Af kofakaupum.

Athyglisverð frétt sem ég var að lesa á Rúv.

Spillingin í Kaupþingi virðist rista dýpra og ná lengra aftur í tímann en mig hefði nokkru sinni órað fyrir.

Ég vona svo sannarlega að sérstökum saksóknara verði betur ágengt að uppræta þessa meinsemd, en mér, að fjarlægja njólafjandann úr garðinum mínum

Ég ætla að leyfa mér að vitna í Vilhjálm Bjarnason,  lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands þar sem hann segir :" Margt er líkt með viðskiptum Katarmannsins Al-Thanis, þegar hann keypti 5% hlut í Gamla Kaupþingi rétt fyrir hrun, og einkavæðingu Búnaðarbankans." Eins og vér vitum öll þá eru viðskipti Sjeiks Al-Thanis eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, sem hluti meintrar umfangsmikillar markaðsmisnotkunar síðustu missera fyrir hrun.

Hér kemur svo smá tilvitnun í áðurnefnda frétt sem bókstaflega fékk gamla hjartað til að hoppa af gleði.

"Al-Thani keypti hlutabréf í Kaupþingi, af bankanum sjálfum, með láni frá bankanum, í gegnum skúffufyrirtæki á eyjunni Tortólu."

Þvílík snilld, þvílík "strategía" ég meina, ég er orðlaus, ég er bókstaflega kjaftstopp.

Nú velti ég fyrir mér möguleikanum á að stofna skúffufyrirtæki, en ekki á Tortólu þar sem ég þekki ekkert til, en t.d. í Vestmannaeyjum þ.e. ef þeir Eyjamenn skyldu nú láta verða af því að slíta, og slá svo smálán. Ég myndi að sjálfsögðu fara pent í sakirnar, maður kann sér jú hóf, þannig að ég myndi í stað þess að kaupa hlut í banka láta mér nægja að kaupa kofakrílið (þið vitið þetta hálfbyggða þarna í Borgarfirðinum) af Sigurði kallanganum Einarssyni, þegar kofinn verður boðinn upp.

Það eru bara tvenn ljón í veginum. Annars vegar eru litlar líkur á að Eyjamenn slíti á næstunni þar sem einhver illa innrættur gæti fundið upp á því að loka fyrir vatnið til þeirra og hinsvegar þar sem sérstakur saksóknari virðist vera kominn með puttana bókstaflega út um allt eru hverfandi líkur á væntanlegum kofakaupum hjá mér.Crying

Maður verður að láta sér nægja að dreyma.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband