Þar kom að því...

 

...Og þó fyrr hefði verið.

Miklu fyrr.

Nú, réttu ári eftir bankahrunið á loksins að fara að rekja hvert innistæður Icesave reikninganna voru fluttar.

Það fennir í fótsporin á mun styttri tíma en "allar færslur er hægt að rekja, það tekur bara sinn tíma" ( tilvitnun í Evu Joly). Þar sem allir stjórnmálaflokkarnir hafa boðað gegnsæi þá á ég fastlega von á því að geta fylgst með framvindu mála því hér er jú um hundruðir milljarða króna að ræða sem vér óbreyttir komum til með að borga.

Í þeirri von um að hlutirnir gangi nú snurðulaust fyrir sig kveð ég að sinni.

Þar til næst.

 


mbl.is Rekja slóð innlánanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er gersamlega út í hött...

 

...að, í ljósi þess ástands sem nú ríkir í þjóðfélaginu, eigi dómstólar nú að spara .

Þvert á móti er full ástæða til að auka fjárframlög til þeirra.

Svo ég vitni í einn ágætan bloggara .

"Íslenskir dómstólar hafa oft fellt niður refsingar á undanförnum árum vegna málstafa.   Í þeim málum hafa málin yfirleitt tafist á rannsóknarstigi en ekki hjá dómstólum. "

Góð ástæða til að auka fjárframlög til hins íslenska réttarkerfis og þá ekki síst í ljósi þess að enn fjölgar þeim sem komnir eru með stöðu grunaðra í bankamálinu svonefnda.

Nú í dag bættist Sigurður Einarsson í hóp þeirra.

Hvað snertir þann hóp fjárglæframanna sem sett hafa íslensku þjóðina á hausinn á ég þá ósk heitasta að þeir fái nú tækifæri til að setja sig niður í sæmilega þægilegum og (stundum) sólríkum klefum þar sem þeir gætu þá dundað við að rita endurminningar sínar.

Ég er þess fullviss að þar kynni eitthvað athyglisvert að koma í ljós.

Þar til næst.

 

 

 


mbl.is Dómstólum gert að spara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er dregið til lands.

 

Ef ég man rétt þá kom Höskuldur Þórhallsson fram í sjónvarpinu á dögunum og fór mikinn.

Hann dásamaði Miðflokk  þeirra Norðmanna,  sem reyndar hafa bara 6% atkvæða á bak við sig, og reyndi að telja okkur óbreyttum trú um að við gætum vaðið oní vasa norskra skattgreiðenda að vild.

En skjótt skipast veður í lofti.

Nú hefur þessi vesalingur stimplað forsætisráðherra okkar sem hryðjuverkamann.

Það er vitað mál að lítil börn sem eru að taka fyrstu skrefin hrasa og detta á bossann(þá notar maður tækifærið og skiptir á þeim) en standa upp aftur og skríkja af gleði.

Höskuldur pjakkurinn Þórhallsson er dottinn á bossann.

Hvenær skyldi honum takast að standa upp?

Í framhaldi af því kemur mér í hug gamall kínverskur málsháttur sem hljóðar svo: Safnaðu í sarpinn meðan þú getur,annars verða einhverjir aðrir til þess.

Skilji hver fyrir sig.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Mun ekki biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er fokið í flest skjól.

 

Framsóknarbullurnar búnar að verða okkur til skammar úti í Noregi, og var varla á það bætandi.

Hvað verður næst?

Annars heyrist lítið í Höskuldi garminum þessa dagana.

Skyldi engan undra.

En nú er búið að hrekja okkur út í horn. Annað hvort er að borga Icesave reikningana eða...

Undarlegt hve þessu liði, sem við kusum yfir okkur í þeirri góðu trú að þau ætluðu að vinna fyrir okkur, skuli ganga svo illa að leysa þau vandamál sem við okkur blasa.

Hver höndin upp á móti annari.

Hvað varð af hugsjóninni og samheldninni?

Hurfu allar okkar góðu tilfinningar með útrásargræðginni?

Þær eru margar spurningarnar sem leita á hugann.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Hærra lán ekki í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AGS, hin nýja ríkisstjórn Íslands?

 

Það hlýtur að vera hverjum meðaljóninum ljóst hvert stefnir.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er búinn að draga okkur á asnaeyrunum síðan í febrúar.

Og í hvaða tilgangi?

Það liggur í augum uppi.

Við verðum keyrð niður á hnéin og þegar búið er að berja okkur til hlýðni þá verður ráðist að auðlindum okkar.

Glæsilegar framtíðarhorfur , huh?

Og í onálag eru lánin að falla á okkur, hvert á fætur öðru.

Hver skyldi svo bera ábyrgðina?

Ég held því statt og stöðugt fram að ég sé saklaus.

Ég tók ekki kúlulán og ég sit ekki á þingi.

Þar til næst.

 

 

 

 


mbl.is Alvarlegar afleiðingar af frekari töfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég var að velta fyrir mér frétt...

 

...sem ég las í DV. 

Athyglisverð frétt.  Já, mjög svo.

Í fréttini er minnst átak sem nefnist "Operation Captura. ( Capture?).

Tilgangur þessa átaks ku vera að hafa hendur í hári fólks sem er á flótta vegna glæpa sem það framdi í Bretlandi.

Ég er enn að velta fyrir mér...

Skyldi þetta átak dekka útrásarvíkingana okkar?

Ansi margir þeirra búa í Englandi en ekki fleiri orð um það.

Nema kannski Björgólfarnir. Fela þeir sig ekki í Lúxemborg eða á Cannes?

En svo ég haldi áfram með pælingarnar, skyldi ekki vera hægt að taka upp svona Operation Captura ( Capture?), hérlendis?

Hugsið ykkur árangurinn.

Já, glæpamönnum myndi fækka stórlega og hvað atvinnuleysi snertir þá er ég þess fullviss, að það myndi hrapa stórlega líka.

Þeir eru örugglega ófáir, sem skráðir eru atvinnulausir og um leið sviptir lífsviðurværi sínu, sem myndu þiggja að fá að vera með í handtökum á þeim glæpamönnum sem sviptu þá atvinnunni og komu heilu þjóðfélagi á hausinn.

Er svona apparat kannski komið í gang nú þegar?

Allavega er byrjað að reyta fjaðrirnar af páfuglunum.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Þessum peningum er vel varið.

 

Þó forgangsröðun núverandi ríkisstjórnar hafi verið gjörsamlega út úr kortinu, samanber tíma og fjármunum sem sóað hefur verið í ESB bullið, þá er loksins glæta í myrkrinu.

Það tók lengri tíma að opna augu ráðamanna fyrir þeirri nauðsyn að styrkja embætti sérstaks saksóknara en tárum taki. Upphaflega var gert ráð fyrir fimm starfsmönnum, sem er öllu grátlegra en það er hlægilegt.

Reyndar komst ekki hreyfing á málið fyrr en Eva Joly kom fram í Kastljósi, sællar minningar, og kaghýddi ríkisstjórnina. Grin

Og það í beinni.LoL

Eftir átján ára frjálshyggjustefnu íhalds já og Framsóknarmaddömunnar, stefnu sem skildi landið eftir í rúst, verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum núverandi stjórnarandstöðu við þessum fréttum.

Þeir munu vera þó nokkrir kálfarnir sem þá voru á spena "auðvaldsins," sem í dag eiga yfir höfði sér málssókn.

Svo vitnað sé í orð Evu Joly þá fer biðin að styttast.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Rannsókn á hruni fær aukið fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldi sosum engan undra.

 

Einhver þarf að borga fyrir bruðl þeirra Bónussfeðga, já og fleiri feðga.

Og hver liggur þá best við höggi nema við öryrkjar og aldraðir?

Það ríkir jú kreppa hér á landi og eftir því sem ég kemst næst þá er hún ekki af mínum völdum.

Ég hef tekið þá ákvörðun að í framtíðinni kaupi ég eingöngu te, þ.e. þangað til það hækkar líka.

Þar til næst.

 

 

 


mbl.is Undrast allt að 45% álögur ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnlegur fundur Steingrímur?

 

Halló!!!

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er búinn að draga okkur Íslendinga á asnaeyrunum frá fyrstu stundu og nú er talað um gagnlegan fund.

Allt tal um samúð, skilning og brautargengi er ofur einfaldlega ekki nóg.

Allt þetta tal hefði átt að eiga sér stað fyrir mörgum mánuðum.

Hver veit nema slíkt hafi gerst.

Það hefur ekki farið mikið fyrir gegnsæi í þessum umræðum.

Og nú, til að bíta höfuðið af skömminni, þá á að snúa sér til stóra bróður í austri. Þá held ég að AGS sé þó skárri kosturinn.

Það verður að segjast eins og er að lán frá Rússum myndi ekki leiða til vaxandi trausts hvað snertir lánsmöguleika okkar í löndum okkur nær.

Það gæti farið svo að besta lausnin yrði sú að við yrðum laus við AGS (og Rússana) þó svo það hefði í för með sér niðursveiflu á gengi íslensku krónunnar, ástand sem aldrei yrði nema tímabundið.

En sitt sýnist hverjum eins og berlega kom í ljós í gærkvöldi að lokinni stefnuræðu forsætisráðherra, þar sem hver höndin var á móti annari.

Ég hélt í einfeldni minni að í eitt einasta skipti gætu öll dýrin í skóginum verið vinir.

En, því miður, þetta er ekki Thorbjörn Egner með dýrin sín í Hálsaskógi heldur ískaldur veruleikinn.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Gagnlegur fundur með AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þór minn góður Saari.

 

Það þarf að taka víðar til en bara í "kerfinu."

Mun víðar.

Þar til næst.


mbl.is Þarf að hreinsa til í kerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband