Líkur sækir líkan heim.

Nú hefur Árni Johnsen ákveðið að fara með mál síra Gunnars fyrir Alþingi Íslands.

Eins og þar sé ekki nóg annað að fást við.

Dæmdur sakamaður ætlar að taka upp hanskann fyrir prest sem staðinn hefur verið að því að káfa á smástelpum.

Hve lágt er hægt að leggjast?

Þar til næst.

 


Götuvændi?

Kemur engum á óvart nema kannski ríkislögreglustjóra.

Vændi hefur viðgengist allar götur frá því stóri bróðir að "westan" sté hér á land. Að öllum líkindum mun fyrr þó ekki finnist heimildir þar að lútandi.

 

Þá dunaði dansinn á Borginni.

Það kom berlega í ljós þegar þessi ólánssama stúlka frá Litháen komst á forsíður dagblaðanna að lögreglan var alls ekki í stakk til þess búin að taka á slíku máli.

Hvað veldur?

Við Íslendingar erum ekki bara smáþjóð sem býr lengst norður í rassgati, það sem gerist í hinum stóra heimi , gerist líka hér.

Samanber glæpagengin sem hafa hreiðrað um sig hérlendis og virðast hafa fengið að gera það óáreitt.

Hvenær verður tekið á þessum málum af einhverri alvöru?

Þokkalegt ástand eða hitt þó heldur. Þvuh.

Þar til næst.

 

 

 

 

 


mbl.is Götuvændi stundað í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilraun til breytinga.

Númer tvö tókst skömminni skár en sú fyrri. Allavega ætti ég að geta vel við unað fram á mánudag. Það hefur reyndar verið einstaklega ánægjulegt að fikta við stillingarnar á blogginu og -vonandi- læra af mistökunum.

Allavega ætla ég að láta hér við sitja-að sinni- og snúa mér að alvöru lífsins, þ.e. að halda áfram að rífa kjaft á blogginu.

Þar til næst.

 


Ó mig auman.

Ég ætlaði ekki að breyta bloggsíðunni. Bara að setja inn litla snotra mynd frá föðurlandi númer tvö. En svona fer þegar viðvaningur ætlar sér meir en ráðið verður við.Crying

Til að ráða bót á þessu hef ég ákveðið að fá fagmann, strax eftir helgi, til að koma öllu í samt lag.Frown

Þar til næst.

 


Unga konan er fundin.

 

Sjaldan hef ég beðið í jafn miklu ofvæni eftir frétt sem þessari.

Samkvæmt miðnæturfréttum Rúv. er hún heil á húfi.

Nú er bara að bíða og vona að allt sem gerst hefur komi upp á yfirborðið.

Þar til næst.


Það er löngu tímabært að taka til...

 

... í bækistöðvum þeirra "þekktu afbrotamanna" sem greinilega hefur tekist að hreiðra um sig hérlendis.

Ég fylltist óhug þegar ég heyrði fréttirnar af þessari ungu konu frá Litháen sem að öllu líkindum hefur lent í klóm landa sinna sem, svo vitnað sé í frétt Mbl. í dag, "allir eru Litháar og þekktir brotamenn."

Þjóðernið skiptir í sjálfu sér ekki máli því ég er þess fullviss að flestir þeir Litháar sem hér búa eru heiðarlegt og gott fólk sem ekki má vamm sitt vita.

Það sem hinsvegar kom sem blaut tuska í andlitið var þessi klausa: "Lögreglan varð vör við þrjá menn sem biðu eftir konunni og reyndu að ná sambandi við hana. Lögregla þekkti til mannanna sem allir eru Litháar og þekktir brotamenn."

Eru þessir menn íslenskir ríkisborgarar?

Stunda þeir vinnu??

Ef hvorugt er, því í andskotanum ganga þeir lausir og af hverju eru þeir enn hérlendis???

Á sama tíma og glæpir eru að færast í vöxt hér þá er niðurskurðarhnífnum beitt.

Ég vona að þessi unga kona finnist sem fyrst og heil á húfi.

Þar til næst.

 

 

 


Þeir munu finnast...

 

...ef viljinn er fyrir hendi.

Hvað skyldu annars vera margir (kúlu)lánþegar í hópnum?

Það væri fróðlegt að vita.

Þar til næst.


mbl.is Flestir lykilmennirnir farnir frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir.

 

Við getum alveg verið án Rússagullsins. Satt að segja þá man ég ekki eftir neinu góðu frá Rússum nema ef vera skyldu Lada bifreiðirnar sem fengu gælunafnið "dráttarvélar norðursins."

Að vísu voru þær ekki jafn þægilegar í akstri og traktor en einstaklega gangvissar.

Þetta "hugsanlega" lán sem verið hefur til umræðu allt frá því sl. haust kemur þeim þá til góða heima fyrir.

Ekki ku veita af.

Þar til næst.


mbl.is Rússar hafna láni til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dag skal að kvöldi lofa.

 

Þrátt fyrir hráslagalegt veður með tilheyrandi skítakulda þá hefur dagurinn verið ánægjulegur í alla staði.

Ég hafði af að skrölta út í búð, ekki seinna vænna, ísskápurinn var farinn að minna óþægilega á eyðimörk.

Var svo heppinn að rekast á kunningja minn sem skutlaði mér heim og að sjálfsögðu var hellt upp á könnuna.

Svo hófust umræður um daginn og veginn og þrátt fyrir eindreginn ásetning okkar að fara nú ekki að minnast á stjórnmál þá einhvern veginn þróuðust nú málin samt í þá áttina.

Enda af nógu að taka því góðir hlutir eru farnir að gerast.

Óþarfi að tíunda það frekar.

Ég vona að góður Guð gefi mér marga slíka daga um ókomna framtíð.

Þar til næst.

 


Góðir hlutir gerast.

 

Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn.

Sosum löngu kominn tíminn á slíkt.

Þær fréttir sem oss berast af endurreisn bankanna hljóta að teljast jákvæðar. Þar koma fram upplýsingar sem benda eindregið til þess að unnið hafi verið hörðum höndum að lausn þeirra mála.

Það sem mér hinsvegar blöskrar er sú gríðarmikla niðurrifsstarfsemi sem átt hefur sér stað í Bloggheimum undanfarið. Þar hefur hver "besserwisserinn" á fætur öðrum komið fram og nítt niður hvert einasta handtak sem núverandi ríkisstjórn hefur unnið, án þess þó að koma með einhverjar úrlausnir.

Nú vil ég að það komi skýrt fram að ég er ekki dyggur stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar en ég gef þeim kredit fyrir það sem gert hefur verið.

Þess ber að minnast að ríkisstjórnin tók við þrotabúi en kannski er gullfiskaminnið farið að hrjá landann.

Fyrir ekki svo löngu síðan lögðust tveir Framsóknarmenn í víking og herjuðu á Noreg, komu heim á bleiku skýi, (stút) -fullir- af einhverju innantómu kjaftæði hvað snerti loforð um fjárhagslegan stuðning við okkur Íslendinga, þrátt fyrir að forsætisráðherra Noregs hafi lýst því yfir að slíkt myndi  aðeins gerast, að því tilskildu að við tækjum okkur nú saman og gerðum hreint fyrir okkar dyrum.

Skyldu þessir vesalings drengir ekki þjást af mórölskum timburmönnum í dag eða á áróðurs-maskínan að redda heilsunni?

Nóg að sinni.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Ríkið leggi til mun minna fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband