20.8.2009 | 21:02
Að tala tungum tveim.
Rak hér augun í frétt sem mér finnst athyglisverð .
Mjög athyglisverð.
Þá einkum vegna þess að ég botna ekkert í henni.
Ný stjórn Landakotsskóla ákvað á fundi sínum föstudaginn 14. ágúst síðastliðinn að segja skólastjóra Landakotsskóla upp störfum.
Uppsögnin er hluti af hagræðingu í rekstri skólans sem nauðsynleg er í ljósi þröngrar fjárhagslegrar stöðu hans.
Það er alltaf góðra gjalda vert þegar tekið er á málum af skynsemi og hagsýni.
En hér kemur svo rúsínan í pylsuendanum.
Sigríður Hjálmarsdóttir aðstoðarskólastjóri hefur fallist á að taka að sér starfsskyldur skólastjóra samhliða starfsskyldum sínum sem kennari við skólann, tímabundið þar til nýr skólastjóri hefur verið ráðinn við Landakotsskóla.
Nei, bíðum nú við.
Þessu botna ég akkúrat ekkert í.
Var ekki meiningin að spara?
Var ekki meiningin að fækka starfsfólki??
Eða er ég svona fj.... gáfnatregur að mér auðnist ekki að skilja þetta???
Svo kemur alveg einstaklega hjartnæm grein um stefnu Landakotsskóla um úrvalsmenntun, áherslu á tungumálanám og fleira og fleira sem allt of langt mál yrði að telja upp.
Skiptir heldur ekki máli því að staðreyndin er sú að skólastjóra Landakotsskóla var sagt upp og þess vegna er þessi yfirlýsing til komin.
Dæmigerð smjörklípuaðferð.
Hvernig nokkrum heilvita manni getur dottið í hug að senda svona kjánalega frétt frá sér er mér með öllu óskiljanlegt.
Við Íslendingar erum engir aular.
Þar til næst.
![]() |
Fjárhagur Landakotsskóla farið versnandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2009 | 18:46
Veruleikafirring af svæsnustu sort.
Nú er mælirinn fullur.
Er siðblindan svo algjör að menn sem áttu þátt í þroti bankans skuli nú dirfast að fara fram á bónus greiðslur upp á allt að 10 milljarða?
Eru þetta ekki sömu mennirnir sem skömmtuðu sér ofurlaun vegna þeirrar miklu ábyrgðar sem þeir báru?
Hvar er ábyrgðin í dag?
Það er enginn hörgull á vel menntuðu og hæfu fólki sem er vel í stakk búið að taka að sér stjórnarstörf í fjárfestingarbankanum Straumi.
Ég mæli eindregið með því að þessir, núverandi stjórnendur Straums, verði látnir taka pokann sinn hið fyrsta.
Hvernig hefur það atvikast að sakamaðurinn Óttar Pálsson skuli í dag vera forstjóri Straums?
Maðurinn hefur ekki hreinan skjöld.
Þann 19. mars 2004 var hann af Fjármálaeftirlitinu sektaður vegna innherjaviðskifta .
Á þeim tíma starfaði hann fyrir lögfræðistofuna Logos. Sektin var upphaflega ákveðin 500.000 kr. en með áfrýjunum tókst honum að koma henni niður í 50.000 kr.
Ég bendi á :http://www.vidskiptaraduneyti.is/UrskVegnaFjarmala/nr/1788.
Útlitið er ekki gott.
Nú er bara að bíða... og vona hið besta.
Þar til næst.
![]() |
Hljómar eins og fjárkúgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2009 | 00:46
Ætla menn aldrei að læra af reynslunni?
Klukkan 08:26 í morgun birtist frétt á mbl. undir fyrirsögninni : Gamli Landsbanki afskrifar skuldir Magnúsar.
Klukkan 14:28 birtist svo önnur frétt undir fyrirsögninni : Engar afskriftir hjá Magnúsi.
Þetta fannst mér merkilegur fréttaflutningur.
Stórmerkilegur.
Sérstaklega í ljósi þess að í millitíðinni blogguðu 59 ( fimmtíu og níu ) manns um morgunfréttina og var heitt í hamsi.
Þeir hefðu reyndar átt að vera 60 ( sextíu ) , einhverra hluta vegna slapp bloggfærslan mín ekki inn, en það er kannski önnur saga.
Skyldu vera einhver tengsl þarna á milli?
Og enn berast oss fréttir.
Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki, sem tekinn var yfir af Fjármálaeftirlitinu, hefur unnið að því að ná samkomulagi við kröfuhafa um áframhaldandi starfsemi.
Í áætlunum sem liggja fyrir leggja stjórnendur Straums til að þeir fái að 2,7 milljarða króna í bónusgreiðslur til viðbótar við hefðbundin laun.
Á hvaða efnum ætli þessir menn séu?
Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum getur þessi upphæð orðið 10,8 milljarðar króna.
Eru litlir kallar á litla Íslandi að reyna að vera stórir kallar?
Starfsmenn almennt hafi nægilegan hvata til þess að hámarka söluandvirði eigna til góðs fyrir alla, segir Óttar Pálsson.
Hugmyndafræðin á bakvið hvatakerfið miðar að því að sex prósent umfram það sem fæst upp í almennar ótryggðar kröfur í gjaldþroti muni fara í hvatagreiðslur til starfsmanna. Með því telja stjórnendur Straums að verið sé að tengja saman hagsmuni starfsmanna og kröfuhafa félagsins til framtíðar.
Stjórnendur Straums telja að þessar tillögur um hvatakerfi séu mjög skynsamlegar og eðlilegar.
Sem sagt, fylleríspartýið heldur áfram.
Er ekki kominn tíminn á menn sem hugsa á þennan hátt að fá hvíld og þá í viðeigandi klefum?
Þar til næst.
![]() |
Engar afskriftir hjá Magnúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 20.8.2009 kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2009 | 11:26
Að bera í bakkafullan lækinn.
Útgerðarmaðurinn, eigandi Toyota á Íslandi og einn af eigendum hins gjaldþrota fjárfestingarfélags Gnúps, Magnús Kristinsson, hefur samið við skilanefnd gamla Landsbankans um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans við bankann verði afskrifaður.
Í ljósi þess efnahagsástand sem hér ríkir og kemur til með að ríkja um ókomin ár kemur þessi frétt eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Hann mun þurfa að greiða þrotabúi gamla Landsbankans það litla sem hann var persónulega ábyrgur fyrir.
Hversu lítið skyldi það nú vera? Litla snotra sumarhúsið þarna einhversstaðar í Biskupstungunum er nú ekki nema 3-400 fermetrar. Svo er þarna ansi snotur skúr fyrir garðáhöld og fleira smáve
Hluti skuldanna er tilkominn vegna kaupa Magnúsar á Toyota-umboðinu fyrir fjórum árum. Magnús var hluthafi í Landsbankanum við hrunið í haust.
Einstaklega athyglisvert.
Svo að lokum kemur hér smá tilvitnun :
,,Alltaf þegar ég heyri grátstafina í LÍÚ verður mér einmitt hugsað til Magnúsar Kristinssonar sem keypti sér þyrlu, að sögn, vegna þess að ekki átti að gera göng til Vestmanneyja. Þannig gátu útgerðarmenn hagað sér 2007, sama ár og aflaheimildir voru skornar niður um 30%. En nú er ekki hægt að fyrna 5% á ári," bloggar Róbert Marshall í tilefni af grátkór útgerðarmanna sem boða allsherjarhrun á Íslandi ef kvótinn verði af þeim tekinn.
Þar til næst.
Dægurmál | Breytt 12.11.2009 kl. 05:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2009 | 20:41
Það rofar til.
Kaupþing mun ekki ganga að tilboði Björgólfsfeðga um niðurfellingu helmings sex milljarða króna skuldar þeirra við bankann. Málið er komið í innheimtuferli.
Það vefst reyndar aðeins fyrir mér þetta orð "tilboð."
Skyldi ég geta gert bankanum mínum svona "tilboð"?
Varla.
Það liggur í augum uppi að kúlulánþeginn Finnur Sveinbjörnsson hefur séð ljósið.
Hann hefur að öllum líkindum gert sér grein fyrir að hefði hann gengið að "tilboði "þeirra Bjögganna hefði honum ekki verið vært hérlendis.
Hægt verður að ganga að eignum Björgólfs Thors hér á landi verði hann ekki borgunarmaður fyrir skuldinni við Kaupþingi, en slíkt sé þó oft erfiðleikum háð. Björgólfur Guðmundsson var lýstur gjaldþrota fyrr í lok júlí.
Þarna er annað atriði sem vefst fyrir mér.
"Erfiðleikum háð?
Er verið að hafa okkur sauðsvartan almúgann að fíflum?
Það reyndist Bretum ekki neinum erfiðleikum háð að skella á okkur hryðjuverkalögum, með einu pennastriki.
Hverjir skyldu þá erfiðleikarnir vera hérlendis?
Hvar skyldi annars snekkjan hans Björgólfs Thórs vera skráð?
Svo maður spyrji nú bara.
Þar til næst.
![]() |
Milljarðalán Björgólfsfeðga í innheimtu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 21.8.2009 kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.8.2009 | 15:16
35,5 milljarða tap vegna fjárfestinga.
Í yfirlýsingu frá Sjóvá, vegna umfjöllunar Morgunblaðsins á laugardaginn, segir að vátryggingartakar og tjónþolar hafi ekki beðið neinn fjárhagslegan skaða í tengslum við fjárfestingar fyrirtækisins undir stjórn fyrri eigenda. Komið hafi verið í veg fyrir það .
Það var og.
Tap Sjóvár vegna fjárfestinga nam 35,5 milljörðum króna á síðasta ári. Svokallaðar fjárfestingafasteignir félagsins voru orðnar um 77% af öllum eignum þess um síðustu áramót. Áður en Milestone eignaðist félagið fyrir þremur árum voru þær minna en einn hundraðshluti af eignum þess. Í lok síðasta árs uppfyllti Sjóvá ekki kröfur um lágmarksgjaldþol né átti félagið eignir til að jafna vátryggingaskuld.
Hvað varð annars um vátryggingasjóð Sjóvár?
Galtómur.
Hvað varð um aurana?
Við skattgreiðendur þ.e. "ríkið", þurftum að dæla sextán milljörðum inn í Sjóvá.
Svo segir í yfirlýsingu frá Sjóvá að komið hafi verið í veg fyrir fjárhagslegan skaða.
Hér er að mínu mati talað tungum tveim.
Þvílík hræsni.
Lengi lifi íslensk réttvísi því hún virðist vera farin að virka.
En ósköp hefur það tekið langan tíma.
Þar til næst.
![]() |
Karl og Guðmundur yfirheyrðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2009 | 07:21
Fengu útrásarvíkingarnir syndaaflausn á Hólum?
Allir þeir sem mesta ábyrgð bera á hruni bankanna ættu að biðja þjóðina afsökunar á því mikla tjóni sem þeir hafa valdið. Þetta kom fram í hátíðarræðu Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra á Hólum í gærdag.
Svo mörg og fögur voru þau orð.
"Ekki væri verra ef þeir kæmu með þann auð sinn sem eftir væri og legðu hann í púkkið til að bæta tjónið."
Hvað er eiginlega í gangi hjá fjármálaráðherra?
Ég á ekki von á því að "útrásarvíkingarnir" komi til með að standa í biðröð "til að leggja í púkkið".
Þá spurði hann hvort ekki hlyti að vera von á afsökunarbeiðni frá þeim sem einkavæddu bankann og bankastjórum, bankaráðsmönnum og eigendum. Þeir hefðu með atferli sínu valdið þjóðinni ómældu tjóni og sálarangist.
Það sem veldur þjóðinni "ómældu tjóni og sálarangist" í dag er getuleysi stjórnvalda og þá er sama í hvaða horn er litið.
Í dag, tæpu ári eftir bankahrunið, leika þeir fjárglæframenn sem gerðu íslensku þjóðina gjaldþrota enn lausum hala.
Og Steingrímur bíður eftir afsökunarbeiðni.
Íslenska þjóðin vill miklu meira en afsökunarbeiðni.
Hún vill réttlæti.
Hún vill að sömu refsilög nái yfir þessa menn og skinkuþjófa.
Alheimur veit hverjir eigendur Landsbankans voru. Alheimur veit líka hverjir bera ábyrgð á IceSave reikningunum.
Alheimur veit líka hversu djúpt spillingin ristir hérlendis og að þær fálmkenndu tilraunir sem gerðar eru til að klóra yfir óþverrann hafa það eitt í för með sér að það er hlegið enn meir að okkur.
Skellihlegið.
Falleg og hugnæm ræða hefur ekkert að segja, jafnvel þó hún sé flutt úr Hólakirkju.
Íslenska þjóðin krefst aðgerða.
Þar til næst.
![]() |
Bíður eftir afsökunarbeiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2009 | 03:29
Brasilískur glæpamaður sækir um hæli á Íslandi.
Lýtalæknirinn Hosmany Ramos sem árið 1981 var dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir flugvélaþjófnað, bifreiðasmygl og morð ætlar að fara fram á pólitískt hæli á Íslandi. Hann segist óttast um líf sitt í Brasilíu og biðlar til íslenskra stjórnvalda að sýna máli sínu skilning.
Maðurinn hefur augljóslega verið búinn að kynna sér refsilöggjöfina hérlendis.
Hér er jú sannkallað Gósenland fyrir stórglæpamenn sem leika hér enn lausum hala og hafa sig í frammi tæpu ári eftir að þeir gerðu þjóðina gjaldþrota.
Heyr heyr.
Lengi lifi Ísland og íslensk réttvísi.
Þar til næst.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 03:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2009 | 23:58
Litlar 250 millur.
So what.
Lögfræðistofa Reykjavíkurhefur hætt að vinna innheimtustörf fyrir skilanefnd Landsbankans gagnvart Exista og hefur skilað inn umboði sínu til skilanefndarinnar. Með þessu vill stofan skapa frið um störf skilanefndarinnar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá stofunni.
Einstaklega athyglisvert.
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum var Lögfræðistofa Reykjavíkur með innheimtusamning fyrir skilanefndina gagnvart Exista. DV greindi frá því að stofan gæti tekið 250 milljónir króna í þóknun á grundvelli samningsins, en Lárentsínus Kristjánsson, einn eigenda Lögfræðistofu Reykjavíkur, er formaður skilanefndar Landsbankans.
Kallast þetta ekki að sitja beggja megin borðsins?
Eftir að málið kom upp í fjölmiðlum sendi skilanefndin frá sér tilkynningu þar sem fram kom að Lárentsínus hefði vikið sæti þegar innheimtusamningurinn kom til umfjöllunar í nefndinni.
Þessi litla málsgrein toppaði alla fréttina.
Eftir að málið kom upp í fjölmiðlum..., þessi stutta setning segir ótrúlega mikið.
Og Lárentsínus kallinn brá sér frá.
Hvert fór hann?
Á klóið?
Út að reykja?
Var hann kannski í gemsa sambandi við skilanefndina allan tímann?
Það fer ekki leynt lengur að spillingin teygir sig víðar en jafnvel mig hefði nokkru sinni órað fyrir.
Þó kalla ég ekki allt ömmu mína.
Hvað skyldi nú hafa orðið af öllum kosningaloforðunum?
Ég spyr eins og óttalegur kjáni. Auðvitað hafa þau fokið út um gluggann strax eftir kosningar, rétt eins og hjá forverum núverandi ríkisstjórnar.
Maður verður víst að vera bjartsýnn. ( Helv.... fo..... fo...)
Þar til næst.
![]() |
Ekki lengur fyrir skilanefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2009 | 16:59
Gullfiskaminnið.
Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður og vinur hans Fredrich Mishkin fóru saman á hreindýraveiðar á Austurlandi fyrir nokkrum dögum. Tvímenningarnir drápu eina kvígu við þriðja mann samkvæmt Tryggva Þór.
Hann man það þó. Lofsvert.
Veiðifélagarnir Tryggvi Þór og Mishkin, sem báðir eru doktorar í hagfræði, skrifuðu saman fræga skýrslu fyrir Viðskiptaráð Íslands árið 2006 þar sem þeir komust að þeirri niðurstöðu að líkur á efnahagskreppu á Íslandi væru ekki miklar. Skýrsla Tryggva og Mishkins gengur undir nafninu hvítþvottarskýrslan meðal kunnugra því þar voru færð rök fyrir því ekki steðjaði mikil hætta að íslensku efnahagslífi.
Annað kom hins vegar á daginn.
Upplýst hefur verið í Wall Street Journal að Mishkin fékk 135 þúsund dollara, eða rúmlega 17 milljónir króna, fyrir að skrifa skýrsluna. Tryggvi segist aðspurður ekki muna hvað hann fékk greitt fyrir skýrsluna.
Ég fékk eitthvað greitt en ég bara man ekki hvað það var mikið. Þetta voru hins vegar engar stórar upphæðir, segir Tryggvi og bætir því við að hann hafi ekki orðið ríkur maður fyrir vikið.
Hmmm.
Tvennt er það sem öruggt er í þessum heimi, við eigum öll eftir að deyja og ef Tryggvi garmurinn Þór þjáist af minnisleysi þá er ég þess fullviss að "Skattmann" nú eða jafnvel Fjármálaeftirlitið geti hresst upp á minnið hjá honum, svo fremi hann hafi talið rétt fram.
Ef hann hefur þá ekki gleymt því.
Dapurlegt þegar menn á besta aldri eru farnir að þjást af minnisleysi.
Þar til næst.
Dægurmál | Breytt 17.8.2009 kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)