Færsluflokkur: Dægurmál

Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ekki á leið í samstarf.

Geir H. Haarde segir að langt sé í að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fari aftur saman í samstarf. Þetta kom fram í spjalli Geirs við Sölva Tryggvason á Skjá einum nú í kvöld. Geir sagðist biðjast afsökunar á öllum þeim mistökum sem hann hefur gert.

„Þetta með afsökunarbeiðnina er svolítið flókið mál. Ég ber auðvitað ábyrgð á öllum þeim mistökum sem ég hef gert og þau eru sjálfsagt mörg. Ég get beðist afsökunar á því," sagði Geir en mistök annarra svosem einkaaðila og aðila erlendis frá gæti hann ekki borið ábyrgð á.

"Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að svara því heldur verða menn að leita að því hvar ábyrgðin liggur í málinu. Það er nú sérstaklega verið að rannsaka það núna og mér þykir miður að þetta skyldi gerast og það finnst öllum."

Geir sagði að fyrir kosningarnar 2007 hefðu allir flokkar verið ánægðir með það sem var að gerast í bankaheiminum og enginn hefði sagt neitt.

Mér finnst þetta komi ansi seint fram.

Fyrrverandi forsætisráðherra svaf á verðinum rétt eins og alltof margir aðrir.

Úr því hann lýsir því yfir að hann beri ábyrgð á öllum þeim mistökum sem hann hefur gert, því er hann þá ekki dreginn til ábyrgðar?

Þar til næst.


Þurfa líklega að afskrifa tveggja milljarða lán til lykilstarfsmanna Baugs.

Andri Ólafsson skrifar:

Kaupþing þarf að öllum líkindum að afskrifa tæplega tveggja milljarða króna lán til félags í eigu lykilstarfsmanna Baugs. Sama félag lánaði lykilstarfsmönnunum þrjá og hálfan milljarð króna. BGE er eignarhaldsfélag í eigu eigenda og lykilstarfsmanna Baugs.

Stærstu hluthafarnir eru Jón Ásgeir Jóhannesson fyrrverandi starfandi stjórnarformaður Baugs, Gunnar Sigurðsson forstjóri, Stefán Hilmarsson fjármálastjóri og Skarphéðinn Berg Steinarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Baugs.

Félag þeirra fékk lán frá Kaupþingi með veði í tæplega 2,4 prósenta eignarhlut í Baugi. Lánið var um 1, 4 milljarðar árið 2007 en stendur nú í tæpum tveimur milljörðum en veðið er verðlaust því Baugur var tekinn til gjaldþrotaskipta í síðustu viku.

BGE á engar aðrar eignir til að standa straum af láninu og Kaupþing neyðist því að öllum líkindum til að afskrifa það. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort að lánið liggi í gamla eða nýja Kaupþingi.

Í rekstarreikningi BGE kemur meðal annars fram að félagið lánaði hluthöfum sínum um þrjá og hálfan milljarð í formi skuldabréfa en félagið var rekið um kaupréttakerfi starfsmanna Baugs.

Áfram heldur svínaríið.

Þar til næst.

 


Sparðatínsla.

Allt er nú hægt að tína til.

Grétari Mar ætti að vera fullkunnugt um að það eru mörg mál sem bíða afgreiðslu á stuttum tíma og þar fyrir utan er það ekki í verkahring sjávarútvegsmálaráðherra að fjalla um mögulegar bótagreiðslur.

Þegar Grétar nefnir að hér sé um að ræða 14 til 15 mánaða gamalt mál þá spyr ég: Því í ósköpunum hefur hann ekki borið málið upp fyrr?

Hvað varðar þessa 13 til 14 milljarða sem fara skulu í tónlistarhúsið,( þó ég skilji ekki samhengið þarna á milli ), þá er því til að svara að þessi kostnaður er bara hluti af því sem hann gæti orðið ef hætt yrði við framkvæmdir nú og í rauninni byrjað á núll punkti að nýju.

Ekki má heldur gleyma þeim störfum sem skapast við áframhaldandi byggingu tónlistarhússins.

Þar til næst.


mbl.is Tekist á um mannréttindamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallin á mætingu?

Fyrir hvað fær þetta fólk laun?

Á sama tíma og allt er að fara til helvítis þá láta háæruverðugir ( ? ) þingmennirnir ekki svo lítið að mæta til vinnu.

Hvar var mannskapurinn?

Sat liðið kannski að spilum?

Hvaða flokksfulltrúar voru hér að verki?

Þar til næst.

 

 


mbl.is Ekki nógu margir í þingsalnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tiltekt.

Enn og aftur ítreka ég það sem ég hef áður sagt, styðjum Evu og hennar lið .

Það sem ég hræðist þó mest er hversu djúpt spillingin hefur grafið um sig.

Rétt eins og krabbameinsæxli sem byrjar eins og lítið ber.

Nú er um það bil hálft ár liðið frá bankahruninu, ekkert var gert og það er hægt að fela mikið á hálfu ári.

Ég veit að ég tala fyrir hóp óánægðra Íslendinga þegar ég segi nú er nóg komið.

Skyldi nokkur hlusta?

Þar til næst.


mbl.is Eva Joly hreinsar út á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að drekka eða ......

Flokkast svona heimilisiðnaður ekki undir sjálfsbjargarviðleitni?

Þar til næst.


mbl.is Bruggarar játuðu sök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ekki við um mig segir Þorgerður.

Þrír einstaklingar sem Sigurður Einarsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, nefndi í Fréttablaðinu í gær vegna leka á trúnaðargögnum úr Kaupþingi, vilja ekki kannast við að vera fórnarlömb slíks trúnaðarbrests.

„Þetta er að minnsta kosti ekki rétt gagnvart mér," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri vefritsins Pressunnar og fyrrverandi ritstjóri Markaðarins á Fréttablaðinu, segist ekkert vilja tjá sig um fullyrðingar Sigurðar. Fjallað hefur verið í fjölmiðlum um málefni Caramba sem er fjárfestingarfélag Björns Inga og eiginkonu hans. Félagið átti hlutabréf í Existu, aðaleiganda Kaupþings.

Einnig hefur verið rætt um fjárhag Lúðvíks Bergvinssonar, formanns þingflokks Samfylkingarinnar. „Ég hef aldrei átt viðskipti við Kaupþing. Umræða af þessum toga hlýtur að undirstrika að rannsókn á þessu bankahruni verði hraðað," segir Lúðvík.

Þá ætti þetta að vera á hreinu.

Þrátt fyrir ólíkar stjórnmálaskoðanir hef ég mikla trú á Þorgerði Katrínu. Þar er á ferðinni kona sem ekki er þekkt fyrir að fara með fleipur.

Ég þekki ekkert til Lúðvíks Bergvinssonar, en þar sem hann kannast ekki við að hafa átt viðskipti við Kaupþing hlýt ég að trúa honum, þar til og ef, annað kemur í ljós.

Björn Ingi neitar að tjá sig.

Gott og vel.

Nú sjáum við til.

Þar til næst.

 


Birtir auglýsingu til að krefjast peninga frá Singer & Friedlander.

Staðarblaðið Manchester Evening News hefur sett af stað herferð til þess að krefjast þess að Christie spítalinn fái endurgreiddar 6,5 milljónir punda, eða rúmlega einn milljarð íslenskra króna, sem tapaðist þegar að Singer & Friedlander banki Kaupþings féll í október.

Gordon Brown forsætisráðherra Breta var spurður út í herferðina á föstudaginn. „Ég mun skoða þetta mjög vandlega. Ég myndi vilja að íslensk yfirvöld gætu greitt til baka peningana. Við erum í samningaviðræðum við þá um það," sagði Gordon Brown.

Af hverju eiga íslensk stjórnvöld að borga brúsann?

Var ekki S & F bankinn í einkaeign?

Á að bæta einni skuldinni enn á, nú þegar, slignar og slitnar herðar hins íslenska almúga?

Þar til næst.


Að klaga eða klaga ekki.

Fyrrverandi bankastjórinn og núverandi atvinnuleysinginn, Sigurður Einarsson, ( skyldi hann ekki vera kominn á atvinnuleysisbætur? ) segir farir sínar ekki sléttar í bréfi sem hann hefur sent Ragnari Hafliðasyni, settum forstjóra FME, og spyr hvað hann hyggist gera vegna meints stulds á trúnaðargögnum úr Kaupþingi sem svo hafi verið notuð til fréttaflutnings í Mbl.

Það liggur í augum uppi að hér eru að verki óprúttnir og vondir menn sem ætla sér að hrekkja Sigga litla.Crying

Stolin trúnaðargögn?

Hugsið ykkur.Angry

Ekki nóg með það, heldur er ósvífnin svo takmarkalaus að þrír einstaklingar hafa verið nafngreindir.

Fyrr má nú vera.Shocking

Þó svo að Þorgerður Katrín sverji og sárt við leggi að henni hafi alls ekki verið hótað þá ber að hafa það sem sannara reynist.

Ekki rétt?

Ef satt reynist að eigendur og aðrir tengdir aðilar Kaupþings hafi lánað sjálfum sér litla 500 milljarða króna þá finnst mér engin ástæða til þess að vera með hávaða og læti út af því. Ég meina annað eins hefur nú gerst.

Sigga kallangann hefur kannski vantað einhverja aura til að ljúka við sumarbústaðakrílið  þarna einhversstaðar í Borgarfirðinum og það er ofur skiljanlegt að hann vilji í það minnsta gera kofann fokheldan.

Við vitum jú hvernig vetrarveðráttan getur farið með hálfbyggð hús jafnvel þó það séu bara smá sumarbústaðir.

Nei góða fólk. Svona framkoma á ekki að líðast neinum.

Ég tek undir orð hans þar sem hann segir að trúnaður um persónuleg fjármál fólks sé grunnforsenda þess að hægt sé að hafa fjármálakerfi á Íslandi.Halo

Þar til næst.

 


Skiptastjóri Baugs skráði húsið á konuna rétt eftir hrun!

Erlendur Gíslason, lögmaður á Logos og nýskipaður skiptastjóri þrotabús Baugs, skráði einbýlishús sitt á Seltjarnarnesi á eiginkonu sína Kristjönu Skúladóttur 10. nóvember síðastliðinn. Þau höfðu þá verið skráð saman fyrir húsinu í hartnær tíu ár eftir því sem fram kemur hjá Fasteignamati ríkisins.

Erlendur og Kristjana keyptu einbýlishúsið að Bollagörðum 24 í júnímánuði 1998. Ekki hefur náðst í Erlend Gíslason þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Erlendur er ekki eini Íslendingurinn sem skráð hefur hús sitt á eiginkonu sína á þeim mánuðum sem liðnir eru frá bankahruninu. Sjö Kaupþingsforkólfar skráðu hús sín á eiginkonur sínar, bæði rétt fyrir og eftir bankahrunið. Forstjórar á borð við Sigurð Valtýsson og Erlend Hjaltason hjá Exista gerðu slíkt hið sama sem og Matthias Johannessen, fjármálastjóri Salt Investments og nágrannni Erlends Gíslasonar í Bollagörðum.

Þetta er ofvaxið skilningi drengstaula eins og mér, en ég vil ekki heyra einhverjar útjaskaðar klisjur eins og t.d. "Rottur sem flýja sökkvandi skip."

Heimildir: Vísir 17.03.´08, kl.11.00

Þar til næst.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband