Færsluflokkur: Dægurmál

Fengu útrásarvíkingarnir syndaaflausn á Hólum?

 

Allir þeir sem mesta ábyrgð bera á hruni bankanna ættu að biðja þjóðina afsökunar á því mikla tjóni sem þeir hafa valdið. Þetta kom fram í hátíðarræðu Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra á Hólum í gærdag.

Svo mörg og fögur voru þau orð.

"Ekki væri verra ef þeir kæmu með þann auð sinn sem eftir væri og legðu hann í púkkið til að bæta tjónið."

Hvað er eiginlega í gangi hjá fjármálaráðherra?

Ég á ekki von á því að "útrásarvíkingarnir" komi til með að standa í biðröð "til að leggja í púkkið".

 Þá spurði hann hvort ekki hlyti að vera von á afsökunarbeiðni frá þeim sem einkavæddu bankann og bankastjórum, bankaráðsmönnum og eigendum. Þeir hefðu með atferli sínu valdið þjóðinni ómældu tjóni og sálarangist.

Það sem veldur þjóðinni "ómældu tjóni og sálarangist" í dag er getuleysi stjórnvalda og þá er sama í hvaða horn er litið.

Í dag, tæpu ári eftir bankahrunið, leika þeir fjárglæframenn sem gerðu íslensku þjóðina gjaldþrota enn lausum hala.

Og Steingrímur bíður eftir afsökunarbeiðni.

Íslenska þjóðin vill miklu meira en afsökunarbeiðni.

Hún vill réttlæti.

Hún vill að sömu refsilög nái yfir þessa menn og skinkuþjófa.

Alheimur veit hverjir eigendur Landsbankans voru. Alheimur veit líka hverjir bera ábyrgð á IceSave reikningunum.

Alheimur veit líka hversu djúpt spillingin ristir hérlendis og að þær fálmkenndu tilraunir sem gerðar eru til að klóra yfir óþverrann hafa það eitt í för með sér að það er hlegið enn meir að okkur.

Skellihlegið.

Falleg og hugnæm ræða hefur ekkert að segja, jafnvel þó hún sé flutt úr Hólakirkju.

Íslenska þjóðin krefst aðgerða.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Bíður eftir afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brasilískur glæpamaður sækir um hæli á Íslandi.

 

Lýtalæknirinn Hosmany Ramos sem árið 1981 var dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir flugvélaþjófnað, bifreiðasmygl og morð  ætlar að fara fram á pólitískt hæli á Íslandi. Hann segist óttast um líf sitt í Brasilíu og biðlar til íslenskra stjórnvalda að sýna máli sínu skilning.

Maðurinn hefur augljóslega verið búinn að kynna sér refsilöggjöfina hérlendis.

Hér er jú sannkallað Gósenland fyrir stórglæpamenn sem leika hér enn lausum hala og hafa sig í frammi tæpu ári eftir að þeir gerðu þjóðina gjaldþrota.

Heyr heyr.

Lengi lifi Ísland og íslensk réttvísi.

Þar til næst.

 

 

 


Litlar 250 millur.

 

So what.

Lögfræðistofa Reykjavíkurhefur hætt að vinna innheimtustörf fyrir skilanefnd Landsbankans gagnvart Exista og hefur skilað inn umboði sínu til skilanefndarinnar. Með þessu vill stofan skapa frið um störf skilanefndarinnar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá stofunni.  

Einstaklega athyglisvert.

     Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum var Lögfræðistofa Reykjavíkur með innheimtusamning fyrir skilanefndina gagnvart Exista. DV greindi frá því að stofan gæti tekið 250 milljónir króna í þóknun á grundvelli samningsins, en Lárentsínus Kristjánsson, einn eigenda Lögfræðistofu Reykjavíkur, er formaður skilanefndar Landsbankans.

Kallast þetta ekki að sitja beggja megin borðsins?

Eftir að málið kom upp í fjölmiðlum sendi skilanefndin frá sér tilkynningu þar sem fram kom að Lárentsínus hefði vikið sæti þegar innheimtusamningurinn kom til umfjöllunar í nefndinni.

Þessi litla málsgrein toppaði alla fréttina.

Eftir að málið kom upp í fjölmiðlum..., þessi stutta setning segir ótrúlega mikið.

Og Lárentsínus kallinn brá sér frá.

Hvert fór hann?

Á klóið?

Út að reykja?

Var hann kannski í gemsa sambandi við skilanefndina allan tímann?

Það fer ekki leynt lengur að spillingin teygir sig víðar en jafnvel mig hefði nokkru sinni órað fyrir.

Þó kalla ég ekki allt ömmu mína.

Hvað skyldi nú hafa orðið af öllum kosningaloforðunum?

Ég spyr eins og óttalegur kjáni. Auðvitað hafa þau fokið út um gluggann strax eftir kosningar, rétt eins og hjá forverum núverandi ríkisstjórnar.

Maður verður víst að vera bjartsýnn. ( Helv.... fo..... fo...)

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

    

 


mbl.is Ekki lengur fyrir skilanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullfiskaminnið.

 

Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður og vinur hans Fredrich Mishkin fóru saman á hreindýraveiðar á Austurlandi fyrir nokkrum dögum. Tvímenningarnir drápu eina kvígu við þriðja mann samkvæmt Tryggva Þór.

Hann man það þó. Lofsvert.

Veiðifélagarnir Tryggvi Þór og Mishkin, sem báðir eru doktorar í hagfræði, skrifuðu saman fræga skýrslu fyrir Viðskiptaráð Íslands  árið 2006 þar sem þeir komust að þeirri niðurstöðu að líkur á efnahagskreppu á Íslandi væru ekki miklar. Skýrsla Tryggva og Mishkins gengur undir nafninu „hvítþvottarskýrslan“ meðal kunnugra því þar voru færð rök fyrir því ekki steðjaði mikil hætta að íslensku efnahagslífi.

Annað kom hins vegar á daginn.

Upplýst hefur verið í Wall Street Journal að Mishkin fékk 135 þúsund dollara, eða rúmlega 17 milljónir króna, fyrir að skrifa skýrsluna. Tryggvi segist aðspurður ekki muna hvað hann fékk greitt fyrir skýrsluna.

Ég fékk eitthvað greitt en ég bara man ekki hvað það var mikið. Þetta voru hins vegar engar stórar upphæðir,“ segir Tryggvi og bætir því við að hann hafi ekki orðið ríkur maður fyrir vikið.

Hmmm.

Tvennt er það sem öruggt er í  þessum heimi, við eigum öll eftir að deyja og ef Tryggvi garmurinn Þór þjáist af minnisleysi þá er ég þess fullviss að "Skattmann" nú eða jafnvel Fjármálaeftirlitið geti hresst upp á minnið hjá honum, svo fremi hann hafi talið rétt fram.

Ef hann hefur þá ekki gleymt því.

Dapurlegt þegar menn á besta aldri eru farnir að þjást af minnisleysi.

Þar til næst.

 

 

 

 

 


Hvað hangir á spýtunni?

 

Eftir allt það sem á undan er gengið hélt ég mig vera hættan að kippa mér upp við fréttir í þessum dúr.

Svo ég skýri nú mál mitt ögn betur þá byrja ég daginn á að sjæna mig, fóðra kattargarminn og því næst kemur svo kaffibollinn (bollarnir ) áður en ég legg til atlögu við tölvuna og fréttasíðurnar til að lesa um nýjustu hörmungarnar sem hafa dunið á okkur.

Það er jú ekkert annað en neikvæðar fréttir sem blasa við mér í hvert sinn sem ég fer á netið.

Þess vegna tek ég svona frétt með fyrirvara.

Ég get hreinlega ekki áttað mig á þessum sinnaskiptum í herbúðum Nojaranna.

En nú er bara að bíða og sjá hverju framvindur.

Þar til næst.

 

 

 


mbl.is Stjórnin gagnrýnd fyrir hörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn tekinn vegna metráns.

 

Tveir vopnaðir menn, klæddir í sitt fínasta púss, gengu sallarólegir inn í skartgripaverslunina Graffs á Neww Bond stræti í gær og komust undan með 43 skartgripi. Þeir virðast hafa vitað nákvæmlega hvað þeir áttu að taka því fengurinn er metinn á 40 milljónir punda, eða um 8,4 milljarða íslenskra króna.

Það er bara sona!

Hérlendis stela menn hundruðum milljarða og komast upp með það.

Sosum engin furða.

Það eina sem stjórnvöld virðast gera er að vernda þá ríku gegn þeim fátæku.

Hvað varð um Hróa Hött?

Hvernig skyldi standa á því að þegar Fjármálaeftirlitið hendir einum út úr skilanefnd þá er hinn sami ráðinn næsta dag?

Hvað skyldu svo höfðingjarnir hafa í laun í skilanefndinni?

Af hverju er svo verið að tala um ríki í ríkinu?

Af hverju í fj....... er ekki löngu búið að hreinsa út úr fjósinu?

Eiga þessir gaurar kannski hauk í horni innan ríkisstjórnarinnar?

Já, þær eru margar spurningarnar sem við-verkafólkið þið vitið, fólkið sem þrælar daginn út og daginn inn til að halda elítunni uppi- fáum aldrei svör við.

Þvílíkur bölvaður djöf...... viðbjóður.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Hver lýgur að hverjum?

 

 Í viðtali við  rússnesku fréttastofuna Prime Tass þann 28. október segir Dimitry Pankin,  aðstoðarfjármálaráðherra Rússa ,að lánveiting til Íslands hafi í upphafi ekki verið hugsuð sem aðstoð vegna fjárhagsaðstæðna hér á landi. Frekar hafi verið talið að lánið væri góður fjárfestingakostur. Á þessum tíma, þegar viðtalið er tekið, hafi aðstæður á Íslandi breyst gríðarlega.

Góður fjárfestingarkostur?

Í hverju skyldu nú Rússar vilja fjárfesta hérlendis?

Björg-úps- sorry.

Bjórverksmiðjum?

Varla.

Í sjávarútvegi?

Kannski.

Það eru jú auðlindir hér fyrir norðan okkur.

Í, jah, peningaþvottavélum?

Hver veit.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Enginn hafnaði láni Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hlæja? Að gráta?

 

Heimildin til að frysta eigur "útrásarvíkinganna" hefur verið til í ómunatíð.

Hvað er þá verið að babbla núna?

Hvað með kúlulánþegana sem enn sitja í bönkum og enn halda um stjórnvölinn?

Hvað með þá sem enn sitja á þingi?

Hvernig væri að stjórnvöld reyndu að hunskast til að vakna af Þyrnirósarsvefninum, brettu upp ermarnar og færu að gera eitthvað róttækt í stað þess að mata okkur óbreyttan almúgann á einhverju innihaldslausu kjaftæði?

Hverjum er verið að hlífa?

Hvað er verið að fela?

Hvenær getum við Íslendingar gengið á erlendri grund án þess að þurfa skammast okkar fyrir þjóðernið?

Það er jú enn skellihlegið að okkur hvert sem við förum.

Í öllum siðmenntuðum löndum væri löngu búið að setja fjárglæframennina á bak við lás og slá.

En hérlendis?

Nei og nei.

Íslenska refsilöggjöfin er greinilega hönnuð til þess að dæma skinkuþjófa.

Það koma þær stundir að ég sárskammast mín fyrir þjóðerni mitt.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Heimild til að kyrrsetja eignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löngu tímabært.

 

Þetta er eitt það jákvæðasta sem ég hef frétt síðan 8. okt.2008.

Nú kemst vonandi skriður á málin.

Skyldi jörðin ekki vera farin að volgna undir fótum einhverra?

Nú bjarga engin skyldleika eða vinatengsl.

Það er nú einu sinni svo með spillinguna hér á landi að hún ristir ansi djúpt.

Ég bíð spenntur eftir framhaldinu.

Þar til næst.

 


mbl.is Bretar bjóða aðstoð við rannsókn á bankahruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave og aftur Icesave.

 

Það var fróðlegt að fylgjast með Kastljósinu í kvöld.

Steingrímur var beinskeyttur að vanda og svaraði stjórnanda þáttarins skýrt og skorinort eins og honum einum er lagið.

Þó fannst mér skorta á eitt.

Það var aldrei minnst einu orði á þá óráðsíumenn sem stofnuðu til Icesave skuldanna.

Af hverju ekki?

Af hverju eru þeir ekki látnir svara til saka?

Nú er Björgólfur eldri búinn að lýsa sig gjaldþrota en hvað varð um eignirnar?

Einhverjar hljóta þær að hafa verið.

Voru þær kannski fluttar á soninn?

Þær eru ansi margar spurningarnar sem enn er ósvarað.

Kannski fáum við óbreyttur almúginn aldrei svör.

Við borgum bara brúsann.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband