Skyldi hengingarólin vera farin að þrengja...

 

...að ofurviðkvæmum hálsum einhverra?

Fyrrverandi stjórnendur Landsbankans segjast ekki hafa litið á Björgólf Thor Björgólfsson sem tengdan aðila þegar útibú bankans í Lundúnum lánaði félagi hans, Novator Pharma, 43 milljarða króna.

Lánið var veitt þrátt fyrir að Björgólfur hafi átt stærsta einstaka hlutann í Landsbankanum ásamt föður sínum Björgólfi Guðmundssyni.

Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki má áhætta vegna eins eða fleiri innbyrðis tengdra viðskiptamanna ekki fara fram úr 25% af eiginfjárgrunni fjármálafyrirtækis.

Þá hefur Fjármálaeftirlitið staðfest við fréttastofu að lög um hámark lána til tengdra aðila eigi við þó um yfirteknar skuldir sé að ræða.

Það er víða pottur brotinn.

Í tilkynningu sem talsmaður Björgólfsfeðga sendi til allra fjölmiðla í kjölfar fréttar Ríkisútvarpsins á mánudagskvöld um lánveitingar Landsbankans til tengdra aðila, var fullyrt að lagagreinin ætti ekki við um yfirtöku Grettis, fjárfestingarfélags Björgólfs Guðmundssonar á skuld félagsins við Landsbankann. Í samtali við fréttastofu í dag baðst talsmaður feðganna afsökunar á þessum fullyrðingum sínum og dregur þær til baka.

Frá þessari stundu tek ég öllu með fyrirvara sem berst frá talsmanni þeirra feðga.

Þess má geta að skoðun á aðdraganda og afleiðingum á falli Straums er ekki lokið en búast má við skýrslu þar að lútandi í byrjun næsta mánaðar.

Og enn berast oss fréttir.

Ekki er búið að taka ákvörðun um afskriftir láns til Björgólfsfeðga. Lánið er til komið vegna kaupa þeirra á Landsbanka Íslands árið 2002. Þetta staðfesti Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, í samtali við Fréttablaðið.

Greint var frá því í byrjun júlí að þeir feðgar hefðu boðist til að greiða um 40 til 50 prósent af eftirstandandi skuld við Kaupþing sem talin er nema 5,9 milljörðum króna.

Nú get ég fjandakornið ekki orða bundist.

Það eru augljóslega engin takmörk fyrir ósvífninni og siðblindunni. 

Skyldu þeir hafa "plantað" heimildarmanni fréttastofu Stöðvar 2 og ef svo er, í hvaða tilgangi?

Til að vekja samúð?

Ekki séns. Þjóðin er búin að fá nóg.

Það nægir að vitna í frétt Rúv. fyrr í kvöld.

"Icesave-málið er meðal þess sem veldur því að hætta er á að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fresti endurskoðun sinni á efnahagsáætlun Íslands og þar með lánafyrirgreiðslu. Íslensk stjórnvöld vinna nú að því að koma í veg fyrir það en eru svartsýn á að það takist."

Nóg komið að sinni.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Kyrrsetning eigna rædd aftur?

 

Svo gæti farið að áform Vinstri Grænna um auknar heimildir til að kyrrsetja eigur auðmanna verði teknar aftur upp á þinginu. Þetta segir formaður viðskiptanefndar, vegna frétta um millifærslur stjórnenda bankanna í vetur.

Álfheiður Ingadóttir lagði fram frumvarp þess efnis í nóvember síðastliðnum ásamt fleiri þingmönnum vinstri grænna.

Frumvarp Álfheiðar hefur ekki komist á dagskrá þingsins frá því það var lagt fram 24. nóvember á síðasta ári.

Brot úr greinargerð með frumvarpinu:

"Með því að nú eru margar vikur liðnar frá hruni bankanna án þess að rannsókn sé hafin

á aðdraganda þess og hugsanlegri saknæmri háttsemi fyrrverandi stjórnenda, eigenda og

annarra tengdra aðila er hætt við að rannsóknarhagsmunum verði spillt og eignum jafnvel skotið undan."

Orð að sönnu.

Þess má geta að Samfylkingin ásamt Framsóknarfl. lögðust eindregið gegn frumvarpinu.

Hópur fólks hefur þegar fengið réttarstöðu grunaðra, sem er forsenda þess að hægt sé að kyrrsetja eigur.

"Standist fréttir um millifærslur, er  full ástæða til að ræða þessa tillögu aftur," segir Álfheiður.

Hvað skyldi valda þessum seinagangi sem er reyndar með ólíkindum?

Ristir spillingin kannski svo djúpt að okkar hæstvirtu stjórnmálamenn skorti kjark eða jafnvel heiðarleika til að takast á við hana?

Það er vel við hæfi að rifja upp orð Evu Joly er hún sagði í viðtali við Stöð 2 þann 16.júní "að réttarkerfi heimsins væru sniðin til að halda hlífiskildi yfir hinum ríku og valdamiklu. Þeir sleppi við refsingu eftir að dómar hafi verið kveðnir upp. Engu sé líkara en að hluti samfélagsins sé hafinn yfir lög." Ætlum við að láta það viðgangast í stærsta fjársvikamáli sem vitað er um þar sem heil þjóð er sett á hausinn? Eða verður yfirskrift íslenska efnahagshrunsins: Efnahagsglæpir og refsileysi?

Þar til næst.

 

 

 

 

 


Frá Litla Hrauni yfir á Kvíabryggju?

 

Fyrrverandi starfsmenn Milestone, sem átti tryggingafélagið Sjóvá, aðstoða nú fjármálaráðuneytið við endurskipulagningu sparisjóðanna. Milestone-mennirnir fyrrverandi starfa hjá ráðgjafafyrirtækinu Möttli ehf.. sem er í eigu Guðmundar Ólasonar, fyrrverandi forstjóra Milestone, Arnars Guðmundssonar, fyrrverandi fjármálastjóra Milestone, Jóhannesar Sigurðssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Milestone, og Guðmundar Hjaltasonar.

Þarna er öll flóran samankomin.

Sérsvið ráðgjafafyrirtækisins er fjárhagsleg endurskipulagning og endurreisn fyrirtækja. Áður en Guðmundur hóf störf hjá Milestone var hann meðal annars sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu og ritari einkavæðingarnefndar.

Hmmm, endurreisn fyrirtækja?

Hvað varð annars af Milestone fyrirtækinu?

Hvað með endurreisn þess fyrirtækis?

Þær eru margar spurningarnar sem vakna.

Þar til næst.

 

 

 


mbl.is Frá Milestone í endurreisn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrrum upplýsingafulltrúi kærður til sérstaks saksóknara.

 

Benedikt Sigurðsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings, hefur verið kærður til sérstaks saksóknara fyrir að hafa sent efnislega rangan tölvupóst til fjölmiðla í blekkingarskyni.

Það á ekki af okkur að ganga.

Málið á rætur sínar að rekja mörg ár aftur í tímann og snýst um deilur Þorsteins Ingasonar við Búnaðarbankann og síðar KB Banka og Kaupþing.

Þorsteinn átti skreiðafyrirækti á 9. áratug sem tekið var til gjaldþrotaskipta. Hann sætti sig ekki við þau málalok og telur að ólögmætar aðgerir bankans hafi leitt til gjaldþrotsins. Málarekstur hefur staðið yfir vegna þess allar götur síðan.

Það er verið að grafa upp meiri óþverra eftir því sem á líður.

Fjármálaeftirlitið blandaði sér í málið árið 2005 og gerði athugsemdir við vinnubrögð bankans í málinu. Eftir að það komst í fjölmiðla ári síðar sendi Benedikt Sigurðsson, sem þá var upplýsingafulltrúi bankans, bréf til fjölmiðla þar sem hann sagði að fjármálaeftiritið hafi ekki talið tilefni til aðhafast í málinu.

Þorsteinn hefur nú kært Benedikt vegna þessa. Hann segir að tölvupóstur upplýsingafulltrúans hafi verið efnislega rangur og blekkjandi.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er málið komið inn á borð sérstaks saksóknara.

Varla að ástæðulausu.

Neikvæðu fréttirnar dynja á okkur nú allt að því daglega.

Allt ber að sama brunni, málin lenda inni á borði hjá sérstökum saksóknara.

Ég geri mér grein fyrir umfangi þessara ( saka ) mála en ég held mér sé óhætt að segja að íslenska þjóðin sé orðin óþreyjufull og bíði eftir niðurstöðu.

Við höfum beðið síðan 8. okt.2008.

Ekkert hefur gerst enn.

Nema þá að við fáum allan pakkann beint framan í okkur.

Kannski.

Vonandi.

Þar til næst.






 

 

 

 



 


Það dynja á okkur kjaftshöggin...

 

...hvert á fætur öðru.

Nú er það Norræni fjárfestingabankinn sem neitar að lána okkur krónu meir.

Í samtali við fréttastofu staðfestir stjórnarformaður í Norræna fjárfestingabankanum að hann væri hættur að lána íslenskum fyrirtækjum - hann teldi of mikla áhættu felast í því í að lána til Íslands.

Skyldi engan undra.

Þumalputtareglan er jú sú að lántaki greiði lán sín.

Ekki rétt?

Þó er það eitt sem mér finnst skjóta skökku við.

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, segir að það virðist tvímælalaust vera tenging á milli lána frá Norræna Fjárfestingabankanum til Íslands og afgreiðslu Icesave.

Hvernig í ósköpunum getur maðurinn haldið þessu fram?

Norræni Fjárfestingabankinn hefur ekki lánað okkur krónu síðan í okt.2007.

Ég minnist þess ekki að hafa heyrt eitt orð um Icesave reikningana fyrr en við bankahrunið ári seinna.

Kannski hafa þessir höfðingjar vitað meira en íslenskur almúginn en það hefur þá verið falið vel fyrir okkur.

Eins og svo margt annað.

Ég hef oft hamrað á því að það þurfi ekki að grafa djúpt...

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 


Spilaborgin hrynur.

 

"Steldu milljón og þú ert í vondum málum.

Steldu 20 milljörðum og bankinn er í vondum málum."

Þeir tæplega tuttugu milljarðar sem Björgólfsfeðgar lánuðu öðru félagi í sinni eigu í Lúxemborg fóru í greiðslur vegna veðkalla og uppgreiðslu á lánum.

Um var að ræða víkjandi lán upp á 90 milljónir evra til Samson Global í Lúxemborg, en félagið er í eigu Rosetta og Rainwood, sem eru í eigu Björgólfsfeðga.

Þrotabú Samsonar hefur sem kunnugt er höfðað mál gegn félaginu í Lúxemborg til að fá skuldina greidda, en hún stendur í 109,5 milljónum evra eða um 19,4 milljörðum króna, samkvæmt stefnunni. Lýstar kröfur í þrotabú Samsonar á Íslandi nálgast nú hundrað milljarða en eignir búsins nema rúmum 2,3 milljörðum.

Það þýðir að ef ekkert fæst úr málshöfðunum þrotabúsins munu lánveitendur Samsonar tapa mismuninum, á tíunda tug milljarða króna, en á meðal kröfuhafanna eru íslenskir lífeyrissjóðir.

Mér virðist íslenska réttarkerfið vera hannað til að handtaka skinkuþjófa svo undarlegt sem það kann nú virðast.

Samanber orð Evu Joly, "Stórlaxarnir sleppa."

Ef svona fjárglæframenn verða ekki látnir svara til saka hið fyrsta þá hræðist ég afleiðingarnar.

Íslenski almúginn lætur ekki bjóða sér lengur að borga skuldir óráðsíumanna á sama tíma og þeir velta sér upp úr vellystingum á sólarströndum erlendis.

Þá verður gripið til einhvers róttækara en fúleggja og skemmdra tómata.

Þar til næst. 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Milljarðarnir til Samson Global fóru í önnur lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víða liggja leiðir...

 

...okkar Íslendinga.

Útsmognir svikahrappar fóru nýverið illa með íbúa í Úganda, en þeir komu upp gervibanka við landamæri Úganda og Kenía og tóku við sparifé íbúa. Svo létu þeir sig hverfa.

Þetta er alveg eftir séríslenskri uppskrift.

Reyndar hurfu þrír bankar hérlendis.

Kannski er þetta bara byrjunin. Hver veit.

Þar til næst.


mbl.is Bankinn sem hvarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlar um allan heim fjalla um endurfjármögnun bankanna.

 

Íslensku bankarnir eru að rísa eins og Fönix úr öskunni," sagði viðskiptasjónvarpsstöðin CNBC, í inngangi að viðtali við Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, um endurfjármögnun íslensku bankanna. Fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um málið.

Það er fjallað um endurfjármögnun íslensku bankanna frá Suðureyri til Shanghai.

Já, það má segja að stóri bróðir hafi auga með okkur.

Það kæmi mér ekki á óvart þó fjölmiðlar um allan heim fylgdust grannt með störfum sérstaks (sérstakra ) saksóknara líka.

Svo ekki sé minnst á aðkomu Evu Joly, einum virtasta og þekktasta rannsóknardómara Evrópu, að þeim málum.

Nú dugir engin frændapólitík til að bjarga þeim hausum sem eftir eiga að fjúka.

Slíkt færi jú á stundinni í heimspressuna.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 


Erfitt að innheimta arð eigenda Sjóvár.

 

Sjóvá var áður að stærstum hluta í eigu Milestone, eignarhaldsfélags bræðranna Karls og Steingríms Wernersona. Á árunum 2006 til 2008 fékk Milestone greidda rúma 17 milljarða í arð frá Sjóva - eða einum milljarði meira en það sem ríkið hefur nú sett í félagið.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, telur ólíklegt að hægt verði innheimta arðgreiðslur til baka en Milestone hefur nú óskað eftir nauðasamningum við lánadrottna sína.

Ég veit ekki hvort það sé lagalega, tæknilega gerlegt," segir Steingrímur.

Væri nú ekki ráðlegt fyrir fjármálaráðherra að kynna sér málið og ef í ljós komi að það sé ekki "lagalega tæknilega gerlegt" að beita sér fyrir breytingu á löggjöfinni?

Eða eiga bræðurnir kannski að sleppa með föðurlega áminningu og herðaklapp?

Þar til næst.

 


Bananalýðveldið Nýja Ísland.

 

Arðgreiðsla Sjóvár til eigenda sinna á árinu 2007 var 170 prósent af hagnaði félagsins það árið. Milestone, fyrrverandi eigandi Sjóvár, fékk 7,3 milljarða króna í arð á sama tíma og hagnaður Sjóvár, sem samanstóð af trygginga- og fjárfestingarekstri, var 4,3 milljarðar kr.

Hvernig er þetta mögulegt?

Heimildir Morgunblaðsins herma að meðal annars sé verið að rannsaka brot á 9. grein á lögum um vátryggingastarfsemi. Í þriðju málsgrein hennar segir að „vátryggingafélag má ekki taka á sig ábyrgðir sem ekki eru vátryggingar. Því er óheimilt að taka á sig skuldbindingar sem ekki eru í tengslum við eðlilegan rekstur vátryggingafélags“. Sjóvá gekkst í fjárhagslega ábyrgð fyrir fasteignaþróunarverkefni í Macau á vegum dótturfélags síns að jafnvirði 8,5 milljarða króna og auk þess er grunur um að stór hluti þeirra skuldbindinga sem félagið tók á sig vegna fjárfestinga sinna sé ekki í tengslum við eðlilegan rekstur vátryggingafélags, en Sjóvá átti 35 dótturfélög sem voru utan um fasteignafjárfestingar félagsins.

Þrjátíuogfimm dótturfélög??

Málefni Sjóvár eru sem stendur til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara eftir að Fjármálaeftirlitið (FME) vísaði þeim þangað. Áður hafði FME verið með málið til skoðunar frá apríl 2008.

Þó fyrr hefði verið.

Í öllum siðmenntuðum löndum væri löngu búið að setja eigendurna á bak við lás og slá.

Dæmið er jú borðleggjandi.

En þetta er Ísland.

Land tækifæranna og útrásarvíkinganna sem sumir hverjir hafa verið heiðraðir af forseta vorum.

Það er reyndar kominn tími á að setja kallinn af og leggja forsetaembættið niður.

Ísland er líka land litla mannsins sem borgar brúsann þegar útrásarvíkingarnir eru búnir að skíta upp á axlir.

Skyldu þeir ekki bara sleppa með áminningu?

Spillingin og allur tilheyrandi viðbjóður blasir hvarvetna við.

Hún teygir sig líka inn í þingsalina, eða var ekki Tryggvi Þór Herbertsson bankastjóri fjárfestingarbankans Askars Capital, þar sem meðal annarra sat í stjórn Steingrímur Wernersson?

Hvað skyldi annars hafa orðið um þann banka?

Skyldi ekki forstjórinn Þór Sigfússon hafa fengið eitthvað fyrir sinn snúð?

Nei, nú er nóg komið. Þjóðin er búin að fá nóg af að láta taka sig í ósmurða endagörnina.

Ég spái því að þetta eigi eftir að enda með ósköpum, jafnvel blóðsúthellingum, ef þessir glæpamenn geta haldið áfram að spássera um götur borgarinnar eins og ekkert hafi í skorist-þ.e. ef þeir þá þora því.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Arðgreiðslur Sjóvár árið 2007 meiri en hagnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband