Færsluflokkur: Dægurmál

Undarlegur sparnaður.

 

Á sama tíma og borgarstjóri boðar sex prósent niðurskurð í grunnskólum Reykjavíkur á næsta ári hefur borgarstjórn samþykkt, fyrir sitt leyti, að nýr einkarekinn grunnskóli geti tekið til starfa.

Þetta gerist á sama tíma og nemendum fækkar, og þrátt fyrir mikinn niðurskurð hjá borginni.

Ekki nóg með það.

Nú þegar hafa fjörutíu nemendur verið skráðir til náms í nýja skólanum sem reyndar hefur enn ekki fengið starfsleyfi.

Minnir smá á byggingaverktakann sem byrjar framkvæmdir á efstu hæð blokkarinnar sem hann er að reisa.

Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri nýja skólans ,sem hlotið hefur það virðulega nafn "Menntaskólinn," segir að ekki sé um að ræða neinn elítuskóla.

Gott og vel en hvaða verkamaður hefur efni á 120 þús. króna skólagjaldi fyrir barnið sitt?

Það er margt einkennilegt sem gerist þessa dagana.

Nú bíð ég í ofvæni eftir réttlætingum borgarstjóra á þessum gjörningi.

Þar til næst.

 

 

 


Þar kom vel á vonda.

 

Kröfuhafar Milestone höfnuðu nauðasamningi sem lagður var fyrir þá á fundi í dag til samþykktar eða synjunar. Stærsti kröfuhafinn, Glitnir, sem á um 44 milljarða kröfu í félagið, studdi hinsvegar nauða- samninginn.

Vill Glitnir ekki að fyrirtækið verði gjaldþrota svo hægt sé að fara oní saumana og kanna rekstur þess?

Átti að reyna að fela eitthvað?

Það hlýtur að vera eitthvað brenglað við rekstur fyrirtækis þar sem eytt er hálfum milljarði í einkaþotur.

Það hlýtur líka að vera eitthvað brenglað í hausum eigenda slíks fyrirtækis.

Mér er minnisstætt þegar Karl Wernersson sendi frá sér yfirlýsingu, já og seinna kæru,vegna frétta- flutnings Stöðvar 2 og Vísis þar sem ýjað var að smá+auraflutningum í skattaskjól.

Þar var klausa sem vakti ómælda hrifningu mína.

"Virðist sem fréttin sé alger uppspuni frá rótum, til þess eins fallin að kasta rýrð á nafn og orðspor mitt og félaga í minni eigu."

Þetta er ekki alveg búið enn því hér kemur svo lokahnykkurinn.

". Með umfjöllun sinni hafa sameinaðar fréttastofur Stöðvar 2 og Vísis vegið alvarlega að heiðri mínum."

Er þetta ekki alveg stórkostlegt?

Nafn, orðspor, heiður?

Nú legg ég til að vér bloggarar sameinumst og veljum Karl kallinn brandarakall ársins.

Að lokum, það er bara eitt sem vefst fyrir mér.

Hvern skyldi nú Karl kæra næst?

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Höfnuðu nauðasamningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÓRDRENGIR?

 

Það fer ekki á milli mála að þessir vesalings drengir eru best geymdir í viðeigandi klefum því hrokinn, mannfyrirlitningin, athyglissýkin og þessi taumlausa auragræðgi bendir eindregið til þess að ekkert annað sé hægt að gera fyrir þá.

Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Ármannsson hafa ekki ennþá náð áttum eftir íslenska efnahagshrunið að mati Páls Skúlasonar, prófessors í heimspeki og fyrrverandi rektors Háskóla Íslands. Hann telur að þeir þurfi á hjálp að halda, sem og aðrir „peningadrengir“. Páll sagði þetta í Silfri Egils í morgun þegar Egill Helgason spurði hann út í ummæli tvímenninganna frá liðinni viku þar sem þeir ræddu um að þeir þyrftu ekki að greiða skuldir sínar.

„Ég held að þessir ágætu drengir séu nú bara ekki alveg búnir að ná áttum,“ sagði Páll við spurningu Egils. „Ég held að þeir hljóti nú að vilja vera í samfélagi við okkur.“

Páll sagði í viðtalinu við Egil að það sem hefði gerst væri það að „peningadrengirnir“ íslensku hefðu hætt að sjá önnur gildi en peningaleg gildi. „Peningarnir einfaldlega taka völdin yfir hugsun manna. Á ákveðnum tímapunkti hætta þeir að sjá önnur gildi. Þetta er eins og með völdin, sem er sígild speki, að of mikil völd eru spillandi. Eins ef menn verða of frægir þá stígur frægðin þeim til höfuðs. Of mikil völd, of mikil frægð og of miklir peningar eru manneskjunni hættuleg. Það þarf að vissu leyti að samhryggjast þeim sem lenda í þessu og þeir þurfa líka á aðstoð og hjálp að halda, það held ég,“ sagði Páll í viðtalinu í Silfrinu.

Hjartanlega sammála.

Þar til næst.




Loksins er ljósglæta framundan.

 

Á meðan Eva Joly berst af atorku gegn þeim glæpalýð, sem setti þjóðarbúið á hausinn, þá þegja íslensk stjórnvöld.

Nú hefur hún sagt tveimur ríkisstjórnum til syndanna, afsakið þær eru reyndar þrjár, þess er jú skemmst að minnast þegar hún rassskellti íslensku ríkisstjórnina í beinni útsendingu Kastljóss sl. vetur.

Á meðan hefur ríkisstjórnin lagt ofurkapp á Icesave samningana sem okkur ber ekki að borga neitt frekar en Bretar og Hollendingar, jú og reyndar tiltölulega fámennur hópur íslenskra "athafnamanna" sem hefur í skjóli bankaleyndar og hinnar rótgrónu spillingar sem hér ríkir, mergsogið þjóðina.

Fimmmenningarnir þeir Magnús Kristinsson útgerðarmaður, Bakkabræðurnir Ágúst Guðmundsson og Lýður Guðmundsson, bankastjórinn Bjarni Ármannsson og "athafnamaðurinn" Jón Ásgeir Jóhannesson hafa auglýst siðleysi sitt, siðblindu og sóða innræti allrækilega undanfarið í viðtölum og blaðagreinum.

Og enn ganga þeir lausir.

Eigendur einkabankans - Landsbankans - sem bera jú ábyrgð á Icesave reikningunum og eiga með réttu að borga brúsann, þeir Björgólfarnir, velta sér upp úr vellystingum á sama tíma og ósvífnin var svo afgerandi að þeir fóru fram á niðurfellingu þriggja milljarða af skuld við Kaupþing.  Eftir situr hnípin þjóð í vanda og skuldug upp fyrir haus.

                                                                                                         

Og enn ganga þeir lausir.

Ég velti því stundum fyrir mér hver staðan hérlendis væri í dag ef Eva Joly hefði ekki komið til sögunnar og rifið ráðamenn þjóðarinnar upp úr Þyrnirósarsvefninum.

Mig óar við tilhugsuninni.

Seinagangur og sofandaháttur stjórnvalda hefur vakið ýmsar grunsemdir hjá mér og örugglega mörgum öðrum.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Bankahrun líkist máli Madoffs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir daglega.

Eftirfarandi má lesa á síðum Vísi í dag.

Sérstakur saksóknari fær aðgang að gögnum í Bretlandi og Lúxemborg.

Sosum löngu tímabært en betra seint en aldrei.

Ég minnist orða Evu Joly er hún sagði: "Allar færslur er hægt að rekja."

Næsta skref hlýtur að vera að koma á slíkri samvinnu við yfirvöld á Tortola.

Skyldi hengingarólin ekki vera farin að þrengja að hálsum einhverra?

Þar til næst.


"Góðir hlutir gerast hægt...

 

...en gerast samt."

Hér með bið ég alla hlutaðeigandi afsökunar, hafi ég höggvið fullnærri þeim í fyrri bloggfærslum mínum, þar sem ég hef grenjað um seinagang réttvísinnar.

Nú- loksins- er komið á daginn að unnið er á fullu á bak við tjöldin-eðlilega- að rannsóknum vegna fjármálahrunsins á Íslandi.

Haft er eftir Ólafi Haukssyni, sérstökum saksóknara, að enda þótt hann geti ekki fjallað um einstök dæmi, „liggi margar leiðir til Bretlands.“

Fundur Ólafs Haukssonar og ráðgjafa hans Evu Joly með fulltrúum Serious Fraud Office, efnahagsbrotalögreglunni bresku og yfirmanni hennar, Richard Alderman á örugglega eftir að skila góðum árangri.

Loksins hefur maður eitthvað að gleðjast yfir.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Áætlar að 60-70 hrunmál komi til rannsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar fengu Norðurlöndin það óþvegið.

 

Enn og aftur sýna Færeyingar stuðning sinn við okkur.

Í þetta skiptið stóð Högni Hoydal upp í danska þinginu og lét í ljós skoðun sína á norrænni samvinnu.

Ég ætla ekki að hafa mörg orð um þetta en hvet alla til að lesa fréttina.

Ég tek ofan fyrir Högna.

Þar til næst.


mbl.is Høgni Hoydal gagnrýnir Norðurlöndin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisvert, mjöög athyglisvert.

 

Kæra á hendur blaðamönnum er ekki rétta leiðin til að tryggja leynd um trúnaðargögn,“ sagði  Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.

Gylfi vék að málum blaðamannanna fimm sem voru sakaðir af FME um að hafa brotið bankaleynd en kærum á hendur þeim hefur nú verið vísað frá af Birni L. Bergssyni, settum ríkissaksóknara vegna mála sem tengjast bankahruninu.

Frábært.

Þá ættu saksóknarar, settir eður ei, að geta snúið sér að málum sem virkilega skipta okkur miklu, þ.e. að rannsaka mál þeirra fjárglæframanna sem í skjóli bankaleyndar blóðmjólkuðu þjóðina.

Einn þeirra, Jón Ásgeir Jóhannesson gekk jafnvel svo langt í þættinum "Silfur Egils" á síðasta ári að halda því fram að hann kannaðist ekkert við eyjuna Tortola.

Gott og vel en það kom svo á daginn að helsta eignarhaldsfélag hans, Gaumur Holding, er stofnað á Tortola og talsverðar eignir geymdar þar.

Skyldi drengurinn vera svona illa að sér í landafræði?

Það er ekki eins og við séum að tala um Vestmannaeyjar.

Að lokum kemur hér smáklausa.

Gylfi ítrekaði að ekkert skjól yrði veitt þeim sem hefðu eitthvað að fela fyrir eftirlitsaðilunum. Gagnsæi væri lykilatriði.

Mér finnst nú ósköp lítið fara fyrir gagnsæi þessa dagana sama í hvaða horn er litið.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Ekki skjól óheiðarlegra fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Huldumenn með fullar hendur fjár fá engin svör.

 

 níu mánuði hefur hópur japanskra fjárfesta beðið eftir svari frá íslenskum stjórnvöldum við fyrirspurn sinni um að fá að koma með 126 milljarða króna inn í íslenska hagkerfið til endurreisnar. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kannast ekkert við málið.

Er nokkuð annað að gera en að kynna sér málið og svara svo?

Þar til næst.


„Óábyrg meðferð“ á fé að greiða skuldina alla."

 

DV greinir frá því í dag Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hafi komist að samkomulagi við skilanefnd Glitnis um afskriftir á rúmlega 800 milljóna króna skuldum eignarhaldsfélags í eigu Bjarna við bankann. Bjarni fékk 7 milljarða í vasann þegar hann hætti hjá Glitni árið 2007 en segir að það væri óábyrg meðferð á fé að greiða skuldina við Glitni til baka.

Ég er kominn á þá skoðun að það sé mjög óábyrgt af mér að greiða skattana mína.

Og það er alveg út úr kortinu að halda að ég fari að borga Icesave skuldirnar.

Ekki stofnaði ég til þeirra.

Skyldi Bjarni garmurinn þora að láta sjá sig úti á götu án lífvarða eða býr hann kannski í Noregi?

Þar til næst.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband