

Báknið burt!

4-flokkinn burt!

Íslenskum almenningi allt!

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband