Færsluflokkur: Dægurmál
9.10.2009 | 00:55
Ég var að velta fyrir mér frétt...
...sem ég las í DV.
Athyglisverð frétt. Já, mjög svo.
Í fréttini er minnst átak sem nefnist "Operation Captura. ( Capture?).
Tilgangur þessa átaks ku vera að hafa hendur í hári fólks sem er á flótta vegna glæpa sem það framdi í Bretlandi.
Ég er enn að velta fyrir mér...
Skyldi þetta átak dekka útrásarvíkingana okkar?
Ansi margir þeirra búa í Englandi en ekki fleiri orð um það.
Nema kannski Björgólfarnir. Fela þeir sig ekki í Lúxemborg eða á Cannes?
En svo ég haldi áfram með pælingarnar, skyldi ekki vera hægt að taka upp svona Operation Captura ( Capture?), hérlendis?
Hugsið ykkur árangurinn.
Já, glæpamönnum myndi fækka stórlega og hvað atvinnuleysi snertir þá er ég þess fullviss, að það myndi hrapa stórlega líka.
Þeir eru örugglega ófáir, sem skráðir eru atvinnulausir og um leið sviptir lífsviðurværi sínu, sem myndu þiggja að fá að vera með í handtökum á þeim glæpamönnum sem sviptu þá atvinnunni og komu heilu þjóðfélagi á hausinn.
Er svona apparat kannski komið í gang nú þegar?
Allavega er byrjað að reyta fjaðrirnar af páfuglunum.
Þar til næst.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2009 | 19:32
Þessum peningum er vel varið.
Þó forgangsröðun núverandi ríkisstjórnar hafi verið gjörsamlega út úr kortinu, samanber tíma og fjármunum sem sóað hefur verið í ESB bullið, þá er loksins glæta í myrkrinu.
Það tók lengri tíma að opna augu ráðamanna fyrir þeirri nauðsyn að styrkja embætti sérstaks saksóknara en tárum taki. Upphaflega var gert ráð fyrir fimm starfsmönnum, sem er öllu grátlegra en það er hlægilegt.
Reyndar komst ekki hreyfing á málið fyrr en Eva Joly kom fram í Kastljósi, sællar minningar, og kaghýddi ríkisstjórnina.
Og það í beinni.
Eftir átján ára frjálshyggjustefnu íhalds já og Framsóknarmaddömunnar, stefnu sem skildi landið eftir í rúst, verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum núverandi stjórnarandstöðu við þessum fréttum.
Þeir munu vera þó nokkrir kálfarnir sem þá voru á spena "auðvaldsins," sem í dag eiga yfir höfði sér málssókn.
Svo vitnað sé í orð Evu Joly þá fer biðin að styttast.
Þar til næst.
![]() |
Rannsókn á hruni fær aukið fé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.10.2009 | 03:17
Skyldi sosum engan undra.
Einhver þarf að borga fyrir bruðl þeirra Bónussfeðga, já og fleiri feðga.
Og hver liggur þá best við höggi nema við öryrkjar og aldraðir?
Það ríkir jú kreppa hér á landi og eftir því sem ég kemst næst þá er hún ekki af mínum völdum.
Ég hef tekið þá ákvörðun að í framtíðinni kaupi ég eingöngu te, þ.e. þangað til það hækkar líka.
Þar til næst.
![]() |
Undrast allt að 45% álögur ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 9.10.2009 kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2009 | 21:00
Gagnlegur fundur Steingrímur?
Halló!!!
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er búinn að draga okkur Íslendinga á asnaeyrunum frá fyrstu stundu og nú er talað um gagnlegan fund.
Allt tal um samúð, skilning og brautargengi er ofur einfaldlega ekki nóg.
Allt þetta tal hefði átt að eiga sér stað fyrir mörgum mánuðum.
Hver veit nema slíkt hafi gerst.
Það hefur ekki farið mikið fyrir gegnsæi í þessum umræðum.
Og nú, til að bíta höfuðið af skömminni, þá á að snúa sér til stóra bróður í austri. Þá held ég að AGS sé þó skárri kosturinn.
Það verður að segjast eins og er að lán frá Rússum myndi ekki leiða til vaxandi trausts hvað snertir lánsmöguleika okkar í löndum okkur nær.
Það gæti farið svo að besta lausnin yrði sú að við yrðum laus við AGS (og Rússana) þó svo það hefði í för með sér niðursveiflu á gengi íslensku krónunnar, ástand sem aldrei yrði nema tímabundið.
En sitt sýnist hverjum eins og berlega kom í ljós í gærkvöldi að lokinni stefnuræðu forsætisráðherra, þar sem hver höndin var á móti annari.
Ég hélt í einfeldni minni að í eitt einasta skipti gætu öll dýrin í skóginum verið vinir.
En, því miður, þetta er ekki Thorbjörn Egner með dýrin sín í Hálsaskógi heldur ískaldur veruleikinn.
Þar til næst.
![]() |
Gagnlegur fundur með AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 7.10.2009 kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2009 | 17:25
Þór minn góður Saari.
Það þarf að taka víðar til en bara í "kerfinu."
Mun víðar.
Þar til næst.
![]() |
Þarf að hreinsa til í kerfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2009 | 08:12
Já Jóhanna. Láttu helv.... heyra það.
Hefði gjarnan mátt gerast miklu fyrr.
Auðvitað finnst okkur ósanngjarnt að geta hvergi slegið lán en það eru ekki bara norrænu ríkin og AGS, heldur líka dágóður partur af Evrópu sem heldur að sér höndum sem, ef við lítum ögn til baka, má teljast ofur eðlilegt. Lánstraustið okkar er löngu fokið út í veður og vind.
Auðvitað finnst okkur líka ósanngjarnt að þurfa að leysa Icesave deiluna áður en við eigum minnstu möguleika á láni.
Okkur finnst líka ósanngjarnt hvernig ESB löndin hafa þjappað sér saman gegn okkur.
Ofur skiljanlegt, skrattinn sér jú um sína, sem styrkir afstöðu mína gegn ESB enn frekar.
Ég sé okkur Íslendinga ekki fyrir mér til borðs með þjóð sem dregið hefur okkur í dilk með hryðjuverkamönnum, sama á hvaða vettvangi það er.
Svo ekki sé minnst á kostnaðinn sem umsókninni fylgir.
Það væri mun skynsamlegra að beita kröftum okkar og fjármunum(?) til að reyna að hafa upp á þessum fjögurra milljarða evra innistæðum sem horfið hafa út af Icesave reikningum Landsbankans.
Ég minnist orða Evu Joly þegar hún sagði að allar færslur væri hægt að rekja.
Þar til næst.
![]() |
Jóhanna gagnrýnir Brown |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2009 | 23:44
Að loknum umræðum.
Ég hlustaði á stefnuræðu forætisráðherra og þá ekki síður á það sem stjórnarandstaðan hafði fram að færa.
Mér fannst þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson standa sig einna best þegar að því kom að fræða okkur óbreytta hversu röng stefna ríkisstjórnarinnar væri og hér þyrfti aðgerðir.
Þeim láðist reyndar að kryfja málin til mergjar og segja okkur nákvæmlega hvernig þeir myndu taka á þeim gríðarmikla vanda sem ríkisstjórnin glímir við.
Nú er því haldið fram að Ögmundur haldi ríkisstjórninni í gíslingu.
Ekki er öll vitleysan eins.
Það er AGS sem heldur ríkisstjórn og öllu íslenska samfélaginu í heljargreipum með þeim skilyrðum sem okkur eru sett.
Árið 2013 á ríkisreksturinn að vera orðinn hallalaus. Á þeim stutta tíma sem er til stefnu á að knésetja okkur algerlega svo hægt verði að berja okkur - enn meir - til hlýðni og undirgefni.
Enda hefur AGS hvarvetna skilið eftir sig sviðna jörð.
Nú er bara að reyna og vera fjandanum bjartsýnni.
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2009 | 01:06
Útburðarvælið heldur áfram.
Hvað skyldi Norðurál þurfa að borga fyrir kílówattstundina?
Er það í samræmi við það sem við óbreyttir þurfum að borga?
Á meðan alltof mikill hluti þjóðarinnar einblínir á álver, já og fleiri álver, sem einhverja töfralausn á öllum okkar fjárhagsvandræðum þá er ekki minnst einu orði á gagnaverin.
Hvað veldur?
Á sama tíma sitja alltof margir (margar) kúlulánþegar á þingi. Reyndar sitja ekki öll á þingi en spillingin er allsstaðar.
Tryggvi Þór Herbertsson sem þann 7. sl. harðneitaði að hafa nokkru sinni fengið kúlulán, fékk 300 millóna kúlulán hjá Askar Capital, þegar hann var forstjóri fjárfestingarbankans.
Eignarhaldsfélag í eigu Finns Sveinbjörnssonar, þáverandi bankastjóra Icebank og núverandi bankastjóra Kaupþings, fékk 850 milljóna króna kúlulán frá nokkrum bönkum árið 2007.
Þegar Finni var sagt upp sem bankastjóra í árslok 2007 seldi hann félagið Tæplega 16 milljóna króna skuld vegna vaxtakostnaðar var skilin eftir inni í félaginu.
Hulda Dóra Styrmisdóttir starfaði áður hjá FBA og síðar Íslandsbanka, 1998-2004.
Um mitt ár 2004 fór Hulda í sérverkefni á vegum bankans þar til hún lét af störfum að eigin ósk í lok október 2004.
Falleg útskýring á brottrekstri.
Ekki nóg með það því hér kemur smá biti.
"Einkahlutafélag í eigu Huldu Dóru Styrmisdóttur hafði selt 13 milljónir bréfa á genginu 10,9. Hulda seldi því hlutabréf fyrir rúmlega 140 milljónir, eða sem svarar eitthvað um 200 milljónir á verðlagi dagsins í dag. Þetta eru góð ævilaun verkamanns."
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, neitar að tjá sig um kúlulán eiginmannsins, Kristjáns Arasonar, sem skuldaði samkvæmt lánabók Kaupþings, bankanum 900 milljónir króna um mitt ár 2006.
Á þessum tíma var Kristján framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kaupþings sem reyndar var almenningshlutafélag.
Það er hægt að halda áfram allt að því endalaust.
Þá má nefna KÞG Holding, í eigu Kristins Þórs Geirssonar, forstjóra B&L, sem fékk 994 milljóna króna kúlulán, frá Glitni, til fimm ára til að kaupa hlutabréf í bankanum á genginu 16,9.
Ekki má láta staðar numið án þess að minnast á lánamál Sigurjóns Þ. Árnasonar fyrrum bankastjóra Landsbankans .
Landsbankinn veitti Sigurjóni kúlulán upp á 40 milljónir í nóvember sl. þ.e. eftir bankahrun.
Ekki nóg með það, í veðbandayfirliti Fasteignaskrár Íslands kemur í ljós að sama dag fékk Sigurjón 30 milljónir frá bankanum út á aðra eign.
Það sem flestir taka vísast eftir er að lánið er veitt eftir hrun gamla Landsbankans, eftir að Sigurjón hætti í bankanum og að bankinn varði lánið ötullega.
Svona væri hægt að halda áfram endalaust en ég ætla að stoppa hér að svo stöddu.
Viðkvæmt fólk fengi sennilega í magann af öllum þessum viðbjóði en ég, persónulega , er öllu illu vanur.
Held áfram á næsta bloggi.
Þar til næst.
![]() |
Telur útilokað að leggja nýja skatta á álverin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2009 | 19:02
Prumpum og prumpum...
...þar til okkur tekst að flæma AGS þangað sem það batterí á heima.
Samkvæmt sögusögnum mun vera ágætlega hlýtt í því neðra.
Það sem mér finnst þó sárast er ekki Icesave skuldin, sem við þurfum ekki að borga af næst sjö árin, heldur þeir 350 milljarðar sem dælt var í Seðlabankann 2008, gjaldfallið, og svo eru það peningamarkaðssjóðirnir með 200 milljarða gjaldfallna skuld.
Sem sagt, í burtu með AGS.
Þar til næst.
![]() |
Kreppan eins og prump í eilífðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 6.10.2009 kl. 05:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2009 | 23:56
Ó, ó, eymingja Jón garmurinn Ásgeir.
Hversu fantaleg og ósvífin sumum kann að virðast vinnubrögð Helga Felixsonar þá er ég þeirrar skoðunar að Jón Ásgeir eigi þau fullkomlega skilið.
Hve oft ætli hann hafi logið að okkur?
Reyndar eru hæg heimatökin því hann á jú stærstu fjölmiðlasamsteypu Íslands.
Í það minnsta að nafninu til.
Þess er jú skemmst að minnast þegar hann lýsti því yfir í Silfri Egils á síðasta ári að hann kannaðist ekkert við eyjuna Tortola, þrátt fyrir þá staðreynd að helsta eignarhaldsfélag hans, Gaumur Holding, er stofnað á eyjunni og talsverðar eignir geymdar þar.
Í framhaldi af því koma mér í hug orð Evu Joly í Kastljósinu í kvöld þar sem hún sagði að að fyrstu ákærurnar vegna efnahagsbrota sem tengjast hruninu gætu komið í kringum næstu áramót.
Langri bið fer að ljúka.
Það er spurning hvort strákurinn þurfi ekki á (sálfræði)aðstoð að halda svo vitnað sé í ágæta grein Páls Skúlasonar, prófessors í heimspeki og fyrrverandi rektors Háskóla Íslands.
Þar til næst.
![]() |
Ósáttur við höfund Guð blessi Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)