Færsluflokkur: Dægurmál

Hvað með þrjátíu milljarðana?

Sem móðurfélag Haga, 1998 ehf. skuldar Nýja Kaupþingi?

Á að afskrifa aurana?

Á að velta skuldinni yfir á herðar okkar óbreyttra?

Alþjóð veit jú mæta vel ( af slæmri reynslu ) að það sem bankinn gefur með þeirri vinstri tekur hann til baka með þeirri hægri.

Er kannski verið að gera upp þrotabú gömlu bankanna á kostnað okkar verkalýðsins?

Hér er smá klausa sem vakti athygli mína.

"1998 ehf. á 95,7 prósent hlut í Högum en félagið er dótturfélag Gaums sem er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu."

Á þessi fjölskylda að komast upp með áframhaldandi svínarí?

Hagar hafa lokið endurfjármögnun en móðurfélagið er í botnlausri skuld.

Botnar einhver í þessu?

Ekki ég.

Þar til næst.

 

 

 

 

 


mbl.is Endurfjármögnun Haga lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sitt sýnist hverjum.

Ég var að fylgjast með Kastljósi rétt í þessu og þá einkum þeim Guðfríði Lilju og Þorgerði Katrínu þar sem þær skiptust á skoðunum.

Líflegur og athyglisverður þáttur.Smile

Nú skal það viðurkennast að talnaglöggur maður er ég ekki.

Langt í frá - og þó.

Ég fæ ekki betur séð en að nú hljóti leiðin að liggja upp á við, neðar verður varla komist.

Við erum hvort eð er með brækurnar á hælunum.

Það má endalaust deila um kostnað og byrði sem leggst á löngu sligaðar herðar íslensku þjóðarinnar, við eigum einskis úrkosta.  Ég hef grun um að þegar Icesave málið er endanlega komið í höfn fari breytingar að koma í ljós.

Þar til næst.                                                                                          

 

 

 

 

 

 

 


Hæst bylur í tómum tunnum.

Nú fara þeir mikinn formenn Framsóknaríhaldsins og lýsa því yfir með tilheyrandi orðskrúði að niðurstaðan í Icesave málinu sé óviðunandi.

Ekki við öðru að búast úr þeim herbúðum.

Mér þætti hinsvegar fróðlegt að vita hvort þeir telji sig hafa getað gert betur og hvernig þá.

Ekki hef ég rekist á neinar tillögur þar að lútandi, alla vega engar sem glóra er í.

Þess má að lokum geta að það var Sjálfstæðisflokkurinn sem skuldbatt okkur Íslendinga til að fara samningaleiðina vegna Icesave, í desember á síðasta ári.

Þar til næst.


mbl.is Óviðunandi niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hengja eða skjóta.

Þá er það komið á hreint. Ef við mökkum ekki rétt þá bíður okkar ekkert annað en eymd og volæði.

Breska ljónið hefur opnað sinn tannlausa kjaft, rétt einu sinni enn, enda hafa Bretar alltaf verið þekktir fyrir að níðast á þeim sem minna mega sín.

Samanber flestöll Afríkuríkin.

Hvað Hollendinga snertir, svo vitnað sé í gamla þjóðsögu, þá vildi ég að strákfíflið Jan hefði látið vera að troða puttanum í sprunguna í flóðvarnargarðinum á sínum tíma.

Þá hefði farið minna fyrir "Flatlendingum" í dag og eins og gefur að skilja, enn minna fyrir Hollandi.

En nú er semsagt búið að stilla okkur upp við vegg.

Gott og vel. Því fyrr sem Icesave málið er úr sögunni, því fyrr getum við farið að einbeita okkur að öðrum og stærri málum eins og t.d. að ná okkur niðri á þessum hryðjuverkamönnum og þar er ég með margar góðar hugmyndir.

Ekki má svo gleyma þeim landráðamönnum sem stofnuðu til Icesave reikninganna, komu landinu á hausinn og í onálag svalla suðrí Cannes og þykjast vera einhver mikilmenni.

Það verkefni er út af fyrir sig það stærsta sem við þurfum að glíma við svo kvikindin sleppi ekki með herðaklapp og kannski skilorð.

Nú er bara að bíta á jaxlinn og brýna kutana því við gætum þurft á þeim að halda innan tíðar.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af kofakaupum.

Athyglisverð frétt sem ég var að lesa á Rúv.

Spillingin í Kaupþingi virðist rista dýpra og ná lengra aftur í tímann en mig hefði nokkru sinni órað fyrir.

Ég vona svo sannarlega að sérstökum saksóknara verði betur ágengt að uppræta þessa meinsemd, en mér, að fjarlægja njólafjandann úr garðinum mínum

Ég ætla að leyfa mér að vitna í Vilhjálm Bjarnason,  lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands þar sem hann segir :" Margt er líkt með viðskiptum Katarmannsins Al-Thanis, þegar hann keypti 5% hlut í Gamla Kaupþingi rétt fyrir hrun, og einkavæðingu Búnaðarbankans." Eins og vér vitum öll þá eru viðskipti Sjeiks Al-Thanis eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, sem hluti meintrar umfangsmikillar markaðsmisnotkunar síðustu missera fyrir hrun.

Hér kemur svo smá tilvitnun í áðurnefnda frétt sem bókstaflega fékk gamla hjartað til að hoppa af gleði.

"Al-Thani keypti hlutabréf í Kaupþingi, af bankanum sjálfum, með láni frá bankanum, í gegnum skúffufyrirtæki á eyjunni Tortólu."

Þvílík snilld, þvílík "strategía" ég meina, ég er orðlaus, ég er bókstaflega kjaftstopp.

Nú velti ég fyrir mér möguleikanum á að stofna skúffufyrirtæki, en ekki á Tortólu þar sem ég þekki ekkert til, en t.d. í Vestmannaeyjum þ.e. ef þeir Eyjamenn skyldu nú láta verða af því að slíta, og slá svo smálán. Ég myndi að sjálfsögðu fara pent í sakirnar, maður kann sér jú hóf, þannig að ég myndi í stað þess að kaupa hlut í banka láta mér nægja að kaupa kofakrílið (þið vitið þetta hálfbyggða þarna í Borgarfirðinum) af Sigurði kallanganum Einarssyni, þegar kofinn verður boðinn upp.

Það eru bara tvenn ljón í veginum. Annars vegar eru litlar líkur á að Eyjamenn slíti á næstunni þar sem einhver illa innrættur gæti fundið upp á því að loka fyrir vatnið til þeirra og hinsvegar þar sem sérstakur saksóknari virðist vera kominn með puttana bókstaflega út um allt eru hverfandi líkur á væntanlegum kofakaupum hjá mér.Crying

Maður verður að láta sér nægja að dreyma.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 


Líkur sækir líkan heim.

Nú hefur Árni Johnsen ákveðið að fara með mál síra Gunnars fyrir Alþingi Íslands.

Eins og þar sé ekki nóg annað að fást við.

Dæmdur sakamaður ætlar að taka upp hanskann fyrir prest sem staðinn hefur verið að því að káfa á smástelpum.

Hve lágt er hægt að leggjast?

Þar til næst.

 


Götuvændi?

Kemur engum á óvart nema kannski ríkislögreglustjóra.

Vændi hefur viðgengist allar götur frá því stóri bróðir að "westan" sté hér á land. Að öllum líkindum mun fyrr þó ekki finnist heimildir þar að lútandi.

 

Þá dunaði dansinn á Borginni.

Það kom berlega í ljós þegar þessi ólánssama stúlka frá Litháen komst á forsíður dagblaðanna að lögreglan var alls ekki í stakk til þess búin að taka á slíku máli.

Hvað veldur?

Við Íslendingar erum ekki bara smáþjóð sem býr lengst norður í rassgati, það sem gerist í hinum stóra heimi , gerist líka hér.

Samanber glæpagengin sem hafa hreiðrað um sig hérlendis og virðast hafa fengið að gera það óáreitt.

Hvenær verður tekið á þessum málum af einhverri alvöru?

Þokkalegt ástand eða hitt þó heldur. Þvuh.

Þar til næst.

 

 

 

 

 


mbl.is Götuvændi stundað í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilraun til breytinga.

Númer tvö tókst skömminni skár en sú fyrri. Allavega ætti ég að geta vel við unað fram á mánudag. Það hefur reyndar verið einstaklega ánægjulegt að fikta við stillingarnar á blogginu og -vonandi- læra af mistökunum.

Allavega ætla ég að láta hér við sitja-að sinni- og snúa mér að alvöru lífsins, þ.e. að halda áfram að rífa kjaft á blogginu.

Þar til næst.

 


Ó mig auman.

Ég ætlaði ekki að breyta bloggsíðunni. Bara að setja inn litla snotra mynd frá föðurlandi númer tvö. En svona fer þegar viðvaningur ætlar sér meir en ráðið verður við.Crying

Til að ráða bót á þessu hef ég ákveðið að fá fagmann, strax eftir helgi, til að koma öllu í samt lag.Frown

Þar til næst.

 


Unga konan er fundin.

 

Sjaldan hef ég beðið í jafn miklu ofvæni eftir frétt sem þessari.

Samkvæmt miðnæturfréttum Rúv. er hún heil á húfi.

Nú er bara að bíða og vona að allt sem gerst hefur komi upp á yfirborðið.

Þar til næst.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband