Færsluflokkur: Dægurmál
17.3.2009 | 19:43
Langþráð stund að renna upp.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að þegar séu að koma til landsins sérfræðingar sem Eva Joly lagði til að myndu aðstoða við rannsóknina á bankahruninu.
Ég vil hvetja stuðningshóp Evu Joly til að vera á flugvellinum þegar sérfræðingarnir koma og taka á móti þeim með blómum og hlýjum kveðjum.
Þar til næst.
![]() |
Fráleit bankaleynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2009 | 01:45
Saksóknari fær ekki skýrslur um gömlu bankana.
Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari sem ætlað er að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda bankahrunsins hefur sökum bankaleyndar ekki fengið aðgang að þeim gögnum sem hann telur nauðsynlegt að embætti sitt fái. Um er að ræða skýrslur endurskoðunarfyrirtækja um gömlu bankana dagana fyrir og eftir fall þeirra í október. Skýrslunar eru nú í vörslu Fjármálaeftirlitsins.
Eva Joly, sem nýverið var ráðin sem ráðgjafi við rannsókn á bankahruninu, gagnrýndi bankaleyndina í viðtali í norska sjónvarpinu á föstudaginn og sagði hana fáránlega. Það væri óskiljanlegt að Fjármálaeftirlitið teldi sig ekki geta afhent gögnin.
Embætti sérstaks saksóknara óskaði eftir skýrslunum formlega 13. febrúar en áður hafðu verið leitað eftir upplýsingum úr þeim. Ítrekunarbréf var sent 25. febrúar.
Formlegt svar frá Fjármálaeftirlitinu hefur ekki enn borist. Fréttablaðið hafði eftir Gunnari Haraldssyni, stjórnarformanni Fjármálaeftirlitsins, á fimmtudaginn að verið væri að vinna í málinu og að sérstakur saksóknari fá skýrslurnar síðar.
Hvur andskotinn er í gangi?
Hvað er verið að fela núna?
Gera ráðamenn þjóðarinnar sér ekki grein fyrir því að við erum búin að fá nóg?
Það er fátt annað framundan en ólæti og jafnvel blóðsúthellingar ef ekkert verður að gert.
Það er enn gert stólpagrín að okkur út um allan heim. Það er fjandi skítt að þurfa spila sig norskan eða sænskan á erlendri grund, bara til þess eins að verða ekki fyrir aðkasti.
Eva Joly, sem nýverið var ráðin sem ráðgjafi við rannsókn á bankahruninu, gagnrýndi bankaleyndina í viðtali í norska sjónvarpinu á föstudaginn og sagði hana fáránlega. Það væri óskiljanlegt að Fjármálaeftirlitið teldi sig ekki geta afhent gögnin.
Nú vil ég fá að vita, á ekki að taka tillit til orða Evu Joly?
Á kannski bara að halda áfram að ljúga að okkur óbreyttum borgurum og treysta á gullfiskaminnið?
Það gengur ekki lengur!
Ég persónulega er bálreiður.
Ef einhverjir djöfuls glæpamenn hefðu ekki rústað landinu okkar þá væri ég löngu búinn að pilla mig yfir til nágrannalandsins, eina vandamálið er fjandans gengið, svo þið bara vitið það.
Það sem mér finnst þó allra sárast er að ég skuli skammast mín fyrir að vera Íslendingur.
Á meðan allt flýtur að feigðarósi þegja ráðamenn, og af hverju?
Er verið að hlífa einhverjum?
Íslenska þjóðin á rétt á því að vita hvað er að gerast því eftir allt þá erum það við sem borgum brúsann.
Ég krefst þess fyrir hönd óánægðra Íslendinga að nú fái Eva Joly að marka stefnuna og að fullt tillit verði tekið til orða hennar og hún fái alla þá aðstoð sem hún fer fram á.
Það er andsk... sárt að vita að við séum enn aðhlátursefni allra nágrannaþjóðannna og af hverju?
Þar til næst.
Dægurmál | Breytt 18.3.2009 kl. 03:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.3.2009 | 19:10
Eru þau súr?
Ætlar karlfj...... aldrei að læra að halda helv.... kjafti?
Eymingja vesalings Árni litli (!) Johnsen.
Tilvitnun í sjónvarpsfréttir Rúv.þ.15.03. kl. 19.10
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.3.2009 | 15:39
Jafnrétti?
Ég hef ekki mikið um þetta að segja annað en það að þó ég sé ekki Sjálfstæðismaður þá finnst mér synd að þessi mikilhæfa og vandaða kona skuli ekki hafa komist inn.
Það er augljóst að stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru enn við sama heygarðshornið hvað röðun á lista snertir en verði þeim að góðu. Sjálfstæðisflokkurinn kemur til með að bíða afhroð í kosningunum í vor.
Þar til næst.
![]() |
Prófkjörið kostaði 442 þúsund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2009 | 15:12
Hófsamar arðgreiðslur???
Arðgreiðsla HB Granda telst á alla mælikvarða afar hófsöm ef litið er til vaxtakjara á bankainnistæðum og ríkisskuldabréfum, segir í yfirlýsingu sem stjórnarformaður og forstjóri HB Granda sendur frá sér.
ljósi góðrar afkomu leggur stjórn HB til að greiddur verði 8% arður til hluthafa. Hagnaður af rekstri HB Granda árið 2008 nam 16 milljónum evra eða tæplega 2,3 milljörðum króna. 8% arður nemur því 184 milljónum króna.
Hvað með launahækkanirnar sem kom áttu 1. mars?
Myndu þær ekki teljast afar hófsamar á alla mælikvarða?
Svo kemur hellingur af bulli og blaðri sem enginn heilvita maður tekur mark á........
Þá segir ennfremur að félagið fagni því að hafa undanfarna mánuði getað haldið uppi fullri vinnu í fiskiðjuverum félagsins í Reykjavík og á Akranesi, enda sé efnahagslífinu mikilvægast að starfandi fyrirtækjum sé haldið í stöðugum rekstri.
Það liggur við að ég klökkni.
Hvað varð um heiðarleikann, samhygðina, siðferðið?
Auðvitað er ánægjulegt að hafa getað haldið uppi fullri vinnu hist og her, en slíkt gerist eingöngu með góðu starfsfólki sem nú hefur verið snuðað um launahækkunina sem átti að taka gildi 1. mars sl.
Hverjar voru forsendurnar fyrir slíku?
Var kannski ekki nóg afgangs undir rassinn á háæruverðugum (?) hluthöfum?
Það er augljóst að þessir menn kunna ekki að skammast sín., svo afgerandi er siðblindan.
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2009 | 13:54
Eva Joly: Bankaleynd íslensku bankanna fáránleg.
Eva sagði að yfirgnæfandi líkur væru á að stjórnendur bankanna hefðu gerst brotlegir við lög. Rannsóknin hljóti að beinast fyrst og fremst að þeim.
Eva taldi einnig líklegt að reglur hefðu verið brotnar þegar íslenskir aðilar stofnuðu félög á skattaparadísinni Tortola.
Hún sagði einnig að það væri fáránlegt að bankaleynd hvíli ennþá yfir íslensku bönkunum.
Er nú ekki kominn tími til að hlusta á konuna?
Eða er spillingin svo víðtæk að menn þori ekki að taka á málunum?
Heldur feluleikurinn áfram?
Íslenska þjóðin er löngu búin að fá nóg, nú er ekkert sem heitir.
Eitthvað verður að fara að gerast!
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.3.2009 | 00:50
Til hamingju!
Þó ég sé búsettur í Norðvesturkjördæmi þá samgleðst ég þeim konum sem hafa náð svo góðum árangri í Rvk. í dag.
Löngu kominn tími til að kvenfólkið fái að njóta sín ( nú er ég farinn að endurtaka mig en ok.)
Enn og aftur til hamingju.
Þar til næst.
![]() |
Mjög ánægð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.3.2009 | 00:40
Erfitt að fá svör hjá stjórn HB Granda.
Fréttastofa reyndi árangurslaust í dag að fá útskýringar hjá stjórn HB Granda á ákvörðun hennar um að leggja til við aðalfund félagsins að eigendum verði greiddar um 150 milljónir króna í arðgreiðslu.
Það eru um sex hundruð hluthafar í Granda, en örfáir aðilar eiga þar stærstan hlut, eða Vogun hf með 41 prósent, sem er aftur í eigu Árna Vilhjálmssonar stjórnarformanns HB Granda og Kristjáns Loftssonar stjórnarmanns í HB Granda. Annar stjórnarmaður er svo Ólafur Ólafsson en Kjalar hf, félag hans, á 33 prósent í HB Granda. Stjórnarmenn eru því að ákveða sjálfum sér arð.
Tillagan hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að almennir launamenn afsöluðu sér um 13 þúsund króna launhækkun til að koma til móts við atvinnurekendur í fjármálakreppunni. Arðgreiðslan sem stjórnin leggur til að eigendur fái í sinn vasa myndi nægja til þess að greiða öllu fiskverkunarfólki HB Granda þá launahækkun í átta ár.
Ekki náðist í stjórnarformann HB Granda, Árna Vilhjálmsson en hann er í Chile og svaraði ekki skilaboðum. Ólafur Ólafsson stjórnamaður og einn stærsti eigenda HB Granda vildi ekki tjá sig um málið. Kristján Loftsson varaformaður stjórnarinnar skellti á fréttamann þegar hann var spurður út í arðgreiðsluna.
Ætlar svínaríð og stórmennskubrjálæðið aldrei að taka enda?
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2009 | 00:29
Betra seint en aldrei.
Það er ekki oft sem mér hlýnar um gömlu slitnu hjartaræturnar, en það kom að því.
Nú bíð ég bara átekta og sé hverju framvindur því þann 1. apríl ( vonandi ekki aprílgabb ) verða undirritaðir samstarfssamningar milli Ísland og Cayman Islands ( eins og alþjóð ætti að vera kunnugt um ).
Eitt er það þó sem vefst fyrir mér. Ég kíkti á bankayfirlitið mitt frá "The Bank of America " og uppgötvaði mér til mikillar skelfingar að ég hef víst aldrei munað eftir að telja fram þessa ( 31.12.2008 ) liðlega $ 6,50.
Skyldi ég lenda í vandræðum?
Þar til næst.
![]() |
Endalok skattaskjóla? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2009 | 05:51
Þarf að leggja fram tryggingu.
Farbanni yfir Viggó Þór Þórissyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna, fellur úr gildi í kjölfar dóms Hæstaréttar í gær. Til að svo verði þarf Viggó þó að leggja fram 10 milljóna króna tryggingu.
Farbannið er það lengsta hingað til hér á landi. Viggó hefur verið í farbanni frá 13. apríl 2007, eða í samtals tæplega 23 mánuði. Viggó er grunaður um að hafa gefið út tilhæfulausar ábyrgðaryfirlýsingar að upphæð um 200 milljóna bandaríkjadala, sem samsvarar um 22 milljarða króna. - bj.
Tuttugu og þriggja mánaða farbann og enn er hann bara "grunaður".
Mér dettur helst í hug að hér hafi einhver svikist um að vinna verkin sín.
En Ok. Þetta eru bara skitnir 22 milljarðar.
Hvernig var það annars með konuna sem var handtekin fyrir að nappa einni áfengisflösku hér á dögunum?
Fékk hún sekt eða fangelsisdóm?
Þar til næst.
Dægurmál | Breytt 15.3.2009 kl. 02:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)