Það líður að kosningum.

Það er úr vöndu að ráða og þó ég hafi beitt útilokunaraðferðinni þá eru enn 50 (fimmtíu) nöfn eftir.

Gott og vel, mig vantar bara 24 nöfn og þá er listinn minn tilbúinn.

Ég hef ákveðið að setja Eirík Bergmann ( 2193 ) í efsta sætið. Þó svo skoðanir okkar fari ekki alltaf saman þá er ágreiningurinn hjóm eitt þegar horft er til þeirra átaka sem nú eiga sér stað innan Vinstri grænna, sama hvað  framámenn flokksins reyna að draga úr.

Fréttalestur dagsins hefur líka reynst einstaklega áhugaverður.

Það er nú þetta með forgangsröðun sitjandi (enn) ríkisstjórnar sem er fyrir neðan allar hellur og má þá til dæmis nefna glæsihýsið sem keypt var undir ra..... á sendiherra okkar í Englandi á litlar 870 millur, málningarvinna og ný eldhússinnrétting innifalin, og það í einu af flottari snobbhverfum Lundúnaborgar.

Verður ekki gjaldþrota þjóðfélag að spara eða eru það bara við eymingjarnir sem þurfum að herða sultarólina ?

Svo gramsa börnin okkar í ruslatunnum í þeirri veiku von að finna kannski diet-coke flöskur( því enn hafa einhverjir efni á slíkum munaði) til þess að geta keypt sér brauðbita í skólanestið.

Aðgerðir ráðamanna okkar hafa hingað til fólgist í óstöðvandi málæði þar sem lausnin er við næsta götuhorn, en, ekkert gerist.

Á meðan svelta ungarnir.

Góða fólk, ég hvet alla til að nýta sér atkvæði sitt og mæta í kjörklefann næsta laugardag. Forðist samt að kjósa fulltrúa hagsmunasamtaka sem hafa það eitt að leiðarljósi að hygla sér og sínum og traðka á öllum öðrum.

Þar til næst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sæll Jökull

Einusinni taldi ég mig í hópi þeirra sem telja að nota beri kostningaréttinn, ég hef fallið frá því núna.

Ástæðan er reyndar sú að ég get ekki séð ástæðu til að bruðla svona með peninga sem gætu farið í að minka biðraðirnar hjá mæðrastyrksnefnd.

Það er hneysa að ætla sér að eyða öllum þessum milljónum í stjórnalagaþing sem á að setja fram hugmyndir að nýrri stjórnarskrá sem nota bene verður kanski samþykkt.

Um hvað á þessi nýja stjórnarskrá að vera???

Hugmyndir komu fram á "þjóðfundi" (?1000 af 310.000?) um hvað ætti að vera í nýrri stjórnarskrá.

Hvað kom fram þar? Jú það sem ég sá að mest var fjallað um var "heimsfriður" og "blóm í haga"!!!

Ef það er það sem á að vera í nýrri stjórnarskrá þá er hér eitt risastórt plott í gangi sem felst í því að stjórnmálaelítan ætlar að sanna það að almúginn á ekki að hafa kostninga eða umræðurétt um hag lands og þjóðar.

Fyrir nú utan allt peningabruðlið í þessu öllusaman þá er ég handviss um að þarna koma inn einstaklingar sem vilja eina breytingu umfram aðra en það er greinin um sjálfstæði landsins svo samspillingrpakkið verði ekki ákært fyrir landráð þegar og ef við göngum í EBé-spillingarklíkuna...

Kveðja úr KEf

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 21.11.2010 kl. 15:40

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þráinn, þú þarft ekki fleiri nöfn. Aðrir myndu bara eyðileggja fyrir fyrsta nafninu þínu. :)

Kolbrún Hilmars, 21.11.2010 kl. 20:27

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Eiríkur Bergmann er talsmaður ESB og Samfylkingarinnar...  Þú vilt greinilega fjórflokkin áfram við stjórn....  Hvernig væri að skoða óháða listann minn í nýlegri bloggfærslu????? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.11.2010 kl. 02:36

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ég myndi nú bara fá mér einn , tvo eða jafnvel átta á kjördag og gleyma þessu bévtans bulli öllu saman. Það skiptir ENGU máli hvað þú kýst..Sparaðu þér angistina og "let it flow". Ef þú býrð í Reykjavík ertu 25% atkvæði, en ef þú ert uppi á Skaga ertu 250%. "Stjórnlagaþing" my ass.

Halldór Egill Guðnason, 23.11.2010 kl. 04:19

5 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Búinn að kíkja á listann þinn sem er reyndar mjög líkur mínum.

Hér er samt smá klausa sem ég afritaði úr færslu eftir Eirík Bergmann.

"Mér finnst að fulltrúar á stjórnlagaþingi eigi að mæta til leiks með opinn hug í stað krafna um eigin hugðarefni. Sjálft samtalið á þinginu skiptir mestu máli. Áherslur mínar eru því lagðar fram til umræðu en ekki sem háheilagur kröfulisti. Bara svo það sé alveg á hreinu."

Bið að heilsa genginu.

Þráinn Jökull Elísson, 23.11.2010 kl. 17:41

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sæll granni og velkominn.  Já það líður að kosningum og í ljós kemur að framkvæmdin er klúður. 

En vegna þess að þetta er komið í gang og verður ekki stöðvað þá er ekki annað að gera enn að grafa sig ofan í málið og finna ásættanlega  frambjóðendur og mér til mikillar ánægju finn ég þarna margt ágætis fólk. 

En vegna þess hvernig allt er í pottinn búið í þessu máli þá tel ég víst að atkvæði dreifist mjög og svo heyri ég víða af að landinu að fólki hreinlega féllust hendur við að vinna úr 520 manna framboði með mjög fátæklegar upplýsingar og stuttan tíma.

Í þessu máli eins og svo mörgu öðrum Ólafur Björn, þá þíðir ekkert að verða úrillur eins og bangsi sem fynnur ekki stað fyrir hýðisbæli sitt.  Allt í góðu, ekki satt? 

Hrólfur Þ Hraundal, 25.11.2010 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband