Færsluflokkur: Dægurmál

Það er löngu tímabært að taka til...

 

... í bækistöðvum þeirra "þekktu afbrotamanna" sem greinilega hefur tekist að hreiðra um sig hérlendis.

Ég fylltist óhug þegar ég heyrði fréttirnar af þessari ungu konu frá Litháen sem að öllu líkindum hefur lent í klóm landa sinna sem, svo vitnað sé í frétt Mbl. í dag, "allir eru Litháar og þekktir brotamenn."

Þjóðernið skiptir í sjálfu sér ekki máli því ég er þess fullviss að flestir þeir Litháar sem hér búa eru heiðarlegt og gott fólk sem ekki má vamm sitt vita.

Það sem hinsvegar kom sem blaut tuska í andlitið var þessi klausa: "Lögreglan varð vör við þrjá menn sem biðu eftir konunni og reyndu að ná sambandi við hana. Lögregla þekkti til mannanna sem allir eru Litháar og þekktir brotamenn."

Eru þessir menn íslenskir ríkisborgarar?

Stunda þeir vinnu??

Ef hvorugt er, því í andskotanum ganga þeir lausir og af hverju eru þeir enn hérlendis???

Á sama tíma og glæpir eru að færast í vöxt hér þá er niðurskurðarhnífnum beitt.

Ég vona að þessi unga kona finnist sem fyrst og heil á húfi.

Þar til næst.

 

 

 


Þeir munu finnast...

 

...ef viljinn er fyrir hendi.

Hvað skyldu annars vera margir (kúlu)lánþegar í hópnum?

Það væri fróðlegt að vita.

Þar til næst.


mbl.is Flestir lykilmennirnir farnir frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir.

 

Við getum alveg verið án Rússagullsins. Satt að segja þá man ég ekki eftir neinu góðu frá Rússum nema ef vera skyldu Lada bifreiðirnar sem fengu gælunafnið "dráttarvélar norðursins."

Að vísu voru þær ekki jafn þægilegar í akstri og traktor en einstaklega gangvissar.

Þetta "hugsanlega" lán sem verið hefur til umræðu allt frá því sl. haust kemur þeim þá til góða heima fyrir.

Ekki ku veita af.

Þar til næst.


mbl.is Rússar hafna láni til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dag skal að kvöldi lofa.

 

Þrátt fyrir hráslagalegt veður með tilheyrandi skítakulda þá hefur dagurinn verið ánægjulegur í alla staði.

Ég hafði af að skrölta út í búð, ekki seinna vænna, ísskápurinn var farinn að minna óþægilega á eyðimörk.

Var svo heppinn að rekast á kunningja minn sem skutlaði mér heim og að sjálfsögðu var hellt upp á könnuna.

Svo hófust umræður um daginn og veginn og þrátt fyrir eindreginn ásetning okkar að fara nú ekki að minnast á stjórnmál þá einhvern veginn þróuðust nú málin samt í þá áttina.

Enda af nógu að taka því góðir hlutir eru farnir að gerast.

Óþarfi að tíunda það frekar.

Ég vona að góður Guð gefi mér marga slíka daga um ókomna framtíð.

Þar til næst.

 


Góðir hlutir gerast.

 

Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn.

Sosum löngu kominn tíminn á slíkt.

Þær fréttir sem oss berast af endurreisn bankanna hljóta að teljast jákvæðar. Þar koma fram upplýsingar sem benda eindregið til þess að unnið hafi verið hörðum höndum að lausn þeirra mála.

Það sem mér hinsvegar blöskrar er sú gríðarmikla niðurrifsstarfsemi sem átt hefur sér stað í Bloggheimum undanfarið. Þar hefur hver "besserwisserinn" á fætur öðrum komið fram og nítt niður hvert einasta handtak sem núverandi ríkisstjórn hefur unnið, án þess þó að koma með einhverjar úrlausnir.

Nú vil ég að það komi skýrt fram að ég er ekki dyggur stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar en ég gef þeim kredit fyrir það sem gert hefur verið.

Þess ber að minnast að ríkisstjórnin tók við þrotabúi en kannski er gullfiskaminnið farið að hrjá landann.

Fyrir ekki svo löngu síðan lögðust tveir Framsóknarmenn í víking og herjuðu á Noreg, komu heim á bleiku skýi, (stút) -fullir- af einhverju innantómu kjaftæði hvað snerti loforð um fjárhagslegan stuðning við okkur Íslendinga, þrátt fyrir að forsætisráðherra Noregs hafi lýst því yfir að slíkt myndi  aðeins gerast, að því tilskildu að við tækjum okkur nú saman og gerðum hreint fyrir okkar dyrum.

Skyldu þessir vesalings drengir ekki þjást af mórölskum timburmönnum í dag eða á áróðurs-maskínan að redda heilsunni?

Nóg að sinni.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Ríkið leggi til mun minna fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar kom að því...

 

...Og þó fyrr hefði verið.

Miklu fyrr.

Nú, réttu ári eftir bankahrunið á loksins að fara að rekja hvert innistæður Icesave reikninganna voru fluttar.

Það fennir í fótsporin á mun styttri tíma en "allar færslur er hægt að rekja, það tekur bara sinn tíma" ( tilvitnun í Evu Joly). Þar sem allir stjórnmálaflokkarnir hafa boðað gegnsæi þá á ég fastlega von á því að geta fylgst með framvindu mála því hér er jú um hundruðir milljarða króna að ræða sem vér óbreyttir komum til með að borga.

Í þeirri von um að hlutirnir gangi nú snurðulaust fyrir sig kveð ég að sinni.

Þar til næst.

 


mbl.is Rekja slóð innlánanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er gersamlega út í hött...

 

...að, í ljósi þess ástands sem nú ríkir í þjóðfélaginu, eigi dómstólar nú að spara .

Þvert á móti er full ástæða til að auka fjárframlög til þeirra.

Svo ég vitni í einn ágætan bloggara .

"Íslenskir dómstólar hafa oft fellt niður refsingar á undanförnum árum vegna málstafa.   Í þeim málum hafa málin yfirleitt tafist á rannsóknarstigi en ekki hjá dómstólum. "

Góð ástæða til að auka fjárframlög til hins íslenska réttarkerfis og þá ekki síst í ljósi þess að enn fjölgar þeim sem komnir eru með stöðu grunaðra í bankamálinu svonefnda.

Nú í dag bættist Sigurður Einarsson í hóp þeirra.

Hvað snertir þann hóp fjárglæframanna sem sett hafa íslensku þjóðina á hausinn á ég þá ósk heitasta að þeir fái nú tækifæri til að setja sig niður í sæmilega þægilegum og (stundum) sólríkum klefum þar sem þeir gætu þá dundað við að rita endurminningar sínar.

Ég er þess fullviss að þar kynni eitthvað athyglisvert að koma í ljós.

Þar til næst.

 

 

 


mbl.is Dómstólum gert að spara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er dregið til lands.

 

Ef ég man rétt þá kom Höskuldur Þórhallsson fram í sjónvarpinu á dögunum og fór mikinn.

Hann dásamaði Miðflokk  þeirra Norðmanna,  sem reyndar hafa bara 6% atkvæða á bak við sig, og reyndi að telja okkur óbreyttum trú um að við gætum vaðið oní vasa norskra skattgreiðenda að vild.

En skjótt skipast veður í lofti.

Nú hefur þessi vesalingur stimplað forsætisráðherra okkar sem hryðjuverkamann.

Það er vitað mál að lítil börn sem eru að taka fyrstu skrefin hrasa og detta á bossann(þá notar maður tækifærið og skiptir á þeim) en standa upp aftur og skríkja af gleði.

Höskuldur pjakkurinn Þórhallsson er dottinn á bossann.

Hvenær skyldi honum takast að standa upp?

Í framhaldi af því kemur mér í hug gamall kínverskur málsháttur sem hljóðar svo: Safnaðu í sarpinn meðan þú getur,annars verða einhverjir aðrir til þess.

Skilji hver fyrir sig.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Mun ekki biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er fokið í flest skjól.

 

Framsóknarbullurnar búnar að verða okkur til skammar úti í Noregi, og var varla á það bætandi.

Hvað verður næst?

Annars heyrist lítið í Höskuldi garminum þessa dagana.

Skyldi engan undra.

En nú er búið að hrekja okkur út í horn. Annað hvort er að borga Icesave reikningana eða...

Undarlegt hve þessu liði, sem við kusum yfir okkur í þeirri góðu trú að þau ætluðu að vinna fyrir okkur, skuli ganga svo illa að leysa þau vandamál sem við okkur blasa.

Hver höndin upp á móti annari.

Hvað varð af hugsjóninni og samheldninni?

Hurfu allar okkar góðu tilfinningar með útrásargræðginni?

Þær eru margar spurningarnar sem leita á hugann.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Hærra lán ekki í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AGS, hin nýja ríkisstjórn Íslands?

 

Það hlýtur að vera hverjum meðaljóninum ljóst hvert stefnir.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er búinn að draga okkur á asnaeyrunum síðan í febrúar.

Og í hvaða tilgangi?

Það liggur í augum uppi.

Við verðum keyrð niður á hnéin og þegar búið er að berja okkur til hlýðni þá verður ráðist að auðlindum okkar.

Glæsilegar framtíðarhorfur , huh?

Og í onálag eru lánin að falla á okkur, hvert á fætur öðru.

Hver skyldi svo bera ábyrgðina?

Ég held því statt og stöðugt fram að ég sé saklaus.

Ég tók ekki kúlulán og ég sit ekki á þingi.

Þar til næst.

 

 

 

 


mbl.is Alvarlegar afleiðingar af frekari töfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband