Færsluflokkur: Dægurmál
6.2.2009 | 12:45
Sjálfstæðismenn gagnrýna Seðlabankafrumvarp.
Birgir Ármannsson heldur áfram að rífa kjaft.
Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, talaði um nauðsyn þess að byggja upp traust á fjármálastofnunum landsins og spurði Birgi hvað tillögur hann leggi til í stað þess að tefja framgang frumvarpsins.
Ég er svo einfaldur og saklaus að halda að það renni upp sá dagur að ALLIR stjórnmálaflokkarnir sameinist með það að leiðarljósi að byggja upp nýtt Ísland í stað þess að eða tímanum í innbyrðis argaþras.
En, ynk og jammer, öll mikilvægustu málin virðast vera sett út af borðinu á meðan menn bítast um stólana.
Þar til næst.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.2.2009 | 13:56
Góðir hlutir gerast enn.
Til hamingju Klofningsmenn með þetta frábæra framtak ykkar. Það er óvenjulegt að fá svona jákvæða og góða frétt á þessum síðustu og verstu tímum.
Þar til næst.
![]() |
Klofningur færir Nígeríubúum sjón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2009 | 09:35
Heiðarleiki, kjarkur,þor.
Hvenær skyldu íslenskir stjórnmálamenn sýna þann manndóm að viðurkenna mistök sín?
Af nógu er að taka.
Þar til næst.
![]() |
Obama: Ég klúðraði þessu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2009 | 10:30
Kaldrifjaður forstöðumaður skattasviðs.
Fyrrverandi ríkisskattstjóri, Indriði Þorláksson, telur það heldur kaldrifjað að fyrrum forstöðumaður skattasviðs Landsbankans, Kristján Gunnar Valdimarsson, hafi farið með umsjón fjögurra eignarhaldsfélaga sem öll eru skrásett á karabísku eyjunni Tortola.
Mér finnst þetta bera merki þess að þarna sé verið að sniðganga skattinn," segir Indriði sem spyr einnig hver tilgangurinn hafi verið með því að leyna eignarhaldi félaganna með þessum hætti. Indriði telur að með viðskiptunum hafi myndast gengishagnaður og að öllum líkindum hafi einnig myndast skattskyldar tekjur. Þar sem félögin voru skráð á Tortola eyjunum þá þurfa félögin ekki að borga skatt, heldur eingöngu 300 dollara endurnýjunargjald. Það eru rúmar 34 þúsund krónur.
Indriði veltir því fyrir sér hver hafi síðan fengið hagnaðinn af þessum viðskiptum, hvort hann hafi runnið í sama félag. Aðspurður þykir honum ekki ólíklegt, þó hann vilji ekki slá því á fast, að bankinn hafi leyst hagnað þessara viðskipta til sín.
Þá vitum við það.
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.2.2009 | 09:24
Góðgerðarfélög notuð eða misnotuð í skattaskjólum.
Góðgerðarsamtök hafa á stundum verið fengin til að vera skráð eigendur (beneficial owner) félaga eða sjálfseignarsjóða í skattaskjólum. Það er líka þekkt að slík félög hafi verið skráð eigendur án vitneskju forsvarsmanna félaganna.
Í frétt í Morgunblaðinu í gær kom fram að Rauði krossinn hefði verið skráður eigandi (beneficial owner) sjálfseignarsjóðsins Aurora, sem síðan átti félagið Zimham. Það félag átti hlutabréf í Landsbankanum á móti kaupréttum starfsmanna.
Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst er það Rauði krossinn í Panama eða Guernsey sem um ræðir.
Skyldi vera mögulegt að frysta inneign sjóðsins áður en henni verður komið í annað skattaskjól?
Spyr einn fáfróður.
Þar til næst.
![]() |
Góðgerðarfélög notuð eða misnotuð í skattaskjólum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2009 | 02:46
Glitnir og Landsbanki: Ný skipurit sama fólk.
Kröfur hafa verið um að stokkað verði upp í lykilstöðum í nýju ríkisbönkunum og hefur það verið harðlega gagnrýnt að sama fólkið gegni sömu stöðum fyrir og eftir hrun.
Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaupþings, hefur gengið hvað harðast fram í skilum milli nýja og gamla Kaupþings með því að segja upp nokkrum af lykilstarfsmönnum bankans. Til slíkra skila hefur ekki komið í nýja Glitni og Landsbanka.
Þó að töluverðar breytingar hafi orðið á skipuriti Landsbankans þá er í flestum tilvikum um að ræða tilfærslu í starfi. Framkvæmdastjóra rekstrarsviðs var vikið úr starfi í tengslum við rannsókn á 100 milljóna króna millifærslu inn á hans persónulega reikning. Þá hafa framkvæmdastjórar einkabanka, eignastýringar og alþjóðasviðs hætt störfum og sviðin verið lögð niður
Ársæll Hafsteinsson var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og bar ábyrgð á lánaeftirliti situr nú í skilanefnd gamla Landsbankans. Elín Sigfúsdóttir, bankastjóri Nýja Landsbankans, mun láta af störfum í bankanum en hún var áður framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs.
Það er nú ekki oft sem ég verð kjaftstopp.
Þar til næst.
Dægurmál | Breytt 3.2.2009 kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2009 | 02:27
Búferlaflutningar.
Að sögn Gunnars Sigurðssonar, forstjóra Baugs, er verið að laga starfsemi Baugs Group að breyttum aðstæðum. Stærstur hluti eigna félagsins sé í Bretlandi en engar eignir á Íslandi. Baugur hafi tilkynnt sumarið 2008 að starfsemin yrði færð frá Íslandi. Baugur Group rekur verslanir í Bretlandi og Danmörku.
Engar eignir á Íslandi? OK! En hvað með skuldir?
Hvernig er hægt að eignast villu í dýrasta hverfi New York borgar fyrir litla þrjá milljarða og já, hvað kostaði snekkjan?
Vill einhver lesandinn vera svo vænn að leiðbeina mér í þessum málum?
Þannig er mál með vexti að ég hef fullan hug á að eignast sumarbústað, bara kríli, ekki yfir tvö hundruð fermetra, (lóðarplássið er ekki mikið ), en sem öryrki í íslenska velferðarþjóðfélaginu á ég ekki bót fyrir boruna á mér. Vonast eftir góðum ráðum.
Þar til næst.
![]() |
Baugur lokar skrifstofu á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2009 | 02:06
Vel unnin störf?
Fyrirsögnin segir allt sem segja þarf.
Var nokkur að tala um hræsni, eða er alltaf treyst á gullfiskaminnið hjá landanum?
Þar til næst.
![]() |
Geir þakkar stjórum Seðlabanka vel unnin störf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2009 | 02:01
Sukk og svínarí?
Ætlar svínaríið aldrei að taka enda?
Hvað varð af öllum ofurlauna bankastjórunum sem réttlættu laun sín með stórum yfirlýsingum um þá miklu ábyrgð sem þeir bæru?
Svo ég tali nú í fúlustu alvöru, er ekki kominn tími til að hefjast handa og smíða (fjöldaframleiða) gapastokka og setja upp á Lækjartorgi, nú eða Austurvelli?
Þar til næst.
![]() |
Félag frá Tortola geymdi bréf fyrir Landsbankann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.2.2009 | 23:41
Kvótakerfið.
Þetta lofar góðu, ef eitthvað verður með efndir. Ég, sem fyrrverandi sjómaður -ásamt mörgu öðru - er hlynntur öllum breytingum sem gætu stuðlað að aukinni gjaldeyrisöflun.
EN, hvað með kvótagreifana???
Þar til næst
![]() |
Meiri afli unninn heima |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 2.2.2009 kl. 02:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)