Færsluflokkur: Dægurmál
2.10.2009 | 20:14
Gjaldþrota auðmenn þurfa að leggja fram tryggingu.
Nú er útlitið svart.
Nú verða þeir heiðursmenn Björgólfur Guðmundsson og Magnús Þorsteinsson að leggja fram hundruð þúsunda króna í málskostnaðartryggingu.
Aura sem, samkvæmt DV frétt í dag, þeir eiga ekki til.
Hér koma nokkur sandkorn.
"Bæði Þorsteinn og Björgólfur hafa verið úrskurðaðir gjaldþrota og því óljóst hvernig þeir borgi þá tryggingu sem héraðsdómur hefur nú úrskurðað að þeim beri að leggja fram."
Og enn fleiri korn.
"Nema þeir fái lán frá velunnurum þá er óljóst hvort framhald verði á málinu enda eiga öll þeirra fjárhagslegu verðmæti að renna í þrotabú í kjölfar gjaldþrots."
Hafi ég skilið þetta rétt þá er tilgangslaust fyrir okkur óbreytta að fara af stað með samskotabaukana fyrir þá.
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2009 | 06:53
Að greina rangan frá réttum.
Enn og aftur eru hér óprúttnir og illa innrættir menn á ferð.
Nú á að ganga að Sigga garminum Einars með látum.
Hvað er eiginlega í gangi?
Þeir sem til þekkja vita mætavel að kallanginn er blankur. Já, alveg staur.
Áþreifanlegasta dæmið er jú kofakrílið hans þarna einhversstaðar í Borgarfirðinum sem í dag er ekki einu sinni fokhelt.
Tryggir og góðir sveitungar hefðu alveg getað splæst í nokkrar spýtur handa garminum nú eða þá stolið þeim, svo hægt væri að negla fyrir gluggana áður en kofinn fýkur á haf út.
Það ku vera vindasamt þarna í Borgarfirðinum.
En nei nei, það á að draga Sigga drenginn fyrir dómstólana.
Það sem vekur furðu mína er sú yfirlýsing Björns Þorra Viktorssonar lögmanns, að illa gangi að hafa upp á Sigga gaurnum , sem sé fluttur úr landi.
Hann segir orðrétt: Það var enginn opinber aðili hér á landi sem gat veitt okkur upplýsingar um það hvar maðurinn byggi." segir Björn Þorri.
Kommon Bjössi, kíktu í Borgarfjörðinn.
Ekki er bitið úr nálinni enn.
Onei nei.
Nú á líka að draga ungan og óharðnaðan drengstaula, Hreiðar Má Sigurðarson fyrir dómarann.
Hreiðar strákgreyið á að öllum líkindum engan kofa í Borgarfirðinum til að leita sér skjóls í svona rétt til að hverfa frá ys og þys stórborganna, enda er drengurinn að öllum líkindum enn blautur á bak við eyrun og blankur í onálag.
Ef pjakkurinn finnst ekki þá mætti tékka á Stykkishólmi (nú verður öll móðurættin mín snarbrjáluð ), þar sem hann ku eiga ættir sínar að rekja.
Á sama tíma og þessir heiðursmenn verða dregnir fyrir dómstólana þá sporta stórglæpamenn í Cannes og reyna að sýnast stærri en þeir eru.
Hvar er réttlætið?
Hvar er Eva Joly?
Þar til næst.
Heimildir Vísir, "Sigurður og Hreiðar Már kunna að þurfa að greiða skaðabætur úr eigin vasa."
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2009 | 22:01
Glöggt er gestsaugað.
Þetta var einmitt það sem okkur vantaði.
Þó fyrr hefði verið.
Ég vil enn og aftur ítreka það að ég er ekki hefnigjarn, sona að eðlisfari, en nú er ég kominn með blóðlykt í nasirnar. Og þær eru nú ekki beint af minni gerðinni.
Ég leyfi mér að stela hér smáklausu úr fréttinni og fyrirgefst vonandi.
"Aðgerðirnar voru víðtækar og hófust með leit á tveimur endurskoðunarskrifstofum kl. 10 í morgun. Alls tóku 22 manns þátt í aðgerðunum í dag. Auk starfsmanna embættisins tóku þátt í húsleitunum lögreglumenn frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þ.á m. sérfræðingar í haldlagningu og meðferð rafrænna gagna og sex erlendir sérfræðingar á sviði endurskoðunar.
Mér virðist sona í fljótu bragði að stjórnvöld hafi loksins rumskað já og jafnvel vaknað af dvalanum. Var sosum löngu kominn tíminn á það.
Það skyldi þó ekki vera að stuggað hafi verið við þeim? Samanber björninn sem rifinn er á lappir um miðjan vetur. Það vita jú allir sæmilega viti bornir menn hvernig viðbrögðin verða.
Nema kannski einhverjir veruleikafirrtir kúlulánþegar sem enn hafa ekki verið gómaðir.
En, nóttin er ekki úti enn.
Þar til næst.
![]() |
Grunur um fjölda brota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2009 | 18:24
Skjótt skipast veður í lofti.
Það er af sem áður var, þegar útrásarvíkingar fylktu fríðu liði um æðstaprest hinnar göfugu útrásar og skörtuðu sínum gljáfægðu útrásarorðum.
Það er af sem áður var.
Ég hlustaði með andagt á hina hjartnæmu ræðu sem forseti vor flutti oss. Þar kom margt áhugavert fram sem snart mig djúpt.
Af öllum þeim dásemdum sem á okkur dundu var klausa ein sem virkilega kom tárunum út á mér.
"Margir hjallar eru að baki, aðgerðir sem urðu deiluefni og erfitt reyndist að hrinda í framkvæmd, sársaukafullar fyrir flesta, ekki aðeins þá sem sýndu gáleysi eða glannaskap heldur líka fjölmarga sem gættu hófs, fóru með gát en bera nú saklausir þungar byrðar sem hóflaus sjálftaka og græðgi annarra leggur þeim á herðar."
Hvern eða hverja skyldi nú forseti vor haft í huga þegar hann lét þessa opinskáu og já , þessa hreinskilnu og heiðarlegu athugasemd frá sér fara?
Margt er spurt, en fátt um svör.
Ég saknaði þess að sjá ekki útrásarvíkingana, þó ekki hefði verið nema einn eða tveir, með Fálkaorðuna um hálsinn á þessari hátíðlegu stund. Ég læt hér staðar numið að sinni, verð að þerra tárin.
Þar til næst.
![]() |
Sóknarskeið á næsta ári raunhæfur möguleiki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2009 | 09:20
Í orði en ekki á borði.
Átti ekki að spara og fækka sendiráðum?
Ísland starfrækir 31 sendiskrifstofu í 23 löndum.
Ókunnugir gætu freistast til að halda að hér byggi milljónaþjóð.
Það er ekki nóg að skera niður í heilbrigðisþjónustunni og hækka (neyslu)skatta sem leiða til aukinnar verðbólgu og keyra íslensk fyrirtæki endanlega í þrot.
Þar til næst.
![]() |
Kristín sögð verða sendiherra í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2009 | 19:33
Lán með fyrirvörum?
"Norski Miðflokkurinn, einn þriggja stjórnarflokka í Noregi, hefur lagt til að Norðmenn veiti Íslendingum lán eða lánalínu upp á 2 þúsund milljarða óháð lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og þar með Icesave-deilunni, að sögn Höskuldar Þórhallssonar, þingmanns Framsóknarflokksins."
Snögg eru umskiptin hjá frændum vorum Norðmönnum ef fótur er fyrir þessari frétt.
Hefur Mbl. sannreynt hana?
Ef rétt reynist þá er þarna komin patent lausn á vandamálum okkar, þ.e. við getum vísað hinu rammpólitíska apparati AGS út í ysta hafsauga og hvað varðar Breta og Hollendinga þá geta þeir bara farið með Icesave málið fyrir dómstólana.
Ég hef fulla trú á að niðurstaðan gæti komið okkur þægilega á óvart.
Það er að vísu eitt atriði sem ekki ber á góma í fréttinni.
Höskuldur segir málið ekki hafa fengið framgang innan norsku ríkisstjórnarinnar vegna þess að Sósíalíski vinstriflokkurinn og Verkamannaflokkurinn beri því við að ekki hafi borist formleg beiðni frá Íslendingum.
Norski fjármálaráðherrann, Kristín Halvorssen hefur oftar en ekki lýst því yfir að Ísland verði að ljúka Icesave málinu áður en til greina komi að Norðmenn láni okkur krónu. Það yrði ekki lagt á herðar norskra skattgreiðenda að borga fyrir fjármálafyllerí hægri stjórnarinnar hérlendis.
Þarna stangast á orð fjármálaráðherra annarsvegar og Norska Miðflokksmannsins Per Olav Lundteigen hins vegar.
Tíminn leiðir vonandi í ljós hvort sannara reynist.
Þar til næst.
![]() |
Vilja lána 2000 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2009 | 21:15
Ég bíð spenntur eftir myndinni.
Ég iða í skinninu af einskærri forvitni.
Hvað skyldi Jón Ásgeir vilja fela núna?
Ég hélt í einfeldni minni að hann væri með allt uppi á borðinu. En nei, eitthvað leynist í pokahorninu.
Ekki koma svo viðtölin við Bjarna Ármannss. og Björgólf Thor til að skemma fyrir myndinni.
Þar til næst.
![]() |
Vill að viðtölum verði eytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2009 | 01:52
Við bíðum og vonum líka Steingrímur.
Höfum reyndar beðið lengi.
Mjög lengi.
Á sama tíma og verið er að hneppa okkur, börnin okkar og barnabörnin í skuldaáþján, þá sporta upphafsmenn þessar skuldar,Björgólfarnir, í Cannes og þykjast meiri en þeir eru.
Þá á ég að sjálfsögðu við yngra kvikindið.
Það hefur löngum þótt loða við landann að reyna að sýnast stærri en hann er.
Við, óbreyttur almúginn, erum neydd til þess að borga óreiðuskuldir þessa fjárglæframanna.
Gott og vel. EN, ég hef ekki stofnað til þessara skulda og ég harðneita að borga þær.
Þó svo það hafi í för með sér brottflutning af landinu.
Ég krefst þess að þeir Björgólfarnir verði dregnir til saka og látnir borga það sem þeim ber að borga.
Að þeir skuli enn, tæpu ári eftir bankahrun, ganga lausir er ofvaxið mínum skilningi.
Hvað er eiginlega í gangi?
Hvað er verið að fela?
Þær eru ótal margar spurningarnar sem brenna mér á vörum en svör fást ekki.
Hugsum um þetta.
Þar til næst.
![]() |
Vonast eftir Icesave niðurstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2009 | 18:34
"Illt að þjóðin gangi í ábyrgð fyrir fjárglæframenn."
Þetta er fyrirsögn á Vísis frétt í dag.
"Lausn Icesave málsins myndi ekki breyta því að það er illt að þjóðin skuli þurfa að ganga í ábyrgð fyrir fjárglæframenn sem nýttu sér hið sér hið góða nafn hennar á óábyrgan hátt, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. "
Þetta vitum við og höfum vitað lengi.
Er ekki löngu kominn tími á frelsissviptingu þessara fjárglæframanna?
Því eins og alþjóð veit þá hafa þeir Björgólfsfeðgar skilið eftir sig sviðna jörð hvar svo sem þeir hafa stigið niður fæti.
Hafskip, Útvegsbankinn, Icesave og guð má vita hvað.
Það er engu líkara en þeir feðgar keyri áfram á einhverri veruleikafirrtri hefnigirni.
Skyldi það tengjast þeim fimm mánaða skilorðsbundna dóm sem sá gamli fékk á sig vegna aðkomu sinnar að Hafskipamálinu?
Takið eftir þessu. Skilorð!
Breiðavíkurdrengurinn Lalli Jones fýkur inn á Hraunið fyrir það eitt að stela oní sig að éta.
Hér er greinarmunur á Jóni og séra Jóni.
Nú, tæpu ári eftir bankahrunið ganga fjárglæframenn enn lausir og rokka feitt á okkar kostnað.
Á sama tíma verður hinn óbreytti borgari að herða sultarólina.
Gamalt og gott máltæki segir að réttvísin sé blind. Það eru orð að sönnu, allavega hérlendis.
Þjóðin bíður og hefur beðið lengi eftir að réttlætinu verði fullnægt.
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2009 | 19:40
Sameinuð stöndum vér...
Það gladdi mig að heyra hversu vel söfnunin fyrir Grensássdeildina hefur gengið vel.
Ég er einn af þeim sem hlotið hefur hjálp á deildinni, hjálp sem ég hef búið að síðan.
Af þeim gríðarstóra hóp sem lagði hönd á plóginn þekki ég nokkur persónulega.
Eins og ein æskuvinkona mín, kona sem hefur verið öryrki í tvo áratugi, sagði: Mér finnst þessum fimmþúsund krónum vel varið.
Ég tek undir þetta með henni. Ég gaf líka "Fimmara".
En mikið þætti mér gaman að vita hversu mikið Bjarni Ármannsson gaf.
Honum hefur kannski fundist óábyrgt að sóa aurunum á þennan hátt.
Þar til næst.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)