23.9.2009 | 22:41
Þumalskrúfan hert.
Enn berast oss váfréttir.
Nú hefur Frakklandsforseti ákveðið að þrýsta á G20 ríkin til að beita refsiaðgerðum á næsta ári gegn skattaskjólum.
Skyldi þessi frétt ekki hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum?
Hver skjaldborgin á fætur annarri hrynur og þá er ég ekki að tala um skjaldborg heimilanna sem augljóslega hefur aldrei verið til nema þá helst á glötuðu minnisblaði ríkisstjórnarinnar.
Nú þegar eru tíu skattaskjól hrunin samkvæmt upplýsingum OECD.
Já, nú eru góð ráð dýr.
Þeim sem telja sig þurfa á nýjum griðastað að halda bendi ég eindregið á Suður-Ameríku.
Og þá helst Venezuela.
Mér kæmi ekki á óvart þó forsetinn, Hugo Chavez, taki öllum "útrásarvíkingum" þessa heims opnum örmum svo fremi þeir hafi aurana sína með.
Ég var að lesa smásögu eftir Mark Twain sem heitir " The Income-Tax Man ."
Þó hún sé skrifuð fyrir margt löngu þá á hún fullt erindi til okkar í dag. Þarna uppgötvaði ég hvernig á að fylla út skattskýrsluna og koma út á núllinu. Ég hef smá grun (bara smá) um að sumir peningamennirnir hafi verið búnir að uppgötva söguna löngu á undan mér. Maður þarf ekki annað en að kíkja á skattaálögur þeirra.
Þar til næst.
|
Sarkozy vill refsiaðgerðir gegn skattaskjólum |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |



annabjo
baldvinj
bjarnihardar
dullur
brjann
brylli
emilkr
tudarinn
helgi
hildurhelgas
don
kreppan
jonbjarnason
jonmagnusson
kristjanb
larahanna
icejedi
nilli
frisk
roslin
sigurbjorns
sigurjonth
sjonsson
stebbifr
steinibriem
postdoc
vga
taoistinn
omarragnarsson
savar
fhg
gattin
ragnhildurkolka
altice
solir
joiragnars
esgesg
arnorbld
skarfur
beggo3
ding
einarbb
gretarmar
hallibjarna
himmalingur
kht
kliddi
hordurt
ingahel-matur
keli
jennystefania
huxa
tankur
jonlindal
kij
kristjan9
ludvikjuliusson
lydurarnason
martasmarta
svarthamar
solmani
raggag
reynir
rosaadalsteinsdottir
samstada-thjodar
fullvalda
lovelikeblood
segdu
sigrunzanz
siggith
stjornlagathing
athena
svanurg
svavaralfred
saemi7
valdimarjohannesson
icekeiko
disagud
toro







Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.