Færsluflokkur: Dægurmál

Athyglisvert.

 

Íslendingar kaupa helming í flugfélagi.

Meðal fjárfestanna eru tveir Íslendingar.Um er að ræða þá Phil Wyatt, stofnanda XL, Halldór Sigurðarson, fyrrum fjármálastjóra félagsins og Magnús Stephensen, sem var í stjórn XL. Félagið BPI Iceland Ltd., sem er dótturfélag  fjárfestingarfélags Black Pearl Investments, hefur keypt 50% hlut í Viking.

Blaðið segir að Magnús hafi staðfest þetta. Áformað er að Viking muni sjá um  sólarlandaflug milli Bretlands og suðurhluta Evrópu í sumar. Félagið hefur gert samning við flugfélagið Meridian Aviation, sem er í eigu Jim Wyatts, bróður Paul Wyatts.

Meridian hefur nýlega gert flugsamning við Kiss Flights. Það félag er rekið af  Paul Moss, fyrrum stjórnarmanni í Freedom Flights, sem var dótturfélag XL Leisure.

Independent segir að afar ólíklegt sé, að kröfuhafar í þrotabú XL Leisure fái nokkuð upp í kröfur sínar.

XL Leisure var áður í eigu Avion Group, áður Eimskips. Félagið var selt árið 2006 en ábyrgðir upp á 26 milljarða, sem Avion veitti vegna lána við söluna, féllu á Eimskip við gjaldþrot XL í fyrra.

Verður maður ekki að vera bara jákvæður og vona að þetta sé"alvörufyrirtæki" sem á eftir að ganga?

Þar til næst.                  

 

 


mbl.is Íslendingar kaupa helming í flugfélagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný ríkisstjórn.

Til Hamingju Jóhanna !
mbl.is Jóhönnustjórnin tekur við undir kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blankheit?

Dorrit Moussaief forsetafrú vakti athygli í flugvél Icelandair á leið til Lundúna í morgun af þeim sökum að hún sat á almennu farrými.

 

Bankamennirnir Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson hafa að sama skapi ferðast á almennu farrými samkvæmt öruggum heimildum Vísis. W00t

Er farið að þrengjast í búi hjá smáfuglunum, eða er þetta sýndarmennska?

Þar til næst.


Undirboð?

Það væri nú að bíta höfuðið af skömminni að fara undirbjóða Færeyinga í störfum sem slíkum,( sjá tilvitnun i frétt Mbl.), svo vel sem þeir hafa reynst okkur.

"  Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks sem átti lægsta tilboðið í viðgerðina á Landssjúkrahúsinu, taldi að um misskilning sé að ræða. Hann er nýkominn frá Færeyjum"

  " Byggðist hagstætt tilboð ÞG Verks á því að vera með ódýrara vinnuafl en Færeyinga?"

„Það byggðist að hluta til bæði á því að geta nýtt vinnuframlag og sérfræðivinnu að einhverju leyti frá Íslandi,“ sagði Þorvaldur. Fyrirtæki hans er með starfsemi í Færeyjum og á þar systurfélög."

Nú er að sjá hvað setur.


mbl.is Óttast ódýrt vinnuafl frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seint ætlar látunum að linna.

Kosningar í vor auka ekki tiltrú á íslenskt efnahagslíf.

Kosningar á Íslandi í vor munu lítil áhrif hafa á erlenda fjárfesta og tiltrú þeirra á íslenskt efnahagslíf og krónuna.

Vandræði Íslendinga hafa lítið með pólitík að gera," segir Chris Turner, sérfræðingur hjá ING í Bretlandi. Hann segir stjórnmálin á Íslandi vera aukaatriði frá sjónarmiði viðskiptaheimsins.

Meira máli skipti hvort gjaldmiðillinn nái sér og skapi trúverðugleika. „Þrátt fyrir lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og aðgerðir því tengdar er enn of snemmt að segja til um hvort krónan nái sér," segir Turner.

Annar sérfræðingur, Michel Ganske hjá Commerzbank, segir óheppilegt að stjórnmálaástandið skuli vera eins óstöðugt og fréttir síðustu daga gefi til kynna. „Þetta er ekki góður tímapunktur fyrir þá að vera með alvarlega veikan forsætisráðherra og nýjar kosningar," segir hann.En landið er augljóslega þegar komið í erfiða stöðu. Það er ekki eins og um sé að ræða ríkisstjórn sem hafi notið gríðarlegrar velgengni og sé nú að missa óskoraðan leiðtoga,"

En svo kemur ljósglætan í myrkrinu:

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fyrrverandi stjórn Glitnis banka til að greiða Vilhjálmi Bjarnasyni 1,9 milljónir króna í bætur vegna þess að Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri bankans, seldi bankanum hlutabréf á yfirverði, sem öðrum hluthöfum bankans bauðst ekki.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu, að stjórn Glitnis hafi hvorki gætt hagsmuna bankans né hluthafa þegar hún gekk frá kaupum á hlutum Bjarna Ármannssonar á yfirverði. Stjórnin hafi einnig mismunað  hluthöfum bankans. Henni hafi borið að sýna ráðdeild við meðferð eigna bankans en það hafi hún ekki gert í þessu tilfelli. Hafi stjórnin bakað sér skaðabótaábyrgð með þessari samningsgerð og beri að greiða Vilhjálmi bætur.

Vilhjálmur byggði bótakröfu sína á því, að honum hafi ekki verið gefinn kostur á því að selja bankanum hlutabréf sín á genginu 29, eins og Bjarni fékk, og kaupa þau aftur á genginu 26,66 sem var markaðsgengi bréfanna þennan dag.

Svo kemur hér rjómatoppurinn oná tertuna: Fyrrum stjórn Glitnis áfrýjar dómi!

Í yfirlýsingu, sem stjórnarmennirnir fyrrverandi hafa sent frá sér segjast þeir telja niðurstöðu héraðsdóms í grundvallaratriðum ranga og ekki í samræmi við þær réttarreglur sem gildi á sviði félaga- og skaðabótaréttar. Kaup bankans á umræddum hlutabréfum hafi að auki verið innan samþykkta hluthafafundar bankans.

„Við erum þess fullviss að dómnum verður hnekkt í Hæstirétti," segir í yfirlýsingunni. 

Hmmm!

Í stjórn Glitnis sátu á þessum tíma Þorsteinn M. Jónsson, Björn Ingi Sveinsson, Haukur Guðjónsson, Jón Sigurðsson, Katrín Pétursdóttir, Pétur Guðmundarson og Skarphéðinn Berg Steinarsson.

Það skyldi þó aldrei vera að hengingarólin sé farin að þrengja að ofur viðkvæmum hálsum einhverra?

Þar til næst.


mbl.is Fyrrum stjórn Glitnis áfrýjar dómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn.

Það væri að bera í bakkafullan lækinn að fara að blogga um Geir H. Fleiri hundruð manns hafa nú þegar gert það. Þó vil ég að það komi fram að þrátt fyrir að hafa verið á öndverðum meiði við Geir hvað snertir stjórnmálaskoðanir, þá læt ég slíkt liggja milli hluta á stundu sem þessari.

Ég ætla ekki að setja mig í dómarasæti hvað snertir hans störf sem stjórnmálamanns, nóg er að gert, en samúð mín er með honum og fjölskyldu hans. Ég vona svo sannarlega að hann hljóti fullan bata sem, að mínu mati, er mun mikilvægara en pólitískur ferill hans.

Nú eru uppi alls kyns hugmyndir um stjórnarslit, fram að þingkosningum 9. maí, og sýnist sitt hverjum.

Ég hef líka mínar skoðanir á þeim málum og mér finnst það óheyrileg fjarstæða að fara að mynda t.d. minnihlutastjórn í hálfan fjórða mánuð, sem engu fengið áorkað, svo ekki sé minnst á þær neikvæðu afleiðingar sem slíkt gæti haft í för með sér.

Ég tek mér það bessaleyfi að vitna í fjármálaráðherra Svía þar sem hann sagði í dag að Svíar stæðu við lánveitingu til Íslands þrátt fyrir þá pólitíska uppnám, sem þar ríkti.

Hann sagði einnig:Lánin sem við, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og önnur Norðurlönd munu veita Íslandi verða greidd út á grundvelli þess, að Íslendingum hafi tekist að tryggja stöðugleika í þróun efnahagslífsins og opinberra fjármála."

„Ef Íslendingar geta staðið við skilmála lánanna, þ.e. lagt fram alhliða, og virka efnahagsstefnu, munum við að sjálfsögðu standa við okkar skuldbindingar og greiða út lánið," sagði Borg við blaðamenn í sænska þinginu. 

Við höfum þraukað í 100 daga, við hljótum að geta þraukað í 100 daga í viðbót!

Nú snúum við okkur að því sem í augnablikinu stendur mér næst.( Blogg ) vinir, nær og fjær, hafa ( ofur hógværlega ) bent mér á að það væri nú gaman að fá smá fréttir héðan úr Grúnó.

Ok.

Í augnablikinu er hæg norðaustlæg átt, rigndi ögn fyrr um daginn en þó ekki nóg til að fj...... hálkan hyrfi. Samt sem áður hefur enginn dottið og slasast. Ykkar hæstvirtur skrönglaðist út í Samkaup á hækjum og alles, var svo heppinn að rekast á kunningja minn sem glotti sínu alkunna skítaglotti ( Hanni, það er bara einn innfæddur sem gerir slíkt ) og bauð mér far heim, sagði að í rökkrinu minnti ég helst á friðarsúluna í Viðey þegar bílljósin beindust að mér. Mig grunar að hann sé að sneiða að endurskinsmerkjunum sem vinir og vandamenn, að ógleymdum tryggingarfélögunum, hafa verið svo duglegir að hengja utan á frakkann minn.

Semsagt, allt er í besta lagi, kyrrðin og yndislegheitin hér í bæ, ja, ekki hef ég ástæðu til að kvarta. Vel á minnst, nú eru Íslendingar kvattir til að láta hvítu jólaljósin loga til fyrsta feb. sem hentar mér ágætlega þó jólaljósin hjá mér hafi verið að mestu rauð, fín ástæða fyrir letinni!

Þar til næst. 


 

 

 

 

 


Siðblinda!

Hvenær verður efnt til kosninga, spurði Ögmundur. Geir svaraði því til að ríkisstjórnin hefði meirihluta þingheims á bak við sig. Skylmingum þeirra lauk með því að Geir sagði ekki hægt að eiga orðastað við Ögmund enda gargaði hann eins og hann væri á útifundi. „Þetta er umboðslaust fólk," æpti þá Ögmundur úr sæti sínu.

Í framhaldinu fylgdu nokkrar fyrirspurnir, meðal annars spurði Árni Þór Sigurðsson, Árna Mathiesen fjármálaráðherra hvort hann ætlaði ekki að segja af sér vegna álits umboðsmanns Alþingis á stjórnsýsluháttum Árna við skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara.

Árni fjármálaráðherra kvaðst ekki hafa hugsað sér að segja af sér vegna málsins.

Í öllum siðmenntuðum löndum, eins og t.d. Norðurlöndunum segja ráðherrar af sér ef þeir verða uppvísir að einhverjum smámunum, eins og að undirborga barnfóstrunni(svart) eða misnota kortið sitt(slikkerískaup sem svo skrifast á þjóðina).

Hér á landi virðist mér lenskan hins vegar vera sú að því meir sem þú klúðrar hlutunum, því fastar situr þú.

Ef dýralæknirinn hefði snefil af samvisku þá væri hann löngu búinn að segja af sér og farinn út í sveit að taka júgurbólguprufur.

Mig hefði aldrei órað fyrir því að ég ætti eftir að skammast mín fyrir að vera Íslendingur en það svíður þegar erlendir vinir eru að hringja í mig og spyrja spurninga sem ég get ekki svarað.

Er það nokkur furða að enn sé hlegið að okkur út um allan heim?

Þar til næst.


Smá húmor í skammdeginu.

Ég rakst á þessa frábæru grein hjá einum bloggvini og stóðst ekki freistinguna og stal henni!

Fyrirgefðu Birna. 

Bréfið frá syninum.

Elsku mamma
Skátaforinginn okkar bað okkur um að skrifa heim ef ske kynni að
foreldrarnir hefðu séð fréttina um flóðið í sjónvarpinu og væru með
áhyggjur. Það er allt í lagi hjá okkur. Það flutu bara tvö tjöld og
fjórir svefnpokar í burtu. Sem betur fer drukknaði enginn því við
vorum allir uppi á fjalli að leita að Jóni þegar þetta gerðist.
Segðu
mömmu hans Jóns að hann sé í lagi. Hann getur ekki skrifað henni út
af
gifsinu. Ég fékka að keyra í einum hjálparsveitarjeppanum. Það var
f
rábært.
Við hefðum aldrei fundið hann í myrkrinu ef ekki hefðu komið
eldingar.
Viddi skátaforingi varð reiður út í Halldór fyrir að fara í göngu án
þess að segja neinum frá. Halldór segir að hann hafi sagt honum, en
það var á meðan eldsvoðinn var í gangi, svo hann hafi líklega ekki
heyrt sérlega vel í honum. Vissuð þið að ef maður kveikir í gasi, þá
springur kúturinn? Blautu spíturnar brunnu ekki, en það kviknaði í
ein
u tjaldi og eitthvað af fötunum okkar brann. Lárus verður
furðulegur í útliti þangað til hárið vex aftur.
Við komum heim á laugardaginn ef Viddi skátaforingi kemur bílnum í
lag. Útafkeyrslan var ekki honum að kenna. Bremsurnar voru í fínu
lagi
þ
egar við lögðum af stað. Viddi skátaforingi sagði að það væri
eðlilegt að eitthvað bilaði í svona gömlum bíl. Það er kannski þess
vegna sem hann er ekki á skrá. Okkur finnst þetta vera frábær bíll.
Vidda er sama þó bíllinn verði skítugur og ef það er heitt í veðri,
þá
fáum við stundum að standa utan á stigbrettunum. Það verður stundum
ferlega heitt með 10 manns í sama bílnum.
Við fengum að vera til skiptis í hjólhýsinu þar til löggan stoppaði
okkur og talaði við okkur. Viddi skátaforingi er frábær. Hann er
líka
ferlega góður ökumaður. Hann er að kenna Dúa bróður sínum að keyra,
en
hann leyfir honum bara að stýra þegar við erum á fjallavegum þar sem
en
gin umferð er. Einu bílarnir sem við mætum þar eru flutningabílar.
Strákarnir voru allir að synda í vatninu í morgun. Viddi
skátaforingi
vildi ekki leyfa mér að synda af því ég kann það ekki og Jón var
hræddur um að hann myndi sökkva út af gifsinu, svo við fengum að róa
kanóinum yfir vatnið. Það var frábært. Maður getur ennþá séð sum
trén
í kafi eftir flóðið. Viddi skátaforingi er ekki geðillur eins og
sumir
aðrir skátaforingjar. Hann varð ekki einu sinni reiður út af
björgunarvestunum. Hann hefur rosalega mikið að gera við að laga
bílinn, svo við reynum að vera ekki til vandræða á meðan.
Gettu hvað? Við fengum allir fyrsta-hjálpar merkið okkar. Þegar
Robbi
stökk út í vatnið og skarst á handlegg, þá fengum við að sjá hvernig
á
að setja snarvöndul til að stöðva blæðingu. Bæði ég og Brjánn ældum
heil ósköp, en Viddi skátaforingi segir að það sé líklega bara
m
atareitrun af kjúklingnum sem við fengum. Hann sagði að hann hefði
oft ælt svona útaf matnum sem hann fékk á Hrauninu. Það er frábært

hann komst út og fékk að vera skátaforinginn okkar. Hann sagði að
hann
hefði fengið góða tíma til að hugsa sitt ráð á meðan hann sat inni.
Ég verð að hætta núna. Við erum að fara niður í þorp að setja bréfin
í
póst og kaupa byssukúlur.
Ekki hafa áhyggjur af neina. Okkur líður vel.
Þinn Jói.



Hræsni!

Hvernig væri nú að byrja á að lækka launin við hæstvirtan(?) Gunnar Pál Gunnarsson, mann sem hefur hátt í tíföld laun þeirra lægst launuðu innan VR?
mbl.is Skoða örlán til VR-fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg jól.

 

Ég óska öllum bloggvinum mínum - og þeim sem hafa slysast inn á síðuna mína -

gleðilegra jóla.

Ég ætla að taka mér smá bloggfrí, bregð kannski undir mig betri fætinum og kíki á nágranna (og vina)þjóðfélagið.

Guð veri með ykkur öllum.

Þar til næst.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband