Senn líður að jólum.

nytt_1127358.jpgÞegar litið er til baka er sosum ekki mikið sem stendur upp úr.

Fyrir utan hvert skattlagningarklúðrið á fætur öðru.

Það rifjast upp fyrir mér mörg orð sem viðhöfð voru þegar núverandi stjórn tók við. Orð sem reyndust jafn innantóm og" kötturinn í tunnunni."

Allt er á uppleið, samkæmt væntingum AGS. Að vísu gleymist eitt smáatriði en það er almúgi þessa lands sem nú hefur orðið að axla byrðar manna sem fóru fram úr sér og þáðu ofur-laun (sjálfskömmtuð?) sökum þeirrar ofur-ábyrgðar sem þeir þurftu að axla á mis-sterkum herðum.

Skjótt skipast veður í vindi og nú , í stað þess að beita allri orku og ráðast að rótum vandans, þ.e. að byggja upp mannvænlegt samfélag, var ákveðið að setja á svið skrípaleik, fólginn í því að finna sökudólg.

Fjórum var stillt upp við vegg, einn fannst. Það þarf varla að taka fram að stjórnarliðar sýknuðu sína en ákváðu að hengja andstæðinginn.

Skrípaleikur frá upphafi til enda.

Annað hvort allir eða enginn.

Eitt af mýmörgum dæmum sem sýna okkur þóknunarlund hundsins í garð húsbóndans.

Ég er einn af þeim sem kaus til vinstri í þeirri von að nú myndi létta til því kosningaloforð sem : "Allt upp á yfirborðið, gagnsæi, hverjum steini skal velt við " og áframhaldandi...dundu á okkur hvern dag. 

Vel væri ef staðið hefði verið við stóru orðin.

Mér eru minnisstæð orð bráðum fyrrverandi forsætisráðherra okkar er hún lýsti því yfir að ekki yrði hróflað við kjörum aldraðra og öryrkja.

Þann 1. jan. sl. var lífeyrir okkar frystur.

Ég minnist líka orða háttvirts þáverandi félagsmálaráðherra (stuttráðnum) er hann lýsti því yfir að samræmdir yrðu tekjumöguleikar aldraðra og öryrkja.

Ég bíð enn eftir efndunum.

Ég er vonsvikinn. Ég er líka orðinn bálvondur því ég hef verið hafður að fífli.

Ég er ekki sáttur við slíkt.

Enda kem ég til með að ráða fram úr slíku. Án gylliboða og falsloforða.

Það sem ég hræðist þó er að endurnýjun innan 4-flokkanna er lítil sem engin.

Enn og aftur þenur háttvirtur efnahagsráðgjafi hrunstjórnarinnar kjaft og , burtséð frá öllu öðru, grenjar yfir lágum launum (efrimillistéttarelítan...) og , er að því mér virðist, kominn með styrkþegann Guðlaug Þór í taum. Sem kemur sosum ekki á óvart. Eftir höfðinu dansa......

Hvað er til ráða ??

Nýtt stjórnmálaafl ??

Góð hugmynd sem gæti lukkast ef ekki væri fyrir þá áráttu Íslendinga að vilja vera efstir. Burtséð frá hæfileikum og öðrum góðum eiginleikum.

Útlitið er ekki gott en ég ætla ,svona rétt í lokin, að kveðja með mynd sem erfinginn (eins og það verði nokkuð að erfa) var að senda mér.

Blessi ykkur öll og með vonandi tíð ...

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband