Hvað hangir á spýtunni?

 

Eftir allt það sem á undan er gengið hélt ég mig vera hættan að kippa mér upp við fréttir í þessum dúr.

Svo ég skýri nú mál mitt ögn betur þá byrja ég daginn á að sjæna mig, fóðra kattargarminn og því næst kemur svo kaffibollinn (bollarnir ) áður en ég legg til atlögu við tölvuna og fréttasíðurnar til að lesa um nýjustu hörmungarnar sem hafa dunið á okkur.

Það er jú ekkert annað en neikvæðar fréttir sem blasa við mér í hvert sinn sem ég fer á netið.

Þess vegna tek ég svona frétt með fyrirvara.

Ég get hreinlega ekki áttað mig á þessum sinnaskiptum í herbúðum Nojaranna.

En nú er bara að bíða og sjá hverju framvindur.

Þar til næst.

 

 

 


mbl.is Stjórnin gagnrýnd fyrir hörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn tekinn vegna metráns.

 

Tveir vopnaðir menn, klæddir í sitt fínasta púss, gengu sallarólegir inn í skartgripaverslunina Graffs á Neww Bond stræti í gær og komust undan með 43 skartgripi. Þeir virðast hafa vitað nákvæmlega hvað þeir áttu að taka því fengurinn er metinn á 40 milljónir punda, eða um 8,4 milljarða íslenskra króna.

Það er bara sona!

Hérlendis stela menn hundruðum milljarða og komast upp með það.

Sosum engin furða.

Það eina sem stjórnvöld virðast gera er að vernda þá ríku gegn þeim fátæku.

Hvað varð um Hróa Hött?

Hvernig skyldi standa á því að þegar Fjármálaeftirlitið hendir einum út úr skilanefnd þá er hinn sami ráðinn næsta dag?

Hvað skyldu svo höfðingjarnir hafa í laun í skilanefndinni?

Af hverju er svo verið að tala um ríki í ríkinu?

Af hverju í fj....... er ekki löngu búið að hreinsa út úr fjósinu?

Eiga þessir gaurar kannski hauk í horni innan ríkisstjórnarinnar?

Já, þær eru margar spurningarnar sem við-verkafólkið þið vitið, fólkið sem þrælar daginn út og daginn inn til að halda elítunni uppi- fáum aldrei svör við.

Þvílíkur bölvaður djöf...... viðbjóður.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Hver lýgur að hverjum?

 

 Í viðtali við  rússnesku fréttastofuna Prime Tass þann 28. október segir Dimitry Pankin,  aðstoðarfjármálaráðherra Rússa ,að lánveiting til Íslands hafi í upphafi ekki verið hugsuð sem aðstoð vegna fjárhagsaðstæðna hér á landi. Frekar hafi verið talið að lánið væri góður fjárfestingakostur. Á þessum tíma, þegar viðtalið er tekið, hafi aðstæður á Íslandi breyst gríðarlega.

Góður fjárfestingarkostur?

Í hverju skyldu nú Rússar vilja fjárfesta hérlendis?

Björg-úps- sorry.

Bjórverksmiðjum?

Varla.

Í sjávarútvegi?

Kannski.

Það eru jú auðlindir hér fyrir norðan okkur.

Í, jah, peningaþvottavélum?

Hver veit.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Enginn hafnaði láni Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hlæja? Að gráta?

 

Heimildin til að frysta eigur "útrásarvíkinganna" hefur verið til í ómunatíð.

Hvað er þá verið að babbla núna?

Hvað með kúlulánþegana sem enn sitja í bönkum og enn halda um stjórnvölinn?

Hvað með þá sem enn sitja á þingi?

Hvernig væri að stjórnvöld reyndu að hunskast til að vakna af Þyrnirósarsvefninum, brettu upp ermarnar og færu að gera eitthvað róttækt í stað þess að mata okkur óbreyttan almúgann á einhverju innihaldslausu kjaftæði?

Hverjum er verið að hlífa?

Hvað er verið að fela?

Hvenær getum við Íslendingar gengið á erlendri grund án þess að þurfa skammast okkar fyrir þjóðernið?

Það er jú enn skellihlegið að okkur hvert sem við förum.

Í öllum siðmenntuðum löndum væri löngu búið að setja fjárglæframennina á bak við lás og slá.

En hérlendis?

Nei og nei.

Íslenska refsilöggjöfin er greinilega hönnuð til þess að dæma skinkuþjófa.

Það koma þær stundir að ég sárskammast mín fyrir þjóðerni mitt.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Heimild til að kyrrsetja eignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löngu tímabært.

 

Þetta er eitt það jákvæðasta sem ég hef frétt síðan 8. okt.2008.

Nú kemst vonandi skriður á málin.

Skyldi jörðin ekki vera farin að volgna undir fótum einhverra?

Nú bjarga engin skyldleika eða vinatengsl.

Það er nú einu sinni svo með spillinguna hér á landi að hún ristir ansi djúpt.

Ég bíð spenntur eftir framhaldinu.

Þar til næst.

 


mbl.is Bretar bjóða aðstoð við rannsókn á bankahruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave og aftur Icesave.

 

Það var fróðlegt að fylgjast með Kastljósinu í kvöld.

Steingrímur var beinskeyttur að vanda og svaraði stjórnanda þáttarins skýrt og skorinort eins og honum einum er lagið.

Þó fannst mér skorta á eitt.

Það var aldrei minnst einu orði á þá óráðsíumenn sem stofnuðu til Icesave skuldanna.

Af hverju ekki?

Af hverju eru þeir ekki látnir svara til saka?

Nú er Björgólfur eldri búinn að lýsa sig gjaldþrota en hvað varð um eignirnar?

Einhverjar hljóta þær að hafa verið.

Voru þær kannski fluttar á soninn?

Þær eru ansi margar spurningarnar sem enn er ósvarað.

Kannski fáum við óbreyttur almúginn aldrei svör.

Við borgum bara brúsann.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 


Með græðgina að leiðarljósi.

 

Hingað til hefur það verið stefna stjórnenda og eigenda Milestone að taka ekki nema að takmörkuðu leyti þátt í fjölmiðlaumfjöllun um félagið, skrifar Karl Wernersson í grein í Morgunblaðinu í dag.

Maður klökknar bara að vitna slíka hreinskilni, já og heiðarleika.Halo

En bíðum nú við.

Karl Wernersson er stjórnarformaður Milestone og fyrrverandi stjórnarformaður Sjóvár.

Hvuddnin var það hér um árið, var ekki Sjóvá að fjárfesta í einhverjum (hóru?) kössum í Macau?

Þar til næst.


mbl.is Að andæfa lyginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáránleikinn í fullu veldi.

 

Sýslumaðurinn í Reykjavík setti í dag lögbann á umfjöllun Ríkisútvarpsins um risavaxnar lánafyrirgreiðslur Kaupþings til fyrirtækja eigendahóps bankans.

Rétt er að taka fram, að lögbannið á einungis við fréttaflutning Ríkisútvarpsins. Aðrir miðlar geta því áfram notað gögnin að vild og allir geta nálgast þau hér .

Bankinn leggur áherslu á að með aðgerðunum séu bankarnir að bregðast við skyldum sínum til að tryggja trúnað við viðskiptavini sína, sem sé hornsteinn bankastarfsemi hvarvetna í heiminum. Markmiðið sé ekki að standa vörð um mögulegar misgjörðir í starfsemi bankans eða leyna upplýsingum sem erindi eiga til almennings.

Það var og.

Eins og ég hef oft hamrað á, íslenska "Mafían" kemur þeirri ítölsku að líta út sem sunnudagaskóladrengir.

Þar til næst.

 

 

 

 


mbl.is Kaupþing fékk lögbann á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldi hann svelta garmurinn?

 

Björgólfur Guðmundsson hefur, í gegnum talsmann sinn, sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi í dag fallist á beiðni hans um að bú hans verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður hans, sendi frá sér yfirlýsingu þessa efnis í dag og kemur hér brot úr henni.

"Héraðsdómur Reykjavíkur hefur í dag fallist á beiðni Björgólfs Guðmundssonar um að bú hans verði tekið til gjaldþrotaskipta."

Þessi frétt kemur mér í rauninni ekki á óvart.

En ég velti því fyrir mér hvað virkilega hangi á spýtunni.

Ég hef ekki trú á að Björgólfur eldri lýsi sig gjaldþrota nema einhver óheilindi séu á bak við.

Þeim feðgum hefur tekist ( sitt ætlunarverk?) að allt að því rústa íslenska samfélaginu og á meðan sofa stjórnvöld.

Björgólfur jr. ku keyra áfram í blindum hefndarhug, hvers vegna?

Skyldi það hafa eitthvað með Hafskip að gera?

Skyldi það hafa eitthvað með þennan fimm mánaða skilorðsbundna dóm sem faðir hans hlaut?

N.B. Hvítflibbakrimminn faðir hans þurfti aldrei að stíga fæti inn fyrir hliðið á Litla Hrauni, þar sem hann hefði verið best geymdur.

Og stjórnvöld sofa.

Til að kóróna nú skömmina þá kemur fram í yfirlýsingu Ásgeirs Friðgeirssonar, talsmanns Björgólfs eldri, að eignir hans sem námu um 143 milljörðum króna hafi að mestu horfið vegna yfirtöku ríkisins á hlutabréfum hans í Landsbankanum m.a.

Hvaða eignir???

Ósvífnin (og siðblindan ) þekkir greinilega engin landamæri.

Þeir feðgar fengu Landsbankann að gjöf, fengu lán hjá Kaupþingi til að fjármagna kaupin, þ. e. það litla sem þeir þurftu að borga, fóru svo fram á að fá helminginn niðurfelldan, þ. e. litla þrjá milljarða.

Og stjórnvöld sofa sínum Þyrnirósarsvefni.

Ef svo heldur fram sem hingað til þá tekur dómstóll götunnar málin í sínar hendur.

Ég hræðist þá stund.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Björgólfur gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og dansinn dunar.

 

Húsnæði 101 Hótels yfirveðsett.

Veð upp á rúma 1,2 milljarða króna hvíla á húsinu við Hverfisgötu 8-10 þar sem 101 Hótel er til húsa. Skilanefnd Landsbankans er með veð að andvirði 910 milljónir króna.

Það er ekkert annað.

Morgunblaðið segir að um sé að ræða tryggingabréf sem gefið hafi verið út 30. júní síðastliðinn af þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Ingibjörgu Pálmadóttur eiginkonu hans, sem eiga hótelið.

Tilurð tryggingabréfsins megi rekja til þess að Jón Ásgeir veðsetti lúxusíbúðir sínar í New York í óþökk skilanefndarinnar, en Landsbankinn fjármagnaði kaupin á þeim árið 2007.

Skyldi maður ekki geta komist á verknámssamning hjá'onum ?

Maðurinn er greinilega góðum gáfum gæddur.

Svo eru einhverjir pöddufullir og óprúttnir blaðasnápar að ergja strákskinnið með símhringingum í tíma og ótíma , hót'onum með fölsuðum tölvupósti og, til að bíta höfuðið af skömminni, þá er reynt að hafa fé af drengnum.

Maður verður kjaftstopp.

Það vill oft loða við landann að sjá ofsjónum yfir velgengni annarra.

Því miður.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband