30.9.2009 | 19:33
Lán með fyrirvörum?
"Norski Miðflokkurinn, einn þriggja stjórnarflokka í Noregi, hefur lagt til að Norðmenn veiti Íslendingum lán eða lánalínu upp á 2 þúsund milljarða óháð lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og þar með Icesave-deilunni, að sögn Höskuldar Þórhallssonar, þingmanns Framsóknarflokksins."
Snögg eru umskiptin hjá frændum vorum Norðmönnum ef fótur er fyrir þessari frétt.
Hefur Mbl. sannreynt hana?
Ef rétt reynist þá er þarna komin patent lausn á vandamálum okkar, þ.e. við getum vísað hinu rammpólitíska apparati AGS út í ysta hafsauga og hvað varðar Breta og Hollendinga þá geta þeir bara farið með Icesave málið fyrir dómstólana.
Ég hef fulla trú á að niðurstaðan gæti komið okkur þægilega á óvart.
Það er að vísu eitt atriði sem ekki ber á góma í fréttinni.
Höskuldur segir málið ekki hafa fengið framgang innan norsku ríkisstjórnarinnar vegna þess að Sósíalíski vinstriflokkurinn og Verkamannaflokkurinn beri því við að ekki hafi borist formleg beiðni frá Íslendingum.
Norski fjármálaráðherrann, Kristín Halvorssen hefur oftar en ekki lýst því yfir að Ísland verði að ljúka Icesave málinu áður en til greina komi að Norðmenn láni okkur krónu. Það yrði ekki lagt á herðar norskra skattgreiðenda að borga fyrir fjármálafyllerí hægri stjórnarinnar hérlendis.
Þarna stangast á orð fjármálaráðherra annarsvegar og Norska Miðflokksmannsins Per Olav Lundteigen hins vegar.
Tíminn leiðir vonandi í ljós hvort sannara reynist.
Þar til næst.
![]() |
Vilja lána 2000 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2009 | 21:15
Ég bíð spenntur eftir myndinni.
Ég iða í skinninu af einskærri forvitni.
Hvað skyldi Jón Ásgeir vilja fela núna?
Ég hélt í einfeldni minni að hann væri með allt uppi á borðinu. En nei, eitthvað leynist í pokahorninu.
Ekki koma svo viðtölin við Bjarna Ármannss. og Björgólf Thor til að skemma fyrir myndinni.
Þar til næst.
![]() |
Vill að viðtölum verði eytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2009 | 01:52
Við bíðum og vonum líka Steingrímur.
Höfum reyndar beðið lengi.
Mjög lengi.
Á sama tíma og verið er að hneppa okkur, börnin okkar og barnabörnin í skuldaáþján, þá sporta upphafsmenn þessar skuldar,Björgólfarnir, í Cannes og þykjast meiri en þeir eru.
Þá á ég að sjálfsögðu við yngra kvikindið.
Það hefur löngum þótt loða við landann að reyna að sýnast stærri en hann er.
Við, óbreyttur almúginn, erum neydd til þess að borga óreiðuskuldir þessa fjárglæframanna.
Gott og vel. EN, ég hef ekki stofnað til þessara skulda og ég harðneita að borga þær.
Þó svo það hafi í för með sér brottflutning af landinu.
Ég krefst þess að þeir Björgólfarnir verði dregnir til saka og látnir borga það sem þeim ber að borga.
Að þeir skuli enn, tæpu ári eftir bankahrun, ganga lausir er ofvaxið mínum skilningi.
Hvað er eiginlega í gangi?
Hvað er verið að fela?
Þær eru ótal margar spurningarnar sem brenna mér á vörum en svör fást ekki.
Hugsum um þetta.
Þar til næst.
![]() |
Vonast eftir Icesave niðurstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2009 | 18:34
"Illt að þjóðin gangi í ábyrgð fyrir fjárglæframenn."
Þetta er fyrirsögn á Vísis frétt í dag.
"Lausn Icesave málsins myndi ekki breyta því að það er illt að þjóðin skuli þurfa að ganga í ábyrgð fyrir fjárglæframenn sem nýttu sér hið sér hið góða nafn hennar á óábyrgan hátt, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. "
Þetta vitum við og höfum vitað lengi.
Er ekki löngu kominn tími á frelsissviptingu þessara fjárglæframanna?
Því eins og alþjóð veit þá hafa þeir Björgólfsfeðgar skilið eftir sig sviðna jörð hvar svo sem þeir hafa stigið niður fæti.
Hafskip, Útvegsbankinn, Icesave og guð má vita hvað.
Það er engu líkara en þeir feðgar keyri áfram á einhverri veruleikafirrtri hefnigirni.
Skyldi það tengjast þeim fimm mánaða skilorðsbundna dóm sem sá gamli fékk á sig vegna aðkomu sinnar að Hafskipamálinu?
Takið eftir þessu. Skilorð!
Breiðavíkurdrengurinn Lalli Jones fýkur inn á Hraunið fyrir það eitt að stela oní sig að éta.
Hér er greinarmunur á Jóni og séra Jóni.
Nú, tæpu ári eftir bankahrunið ganga fjárglæframenn enn lausir og rokka feitt á okkar kostnað.
Á sama tíma verður hinn óbreytti borgari að herða sultarólina.
Gamalt og gott máltæki segir að réttvísin sé blind. Það eru orð að sönnu, allavega hérlendis.
Þjóðin bíður og hefur beðið lengi eftir að réttlætinu verði fullnægt.
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2009 | 19:40
Sameinuð stöndum vér...
Það gladdi mig að heyra hversu vel söfnunin fyrir Grensássdeildina hefur gengið vel.
Ég er einn af þeim sem hlotið hefur hjálp á deildinni, hjálp sem ég hef búið að síðan.
Af þeim gríðarstóra hóp sem lagði hönd á plóginn þekki ég nokkur persónulega.
Eins og ein æskuvinkona mín, kona sem hefur verið öryrki í tvo áratugi, sagði: Mér finnst þessum fimmþúsund krónum vel varið.
Ég tek undir þetta með henni. Ég gaf líka "Fimmara".
En mikið þætti mér gaman að vita hversu mikið Bjarni Ármannsson gaf.
Honum hefur kannski fundist óábyrgt að sóa aurunum á þennan hátt.
Þar til næst.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2009 | 01:12
Ætlar þessu aldrei að linna?
Þreytandi. Vægast sagt þreytandi.
Kærur á kærur ofan.
Nú eru það Bakka(varar)bræður.
"Nýi Kaupþing banki hefur kært forsvarsmenn Exista til sérstaks saksóknara vegna sölu á hlut Exista í Bakkavör Group þann 11. september 2009. "
Þess ber að minnast að fyrir stuttu síðan afrekuðu þeir að kaupa og selja sjálfum sér í þeirri hringavitleysu sem því miður hefur tröllriðið húsum hérlendis alltof lengi.
Nú er komið að skuldadögum, vona ég.
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig mögulegt er að fjármagna tæplega eitt þúsund ferm. glæsivillu í Fljótshlíðinni, sem Lýður Guðmundsson er skráður fyrir, og hvers kostnaður hleypur á hundruðum milljóna, á sama tíma og þeir Bakka(varar)bræður keyptu Bakkavör undan Exista félaginu sem var komið í þrot.
Það hlýtur að skýrast seinna.
Hér kemur smá klausa sem mér finnst eftirtektarverð.
"Fram hefur komið að þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir létu Exista, sem er að mestu í óbeinni eigu kröfuhafa í dag, fjármagna kaup þeirra sjálfra á 39,62 prósenta hlut Exista í Bakkavör með skuldaviðurkenningu upp á 8,4 milljarða króna.
Er íslenska löggjöfin svo stórgölluð að þetta skuli vera gjörlegt?
Ekki nóg með það því áfram dunar dansinn.
"Ekki liggur fyrir hvenær gjalddaginn á láninu er en þetta þýðir að bræðurnir lögðu ekkert eigið fé fram við kaupin."
Athyglisvert, einstaklega athyglisvert.
Það er varla á þetta bætandi en þó kom smástubbur sem ég rak augun í.
"Nýja Kaupþing mun leita viðeigandi einkaréttarlegra úrræða samhliða kærunni til saksóknara.
Nú er bara að bíða eftir framhaldinu.
Þar til næst.
![]() |
Nýja Kaupþing kærir Exista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2009 | 21:16
Að selja og framselja.
"Óvissa um fiskveiðistjórnunarkerfið."
Ég hjó eftir þessari setningu sem Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Nýja Landsbankans (NBI) sagði á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva .
Ég veit ekki hreint út sagt, hvað hann á við.
Hann segir reyndar að kaup á kvóta á skipum væri í 54 prósent tilfella ástæða vanda sjávarútvegsfyrirtækja.
Skyldi honum vera kunnugt um kvótabraskið?
Skyldi honum vera kunnugt um þá erfiðleika sem kvótakaupandinn þarf að glíma við?
Skyldi honum vera kunnugt um kostnaðinn sem fylgir því að halda uppi tveimur fjölskyldum?
Svo ég skýri mál mitt nánar, þá þarf "litli maðurinn", sem leigir kvótann, að framfleyta fjölskyldu sinni á sama tíma og hann framfleytir "kvótagreifanum" sem veltir sér upp úr vellystingum erlendis og oftar en ekki á Florida.
Já, þær eru ansi margar spurningarnar sem aldrei verður svarað.
Ef imprað er á einhverju í tengslum við kvótakerfið þá er engu líkara en maður hafi stigið á halann á heilagri indverskri belju.
Ég var fullur bjartsýni þegar ég flutti til Íslands fyrir átta árum, eftir margra ára fjarveru, en því miður þá fæ ég ekki séð að breytinga sé að vænta, sama hvaða stjórn situr við völd.
Þá vitið þið það.
Þar til næst.
![]() |
Kvótakaup vandi sjávarútvegs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2009 | 14:02
Þeim fer fjölgandi...
...sem gátu bjargað sér fyrir horn svona ca. rétt fyrir hrun.
Eins og ég hef alltaf haldið fram, "Það þarf ekki að grafa djúpt..."
En að um innherjaviðskipti hafi verið að ræða, nei því trúi ég ekki.
"Fréttastofa RÚV skýrði frá því í síðustu viku að hún hefði heimildir fyrir því að karlmaður, sem keypti stofnfjárbréf í SPRON fyrir fimm milljónir króna sumarið 2007, hefði fengið upplýsingar um hver væri seljandinn. Maðurinn var upplýstur um það að seljandi bréfanna hefði verið Hildur Petersen stjórnarformaður sparisjóðsins."
Tilviljun.
"Það kom fram á sínum tíma að auk Hildar hafi stjórnarmennirnir Gunnar Þ. Gíslason og Ásgeir Baldurs selt eigin bréf í SPRON sumarið 2007."
Enn meiri tilviljun.
Rétt eins og tölurnar í risalottóinu í Rúmeníu á dögunum (var það ekki örugglega Rúmenía?)
Sömu tölur tvær vikur í röð. Annað eins getur nú gerst.
Ég hef ekki trú á að fólk fari að ræða (innherja) viðskipti þegar það er lagst á koddann.
Onei.
Þar til næst.
![]() |
Eiginmaður Hildar seldi stofnbréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2009 | 09:46
Bloggvinirnir hverfa...
...hver á fætur öðrum.
Sjálfur hef ég nú ekki hugsað mér til hreyfings. Það væri þá ekki nema umsjónarmönnum bloggsins þætti ég of kjaftfor og hreinlega lokuðu síðunni minni.
En hver á þá að ausa skítnum yfir "útrásarvíkingana"?
Ég bara spyr.
Kunningi minn var að skamma mig fyrir óvönduð vinnubrögð og jafnvel enn verra orðbragð og klykkti svo út með þeim orðum að ef ég héldi áfram að versna þá fengi ég fyrr eða síðar bágt fyrir.
Hafi hann haft í huga klögumál eða jafnvel kærur þá er ekkert að óttast því miðað við ganghraða hins íslenska réttarkerfis þá verð ég að ölllum líkindum kominn í krukku einhversstaðar í Fossvogskirkjugarðinum, þegar þar að kemur.
Nóg um það, nú ætla ég að hefja leit að bloggvinunum, vissi ekki að Bloggheimar væru svo stórir.
Þar til næst.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2009 | 15:19
...svo uppsker hann.
Þetta kemur mér sosum ekki á óvart. Maðurinn verður að eiga fyrir brauðbita með diet kókinu.
Þó er hér smáatriði, örlítið reyndar, sem ég átta mig ekki á.
Í fyrradag lýsti Jón Ásgeir því yfir að hann hefði aldrei átt hlutabréf í Baugi Group heldur hafi þau verið eign Fjárfestingarfélagsins Gaums sem reyndar er í hans eigu og fjölskyldunnar en það er önnur saga.
Allt önnur saga.
Það hlýtur að gilda sama lögmál um húsið, þ.e. hann hefur aldrei átt það.
Ekki rétt?
Ég legg til að við óbreyttir borgarar þessa lands hefjumst handa og söfnum fyrir meðlæti handa stráknum því eins og skrifað stendur í góðri bók, "Maðurinn nærist ekki á kóki einu saman" og því síður diet kóki.
Það má skilja á þessari frétt að umsvif Jóns Ásgeirs í Danaveldi fari minnkandi. Í framhaldi af því leikur mér hugur á að vita: Skyldu Danir hafa, svona í tilefni dagsins, flaggað í hálfa eða heila?
Þar til næst.
![]() |
Jón Ásgeir selur hús í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)