Af komandi kynslóð o.fl.

Stöku sinnum rekst ég á frétt sem mér finnst svo fjarri veruleikanum að mér kemur helst í hug 1. apríl, nú eða þá að viðkomandi fréttaritari hafi verið fullur.

Allt getur reyndar gerst og þá sérstaklega á þessum síðustu, verstu og stundum furðulegu tímum sem við lifum á samanber eftirfarandi frétt sem ég las í Viðskiptablaðinu í dag.

"Dæmi eru um að Glitnir hafi veitt börnum há lán til stofnfjárkaupa í Byr sparisjóði. Tólf ára barn fékk slíkt lán upp á sex milljónir króna." Ég leyfi mér að vitna áfram í greinina.

"Frá stofnun Íslandsbanka hafi umræddar ( barna )lánveitingar Glitnis verið til skoðunar. Við þá athugun hafi komið í ljós að ekki lá fyrir samþykki yfirlögráðanda, þ.e.a.s. sýslumanns, til lántöku hinna ófjárráða barna."

Hafi ég nokkru sinni haft efasemdir, hvað snertir heilsufar fréttaritara að störfum, þá eru þær horfnar. Gætu reyndar skotið upp kollinum á öðrum vettvangi.

Skyldu háttvirtir fyrrverandi stjórnendur Glitnis kannski hafa farið í sandkassaleik við ungana?

Svo í aðra sálma því nú er spáð lækkun stýrivaxta eftir viku. Það yrði ekki amaleg jólagjöf til okkar allra ef þeir færu nú niður í eins stafs tölu fyrir jól.

Ég kíkti aðeins á greiningu lánshæfismats ríkissjóðs og virðist að þar séum við í góðum málum. Reyndar er þar ein ofurlítil setning sem ég er að velta fyrir mér.

"Erlend eignaraðild í bankakerfinu mun hafa jákvæð áhrif á lánshæfismat ríkissjóðs."

Þarna er að sjálfsögðu verið að ræða aðkomu erlendra kröfuhafa að Nýja Kaupþingi.

Skyldi útrásarliðið standa einhversstaðar þarna á bakvið? Kæmi mér sosum ekki á óvart því ef fj......minkurinn er hrakinn upp í horn þá snýst hann til varnar.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband