Til hamingju -öreigar í öllum löndum.

Því 1. maí er eini dagurinn sem við fáum að rífa kjaft án þess að lenda í tugthúsinu, með nokkrum undantekningum þó.

Ég bý úti á landi þannig að ég hef fylgst þess meir með útvarpinu. En mikil ósköp. Það sem ég hef heyrt í dag er nákvæmlega það sem ég hef heyrt undanfarna áratugi. Menn berja í púltið og æpa sig hása en þegar upp er staðið er útkoman sú sama og áður, ræðumaður liggur heima næsta dag, þegjandi hás og ruslaralýðurinn, afsakið, ræstitæknarnir þrífa upp sorpið á Austurvelli.

Þar eru allar blöðrurnar sprungnar.

Það hefur reyndar eitt og annað borið á góma síðustu daga, t. d. þegar talað er um skerðingu á lífeyri til óbreyttra þá, eins og gefur að skilja, er ekki ýjað að því einu orði hversu mikið laun stjórnarmanna lífeyrissjóðanna skerðast.

Eru þeir ekki flestir eða allir á mála hjá vinnuveitendunum?

Athyglisverð er klausa sem ég las í stjórnarskrá Gildis , en þar segir:

"Hlutverk lífeyrissjóðs er að tryggja sjóðfélaga sína, maka þeirra og börn í framtíðinni samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins ."

En: Lífeyrissjóðurinn Gildi ætlar að leggja til við ársfund sjóðsins að réttindi sjóðsfélaga verði lækkuð  um 7% í ár. Ekki er nema ár síðan réttindi sjóðsfélaga voru lækkuð um 10%.

Nú já.

"Staða sjóðsins er innan þeirra marka sem bráðabirgðaákvæði laga um lífeyrissjóði setur og því er ekki skylt að breyta réttindum sjóðsfélaga. „Það er hins vegar markmið að reka sjóðinn þannig að staða hans sé sem næst því að vera í jafnvægi."

Var verið að bruðla með iðgjöld sjóðsfélaga?

"Á ársfundi Gildis – lífeyrissjóðs í fyrra var samþykkt tillaga stjórnar sjóðsins um að áunnin réttindi sjóðfélaga yrðu lækkuð um 10%. Réttindin voru hins vegar hækkuð um 10% árið 2007 og 7% árið 2006. Sú hækkun hefur því að fullu gengið til baka."

Þarna er kattarskömmin greinilega að klóra yfir kúkinn úr sér.

Nei góða fólk.  1. maí er ekkert annað en kærkominn frí(og fyllerís) dagur svo öreiginn geti lifað í þeirri blekkingu að hann sé einhvers virði.

Svona mætti lengi telja, en þar sem daginn "okkar" ber upp á laugardag þá býst ég við því að þjóðin sé dottin í það svo það má þá kannski rifja pistilinn upp að ári.

Ég óska öreigum allra landa til hamingju með daginn og elskurnar mínar, gangið hægt um gleðinnar dyr því á mánudaginn kemur ofur venjulegur vinnudagur , á venjulegum launum svo það er eins gott að hafa radarinn í lagi.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband