Færsluflokkur: Dægurmál
26.9.2009 | 01:12
Ætlar þessu aldrei að linna?
Þreytandi. Vægast sagt þreytandi.
Kærur á kærur ofan.
Nú eru það Bakka(varar)bræður.
"Nýi Kaupþing banki hefur kært forsvarsmenn Exista til sérstaks saksóknara vegna sölu á hlut Exista í Bakkavör Group þann 11. september 2009. "
Þess ber að minnast að fyrir stuttu síðan afrekuðu þeir að kaupa og selja sjálfum sér í þeirri hringavitleysu sem því miður hefur tröllriðið húsum hérlendis alltof lengi.
Nú er komið að skuldadögum, vona ég.
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig mögulegt er að fjármagna tæplega eitt þúsund ferm. glæsivillu í Fljótshlíðinni, sem Lýður Guðmundsson er skráður fyrir, og hvers kostnaður hleypur á hundruðum milljóna, á sama tíma og þeir Bakka(varar)bræður keyptu Bakkavör undan Exista félaginu sem var komið í þrot.
Það hlýtur að skýrast seinna.
Hér kemur smá klausa sem mér finnst eftirtektarverð.
"Fram hefur komið að þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir létu Exista, sem er að mestu í óbeinni eigu kröfuhafa í dag, fjármagna kaup þeirra sjálfra á 39,62 prósenta hlut Exista í Bakkavör með skuldaviðurkenningu upp á 8,4 milljarða króna.
Er íslenska löggjöfin svo stórgölluð að þetta skuli vera gjörlegt?
Ekki nóg með það því áfram dunar dansinn.
"Ekki liggur fyrir hvenær gjalddaginn á láninu er en þetta þýðir að bræðurnir lögðu ekkert eigið fé fram við kaupin."
Athyglisvert, einstaklega athyglisvert.
Það er varla á þetta bætandi en þó kom smástubbur sem ég rak augun í.
"Nýja Kaupþing mun leita viðeigandi einkaréttarlegra úrræða samhliða kærunni til saksóknara.
Nú er bara að bíða eftir framhaldinu.
Þar til næst.
![]() |
Nýja Kaupþing kærir Exista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2009 | 21:16
Að selja og framselja.
"Óvissa um fiskveiðistjórnunarkerfið."
Ég hjó eftir þessari setningu sem Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Nýja Landsbankans (NBI) sagði á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva .
Ég veit ekki hreint út sagt, hvað hann á við.
Hann segir reyndar að kaup á kvóta á skipum væri í 54 prósent tilfella ástæða vanda sjávarútvegsfyrirtækja.
Skyldi honum vera kunnugt um kvótabraskið?
Skyldi honum vera kunnugt um þá erfiðleika sem kvótakaupandinn þarf að glíma við?
Skyldi honum vera kunnugt um kostnaðinn sem fylgir því að halda uppi tveimur fjölskyldum?
Svo ég skýri mál mitt nánar, þá þarf "litli maðurinn", sem leigir kvótann, að framfleyta fjölskyldu sinni á sama tíma og hann framfleytir "kvótagreifanum" sem veltir sér upp úr vellystingum erlendis og oftar en ekki á Florida.
Já, þær eru ansi margar spurningarnar sem aldrei verður svarað.
Ef imprað er á einhverju í tengslum við kvótakerfið þá er engu líkara en maður hafi stigið á halann á heilagri indverskri belju.
Ég var fullur bjartsýni þegar ég flutti til Íslands fyrir átta árum, eftir margra ára fjarveru, en því miður þá fæ ég ekki séð að breytinga sé að vænta, sama hvaða stjórn situr við völd.
Þá vitið þið það.
Þar til næst.
![]() |
Kvótakaup vandi sjávarútvegs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2009 | 14:02
Þeim fer fjölgandi...
...sem gátu bjargað sér fyrir horn svona ca. rétt fyrir hrun.
Eins og ég hef alltaf haldið fram, "Það þarf ekki að grafa djúpt..."
En að um innherjaviðskipti hafi verið að ræða, nei því trúi ég ekki.
"Fréttastofa RÚV skýrði frá því í síðustu viku að hún hefði heimildir fyrir því að karlmaður, sem keypti stofnfjárbréf í SPRON fyrir fimm milljónir króna sumarið 2007, hefði fengið upplýsingar um hver væri seljandinn. Maðurinn var upplýstur um það að seljandi bréfanna hefði verið Hildur Petersen stjórnarformaður sparisjóðsins."
Tilviljun.
"Það kom fram á sínum tíma að auk Hildar hafi stjórnarmennirnir Gunnar Þ. Gíslason og Ásgeir Baldurs selt eigin bréf í SPRON sumarið 2007."
Enn meiri tilviljun.
Rétt eins og tölurnar í risalottóinu í Rúmeníu á dögunum (var það ekki örugglega Rúmenía?)
Sömu tölur tvær vikur í röð. Annað eins getur nú gerst.
Ég hef ekki trú á að fólk fari að ræða (innherja) viðskipti þegar það er lagst á koddann.
Onei.
Þar til næst.
![]() |
Eiginmaður Hildar seldi stofnbréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2009 | 09:46
Bloggvinirnir hverfa...
...hver á fætur öðrum.
Sjálfur hef ég nú ekki hugsað mér til hreyfings. Það væri þá ekki nema umsjónarmönnum bloggsins þætti ég of kjaftfor og hreinlega lokuðu síðunni minni.
En hver á þá að ausa skítnum yfir "útrásarvíkingana"?
Ég bara spyr.
Kunningi minn var að skamma mig fyrir óvönduð vinnubrögð og jafnvel enn verra orðbragð og klykkti svo út með þeim orðum að ef ég héldi áfram að versna þá fengi ég fyrr eða síðar bágt fyrir.
Hafi hann haft í huga klögumál eða jafnvel kærur þá er ekkert að óttast því miðað við ganghraða hins íslenska réttarkerfis þá verð ég að ölllum líkindum kominn í krukku einhversstaðar í Fossvogskirkjugarðinum, þegar þar að kemur.
Nóg um það, nú ætla ég að hefja leit að bloggvinunum, vissi ekki að Bloggheimar væru svo stórir.
Þar til næst.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2009 | 15:19
...svo uppsker hann.
Þetta kemur mér sosum ekki á óvart. Maðurinn verður að eiga fyrir brauðbita með diet kókinu.
Þó er hér smáatriði, örlítið reyndar, sem ég átta mig ekki á.
Í fyrradag lýsti Jón Ásgeir því yfir að hann hefði aldrei átt hlutabréf í Baugi Group heldur hafi þau verið eign Fjárfestingarfélagsins Gaums sem reyndar er í hans eigu og fjölskyldunnar en það er önnur saga.
Allt önnur saga.
Það hlýtur að gilda sama lögmál um húsið, þ.e. hann hefur aldrei átt það.
Ekki rétt?
Ég legg til að við óbreyttir borgarar þessa lands hefjumst handa og söfnum fyrir meðlæti handa stráknum því eins og skrifað stendur í góðri bók, "Maðurinn nærist ekki á kóki einu saman" og því síður diet kóki.
Það má skilja á þessari frétt að umsvif Jóns Ásgeirs í Danaveldi fari minnkandi. Í framhaldi af því leikur mér hugur á að vita: Skyldu Danir hafa, svona í tilefni dagsins, flaggað í hálfa eða heila?
Þar til næst.
![]() |
Jón Ásgeir selur hús í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.9.2009 | 22:41
Þumalskrúfan hert.
Enn berast oss váfréttir.
Nú hefur Frakklandsforseti ákveðið að þrýsta á G20 ríkin til að beita refsiaðgerðum á næsta ári gegn skattaskjólum.
Skyldi þessi frétt ekki hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum?
Hver skjaldborgin á fætur annarri hrynur og þá er ég ekki að tala um skjaldborg heimilanna sem augljóslega hefur aldrei verið til nema þá helst á glötuðu minnisblaði ríkisstjórnarinnar.
Nú þegar eru tíu skattaskjól hrunin samkvæmt upplýsingum OECD.
Já, nú eru góð ráð dýr.
Þeim sem telja sig þurfa á nýjum griðastað að halda bendi ég eindregið á Suður-Ameríku.
Og þá helst Venezuela.
Mér kæmi ekki á óvart þó forsetinn, Hugo Chavez, taki öllum "útrásarvíkingum" þessa heims opnum örmum svo fremi þeir hafi aurana sína með.
Ég var að lesa smásögu eftir Mark Twain sem heitir " The Income-Tax Man ."
Þó hún sé skrifuð fyrir margt löngu þá á hún fullt erindi til okkar í dag. Þarna uppgötvaði ég hvernig á að fylla út skattskýrsluna og koma út á núllinu. Ég hef smá grun (bara smá) um að sumir peningamennirnir hafi verið búnir að uppgötva söguna löngu á undan mér. Maður þarf ekki annað en að kíkja á skattaálögur þeirra.
Þar til næst.
![]() |
Sarkozy vill refsiaðgerðir gegn skattaskjólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2009 | 21:50
Svo sem maðurinn sáir...
Gullkornin streyma af vörum Jóns Ásgeirs þessa dagana.
Nú síðast í dag lýsti hann því yfir að hann hafi aldrei átt hlutabréf í Baugi Group hf. heldur hafi þau verið eign Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf,
Hann minntist reyndar ekki á að Gaumur ehf. er í eigu hans og fjölskyldunnar.
Hér kemur svo feitur biti.
"Hvorki ég né neinn annar höfum verið í persónulegri ábyrgð vegna skulda Gaums, sem voru greiddar þegar félagið 1998 ehf. keypti Haga hf. af Baugi sumarið 2008."
Glæsilegt.
Þvílík snilld.
Drengurinn hefur hreinan skjöld. Skítt með skuldir gjaldþrota fyrirtækis.
Við óupplýstur almúginn getum sosum bætt þeim á slignar herðar okkar. Nokkrir milljarðar til eða frá ættu ekki að skipta máli úr því sem komið er.
Eða hvað?
Í "den tid" voru snærisþjófar sendir á Brimarhólm upp á vatn og brauð, í orðsins fyllstu.
Í dag skreppa hvítflibbakrimmar á milli staða í þyrlum já og í einkaþotum svo ekki sé minnst á bílaflotann sem hlýtur að standa að mestu ónotaður því eins og alþjóð veit, að nokkrum veruleikafirrtum einstaklingum undanskildum, þá keyrir maður bara einn bíl í senn.
Svo ég víki nú að fangelsismálum, svona rétt í lokin, þá tel ég mig hafa fundið lausn á húsnæðisvandanum.
Stjórnendur Landsbankans fullyrtu við kröfuhafa í júní sl. að allt að 65% fyrirtækja væru tæknilega gjaldþrota og gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar.
Það liggur í augum uppi að það verður nóg framboð á húsnæði þegar virkilega fer að harðna á dalnum hjá okkur Íslendingum. Engin ástæða í gjaldþrota þjóðfélagi að fara að reisa einhverjar glæsihallir yfir lýðinn þegar þar að kemur.
Þó ljótt sé að segja þá er "eins dauði annars brauð."
Þar til næst.
![]() |
Jón Ásgeir: Átti aldrei hlutabréf í Baugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 23.9.2009 kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2009 | 13:17
Allt í góðum gír?
Það er ekki oft sem oss berast góðar fréttir.
Reyndar algjör undantekning.
Hér rak ég þó augun í eina þar sem fjallað er um kaup norska fjárfestisins Endre Rösjö á 15% hlut í MP banka.
Í norska ríkisútvarpinu NRK kemur fram að Rösjö hyggi á fleiri fjárfestingar hérlendis.
Hér kemur svo smá klausa sem vakti óskipta athygli mína.
"Hann segir að eftir að hafa kynnt sér málin hérlendis náið hafi hann fundið einn banka á Íslandi sem ekki hafi kostað skattgreiðendur neitt og það var MP Banki.
Hér má með sanni segja að "Glöggt er gestsaugað."
Hvenær skyldu augu íslenskra yfirvalda opnast?
Óþverrinn dynur á okkur daglega og nú síðast Jón Ásgeir sem afrekaði að kaupa af sjálfum sér og selja sjálfum sér ( botnar annars nokkur í svona "monkey bísness?) og ku rokka feitt á enn feitari launum sem yfirmaður fyrrverandi Baugsverslana í Englandi.
Skyldi honum ekki vera skemmt?
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2009 | 20:29
Að teygja lopann.
Fyrir nokkrum árum bar Baugsmálið efst á góma og þá ekki síst vegna lögmanna hinna ákærðu sem tókst að teygja og þvæla allar ákærur fyrir dómstólum árum saman.
Fljótt á litið virðist sagan vera að endurtaka sig.
Þeir félagar Hreiðar Már Sigurðsson, Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnendur Kaupþings og forsvarsmenn Q Iceland Finance, eru greinilega að leika sama leikinn.
"Verjendur sakborninganna þriggja óskuðu eftir því í ágúst að fá afhent afrit af öllum rannsóknargögnum málsins sem höfðu bæst við eftir afhendingu rannsóknargagna 2. júlí."
"Með bréfi 17. ágúst kröfðust verjendur þess, að héraðsdómur úrskurðaði um skyldu saksóknara til að afhenda sér afrit af skýrslum á hljóð- og mynddiski af öðrum sakborningum og vitnum í málinu."
Takið eftir dagsetningunum.
Þessu höfnuðu reyndar bæði Héraðsdómur og Hæstiréttur.
Það verður fróðlegt að sjá hver mótleikur þeirra þremenninga verður.
Þar til næst.
![]() |
Skýrslur vegna rannsóknar á Q Iceland Finance ekki afhentar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2009 | 20:57
Skipast veður í lofti...
...en ég undra mig á vinnubrögðum ríksskattstjóra.
Einn daginn er allt "lok lok og læs"en þann næsta logar græna ljósið.
Það skyldi þó aldrei vera að bloggheimar hafi haft áhrif?
Samanber "Að undanförnu hefur verið til umfjöllunar á opinberum vettvangi ósk forráðamanns IT Ráðgjafar- og hugbúnaðarþjónustu ehf. um að fá aðgang að gagnagrunni fyrirtækjaskrár."
Hvur veit.
Þar til næst.
![]() |
Ríkisskattstjóri veitir aðgang |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)