Enn við sama heygarðshornið.

Já...nú skal snúa vörn upp í sókn og kæra.

Jón Ásgeir skortir ekki hugmyndaflugið þegar að réttlætingum kemur.

Þess ber reyndar að minnast: Saklaus uns sekt er sönnuð (eða fyrnd).

Gullkornin hrjóta af vörum hans. Aldrei sem fyrr.

Svo vitnað sé i hans eigin orð: Málareksturinn hefur valdið miklu tjóni. „Menn þurfa ekki annað en að glugga í umfjöllun fjölmiðla til að sjá að tjónið er mikið. Menn hafa misst störf sín og fyrirtæki út af þessari stefnu."

Nú er mér spurn. Hvaða störf og hvaða fyrirtæki skyldi hann vera að höfða til?

Baugur?  Hagar?  1998?  Hann lýsti því reyndar yfir hér um árið að hann væri tilbúinn að vinna á lyftara ef allt annað brygðist.

Pálmi "Fons" Haraldsson ber sig illa þessa dagana, ber við áhyggjum og heilsuleysi o.sv.frv. út af þessum "stormi í vatnsglasi."

Ég vona Pálma vegna að samviskubit haldi ekki fyrir honum vöku en vil hins vegar benda á að ansi margir Íslendingar eiga við sömu vandamál að stríða vegna atvinnumissis, skuldasöfnunar og áhyggja vegna afkomu fjölskyldna sinna.

Viðbrögð sjömenninganna eru alveg eftir uppskriftinni frá Evu Joly.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindumála.

Skyldu sjömenningarnir láta verða af því að kæra allt og alla?

Ég bíð átekta en í millitíðinni ætla ég að láta hverjum degi nægja sitt og hver veit nema ég druslist til að taka til hjá mér, svona rétt fyrir jólin.

Þar til næst.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvar ætli þessar "hetjur" Jón og Pálmi dvelji um jólin? Ekki gott að segja, en nokkuð víst, að þeir taka ekki til á sínum heimilum. Til þess kaupa þeir fólk. Verði þessum snillingum að góðu. 

Halldór Egill Guðnason, 18.12.2010 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband