Launaleiðrétting?

Ég get ekki orða bundist.

Einar bjálfinn Örn hamrar á þessari útjöskuðu tuggu að launahækkun varaborgarfulltrúa sé leiðrétting á launum.

Hvað með liðið sem stendur í biðröð fyrir utan hjálparstofnarirnar til þess eins að fá mat oní gogginn á börnunum sínum?

Hvað með liðið sem nú líður fyrir afglöp fyrrverandi eigenda og stjórnenda gömlu bankanna?

Hvað líður störfum sérstaks saksóknara?

Hver er réttlæting Gnarristanna fyrir launahækkun (leiðréttingu) sinna manna á sama tíma og tillaga um "leiðréttingu" þeirra sem virkilega þurfa á hjálp að halda er felld?

Í morgun réðust Gnarristar á forseta og utanríkisráðherra Slóvakíu og báru þeim á brýn kynþáttamisrétti. Vissulega var ástæða til en það gleymdist að geta þeirra íslensku barna sem enn þann dag í dag búa við misrétti þó af öðru tagi sé. Þar fyrir utan er viðbjóðurinn að koma upp á yfirborðið, sona smátt og smátt.

Eitt mega þeir Gnarristar eiga, þeir lofuðu því að spillingin yrði á yfirborðinu, ekkert yrði falið.

Þeir hafa svo sannarlega staðið við gefin loforð.

Eygló Harðardóttir rífur kjaft og blammerar forsætisráðherra fyrir að standa við sína meiningu.

Hvenær skyldi nú sirkusnum ljúka?

Ég velti þeirri spurningu oft fyrir mér. Kannski fæ ég einhvern tímann svar.

Þar til næst.

 

 

 


"Nóg er nú komið samt"

 

Nú á að fara að taka til innan stjórnsýslunnar og sosum kominn tími til. Hinsvegar, eins og svo oft áður, finnst mér byrjað á öfugum enda.

Nú á að draga nokkra fyrrverandi ráðherra fyrir Landsdóm sem að mínu mati er jafn úreltur og spænski rannsóknarrétturinn. Þar get ég tekið undir með forsætisráðherra að löngu hefði verið tímabært að leggja hann niður og  láta málið fara fyrir venjulega dómstóla þar sem menn hlytu þó réttarstöðu grunaðra í stað þess að standa frammi fyrir 105 ára gömlu fyrirbæri sem reyndar var orðið úrelt strax árið 1960 en þá þótti ástæða til að bursta rykið af.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá.

Nú einblína menn á væntanlega sök eða vanrækslu fyrrverandi ráðherra í aðdraganda hrunsins en hvergi er minnst á aðkomu fyrrverandi eigenda og stjórnenda bankanna sem samkvæmt "rannsóknarskýrslunni" blóðmjólkuðu bankana innan frá.

Hvað líður störfum sérstaks saksóknara?

Svo ég snúi mér nú að öðru þá ber efst á baugi þessa dagana endurkoma Þorgerðar Katrínar á þing og sýnist þar sitt hverjum.

Þó svo skoðanir okkar fari ekki alltaf saman þá ber ég virðingu fyrir henni og þá ekki síst fyrir þá ákvörðun hennar að stíga til hliðar á meðan "rannsóknin mikla" stóð yfir. Hún var sú eina sem hafði þann manndóm til að bera en margir aðrir hefðu átt að sýna sóma sinn í því að fylgja fordæmi hennar.

En það er nú bara þetta "ekki benda" á mig heilkennið.

Og enn að öðru.

Nú virðist grassera áður óþekktur sjúkdómur sem herjar helst á "útrásarvíkinga" og lýsir sér í minnisleysi áðurnefndra og þá sérstaklega þegar um er að ræða enskukunnáttu. Þrátt fyrir háskólanám, ásamt tilheyrandi gráðum, vestan hafs og austan.

Ekki fer sögum af smithættu en allur er varinn góður, þ. e. okkur óbreyttum ber þá að forðast "útrásarvíkinga" en það er þetta með háskólanámið. Frown ?

Kveð að sinni, þarf að ljúka enskuverkefninu og þar til næst.

 


Guð gefi að svo verði.

Burtséð frá því að ég er gallharður andstæðingur aðildar Íslands að Evrópusambandinu þá yrði ómakið tekið af okkur því ekki þyrfti að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þar sem umsóknin yrði kolfelld hvort eð er.

Einnig myndu sparast einhverjar krónur líka sem, nota bene, ekki eru til.

Nema þá helst hjá hinni nýju yfirstétt landans þ. e. bankastarfsmönnum.

Ég rak augun í mjög svo athyglisverða frétt í mbl. áðan þar sem greinarhöfundur fer mikinn og fjallar um hugsanlega ábyrgð fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar ef Alþingi gæfi út ákæru á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum í ríkisstjórn Geirs. H. Haarde, eins og flest stefnir nú í.

Samkvæmt fréttinni þá virðist þingheimur og þá sérstaklega þingmenn og ráðherrar úr röðum Samfylkingar gjörsamlega vera að fara á límingunum.

En hvað með sjallana?

Orðaskipti þingmanna okkar undanfarna daga hafa, þrátt fyrir hefðbundna niðurrifsstarfsemi, veitt mér ómælda ánægju.

Málfarið hefur augljóslega færst frá grunnskólastílnum yfir í "aþþíbara" stílinn. Ég legg til að útvarpsráð samþykki nú að hefja fastar sendingar frá Alþingi. Það myndi vega upp á móti sárum niðurskurði og svo mætti spara enn meira með því að henda út einhverjum af þessum eilífðar bandarísku sápuóperum og koma með eina íslenska.

Ný þyrfti einhver tölvusnillingurinn að stofna Facebook síðu þar sem við gætum skorað á Rúv. að auka íslenska framleiðslu og með þessum orðum kveð ég nú og þar til næst.

 

 

 

 


mbl.is Sögð geta hindrað ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kyrrstöðusamningur hvað?

"Eins og komið hefur fram felur kyrrstöðusamningurinn í sér að vaxtagreiðslur af skuld Gaums eru frystar á meðan bankinn aflar upplýsinga um stöðu félagsins."

Svo mörg og fögur voru þau orð.

Undarlegar þykja mér orð og aðgerðir háttvirts bankastjóra Arion bankans. Enn og aftur læðist að mér sá ljóti grunur að hér sé verið að hygla einhverjum.

Það er á allra vitorði hver staða Gaums er.

Nema kannski yfirmanna Arion bankans.

Skyldi ekki hafa hvarflað að höfðingjunum að fá nýja stjórnendur til fyrirtækisins eða á að halda í gamla gengið sökum "reynslu" ?

Skyldi Höskuldur, fyrrum forstjóri hjá Valitor vera einráður í þessum efnum?

Samkvæmt hlutafélagalögum ber að gefa félag upp til gjaldþrotaskipta ef það er ekki greiðsluhæft, en það gilda kannski aðrar reglur um höfðingjana.

Nú er okkur tjáð af málpípu Baugsmanna (skiptir sosum engu máli hvað fél. heitir, þetta er allt sama drullið) Kristínu nokkurri Jóhannesdóttur að skuldir Gaums séu "bara sex milljarðar króna."

Er skuld Pálma í Iceland Express inni í þessari tölu?

Hér kemur svo ein safarík!

"Höskuldur (höfuðpaurinn) vísar gagnrýni á samninginn á bug og segir hann í takt við meðferð á skuldum heimila. Hvað snertir önnur atriði samningsins kveðst hann ekki hafa heimild til að tjá sig um efnisatriði á þessu stigi."
Það er sosum gott og blessað að geta skýlt sér á bak við bankaleyndina en menn mættu hafa í huga að fyrr eða síðar kemur að skuldadögum og þá finnst ekkert sem hægt er að fela óþverrann á bak við.

Í framhaldi af þeim fréttum sem oss hafa borist af heiðarleika og raunsæi svokallaðra útrásarvíkinga dettur mér helst í hug magnframleiðsla á "Fálkaorðunni". Til úthlutunar. Takk.

Þó svo ég sjái fyrir mér allan útrásarherinn með "græðgisglampann í glyrnunum og slefuna í munnvikunum" þá er einn maður sem standa ætti þar fremst í röð og það er enginn annar en Breiðavíkurdrengurinn Lalli Jones, sem þrátt fyrir allt er þó svo heiðarlegur að viðurkenna misgjörðir sínar og borga skinkubréfið sem óvart datt í vasa hans áður en hann kom að kassanum. Stundum stelur hann til að redda sér gistingu þó svo enginn fái að liggja úti í íslenska samfélaginu. Sem er reyndar önnur saga.

Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu mála á næstunni og þar til næst.

 

 


mbl.is Á ekki fyrir skuldunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera með, eða móti.

Nú, rétt eins og fyrri daginn, er hver höndin upp á móti annarri í búðum Alþingis, og  slíkt og þvílíkt fer að verða ansi þreytandi.

Skiptir engu máli hverju  ríkisstjórn okkar fitjar uppá, stjórnarandstaðan er svo sannarlega í andstöðu.

Eitthvað rámar mig í að allir hefðu ætlað að leggjast á eitt og vinna sameiginlega að því að koma okkur úr því klandri sem nokkrir einstaklingar komu okkur í og fara nú hamförum að finna sér sökudólg og hvítþvo sjálfa sig.

Ég velti því stundum fyrir mér hver staðan væri, sæti hægri stjórn við völd í dag.

Engin Eva Joly?

Sennilega væru vinstri menn þá í því að rífa niður aðgerðir hægri manna.

Dapurlegt.

Samkvæmt íslenskri hefð gjamma þeir hæst sem ættu að segja sem minnst. Bjarni Ben. talar um sjónarspil. Sigmundur Davíð talar um óðagot, en hann hefur þó vit á því að þegja um Noregsferð sína og Höskulds flokksbróður síns, eftir að hafa látið gamminn geisa um skuldasöfnun Íslendinga og skrapp svo yfir pollinn til Noregs í þeim tilgangi að betla ca. tvö þúsund milljarða út á smettið á sér, en eins og gefur að skilja fór erindisleysu.

Við eigum langt í land með uppbyggingu nýs þjóðfélags ef þessi vinnubrögð eiga að viðhafast.

Nú dynja á okkur fregnir af "útrásarvíkingunum", Kalli kallinn Wernersson orðinn framkvæmdastsjóri Lyfja og Heilsu, í góðri sátt að okkur er tjáð.

 Næst verður það sennilega Fálkaorðan.

Nú hefur Arion banki hefur gert kyrrstöðusamning við Gaum eignarhaldsfélag Bónusfjölskyldunnar. Það þýðir að félagið verður hvorki tekið til gjaldþrotaskipta né gengið að eignum þess meðan samningurinn er í gildi. Gaumur skuldar bankanum tugi milljarða króna og hluti lána félagsins var á gjalddaga í haust.

Það liggur við að ég skammist mín enn og aftur fyrir þjóðerni mitt.

Svona rétt í lokin þá vil ég taka það fram að þó ég sé fylgjandi ýmsu af því sem núverandi ríkisstjórn hefur fitjað upp á þá er frekari skattlagning, að mínu mati gjörsamlega út úr kortinu.

Aukin skattheimta (og þetta veit hver einasti framhaldsskólanemi ) dregur úr einkaneyslunni sem er drifkraftur efnahagsstarfsseminnar og mér er með öllu óskiljanlegt að ráðamenn þjóðarinnar hafi ekki komið auga á það enn.

Ég ætla að hætta að ergja mig að sinni og býð ykkur öllum góða nótt.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 


Nú syrtir í álinn...

...Höskuldur kallinn H. Ólafsson virðist hafa gleymt grundvallaratriði allra viðskipta, sem eru að kynna sér spil mótaðilans og ganga úr skugga um að þar sé ekkert óheiðarlegt í gangi.

Höskuldur virðist hafa gleymt þessari ofur einföldu reglu þegar hann lýsir því yfir að honum komi ekkert við hvaðan Jóhannes "í Bónus" hafi fengið þennan 1,3 milljarð króna til kaupa á eignarhlut Haga í færeyska félaginu SMS ásamt sérvöruverslununum Top Shop, Zara og All Saints.

" Hann kemur með peningana einhverstaðar annars staðar frá, ég veit ekki hvaðan,“ segir Höskuldur við Morgunblaðið."

Nú erum við komin að því sem á verkamanna íslensku kallast "Listin að ljúga."

Höskuldur segir, að eignirnar séu ekki seldar í opnu söluferli vegna þess að verslanirnar tengist Jóhannesi mjög persónulega.

Persónulega?

Maður kemur í manns stað. Það vita allir sem einhverntímann hafa fengist við verslunarrekstur, og að Höskuldur skuli voga sér að bera þvílíka vitleysu á borð fyrir okkur óbreytta sýnir að annaðhvort er maðurinn hrokafullur eða hann heldur okkur Íslendinga vera fífl sem hægt er að ljúga að.

Hvorugt er gott.

Ég hélt í einfeldni minni að eftir bankahrunið myndu ólíkir stjórnmálaflokkar taka á og vinna saman til að leiða þjóðina út úr þeim ógöngum sem örfáir Íslendingar leiddu okkur í.

Því miður höfum við ekki öðlast þann þroska sem dýrin í skóginum hafa. Onei.

Nú er hver höndin upp á móti hverri annarri og þá læðist að mér sú hugsun að ansi margir stjórnmálamenn setji eigin hag ofar öllu öðru og þar með ofar velsæld íslensku þjóðarinnar, sem vel á minnst er fólkið sem kaus þetta lið yfir sig í einfeldni sinni, í þeirri trú að nú yrðu breytingar framundan.

Breytingarnar virðast  hinsvegar hafa farið ofan garðs og neðan.

Það væri hægt að halda áfram í þessum dúr út í það óendanlega en einhvern tímann verður maður að sofa.

Nú býð ég ykkur öllum góða nótt og þar til næst.

 


Dágóð afmælisgjöf.

Um leið og ég óska Jóhannesi "í Bónus" til hamingju með 70 ára afmælisdaginn þá vakna ýmsar spurningar sem mér þætti vænt um að einhver lesandinn gæti svarað.

Til dæmis þætti mér vænt um að vita hvaðan kallinn fær 1237,5 milljónir króna til að kaupa  eignarhlut Haga í færeyska félaginu SMS ásamt sérvöruverslununum Top Shop, Zara og All Saint.

Samkvæmt álagningarskrá námu framtaldar eignir Jóhannesar umfram skuldir á síðasta ári tæpum 386 milljónum króna.

Vel af sér vikið því maðurinn er því sem næst eignalaus.

Hvað með 400 fermetra húskrílið á móti Akureyri sem ber skuldir upp á 400 milljónir?

Í fréttinni kemur fram að Jóhannes fær bíl og sumarhús á "markaðsverði" eða 41 milljón króna.

Er kannski verið að tala um tjaldvagn og Trabant??

Nei varla því skrattinn sér um sína.

Hvernig væri að Landsbankinn rukkaði nú kallinn um ógreiddar skuldir, sem í dag nema margföldum örorkulífeyri?

Í onálag fær kallinn 12 mánaða starfslokasamning plús eingreiðslu upp á litlar 90 millur, en fyrir hvað???

Jú kallinn var að mati stjórnenda Arion banka svo einstaklega fær í viðskiptum og þá sérstaklega bent á þau miklu viðskiptasambönd sem áðurnefndur hefði.

Nú er mér spurn. Halda yfirmenn Arion banka okkur Íslendinga vera fífl?

Þar er Höskuldur nokkur H. Ólafsson í fararbroddi.

Hvaða stjórnmálaflokki skyldi hann tilheyra?

Hvernig skyldi standa á áðurnefndum aðgerðum þegar sjálfur bankastjórinn lýsir því yfir að hann hafi ekki hugmynd um hvaðan aurarnir koma. Mér dettur helst í hug Sviss í upphafi seinni (og vonandi þeirri síðustu) heimstyrjaldar þegar menn komu eignum sínum í (skatta) skjól og komust upp með það.

Hafa tímarnir ekkert breyst?

Ég læt þetta nægja að sinni og þar til næst.

 

 

 

 


mbl.is Þarf að greiða með peningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ég skal mála allan heiminn...."

Jamm. Gamla góða PR trixið heppnast alltaf því eins og ólyginn sagði mér, "Þau vilja frekar neikvæða athygli en enga."

Mikið ósköp hefur Ásmundur Einar sullað sig út. Var hann kannski eini málarinn í hópnum?

Eru einhverjar ölstofur í nágrenninu?

Einhverjar eigulegar steinhellur?

Hvuddnin skyldi húsið líta út eftir haustveðráttuna?

Var skrapað og grunnað? Svo kemur seinni umferðin daginn eftir, en úps, fuglarnir voru flognir heim.

Þar til næst.


mbl.is Þingmenn máluðu húsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er bara misskilningur...

... hér ríkir engin kreppa. Í það minnsta ekki hjá meðlimum skilanefndar og slitastjórnar Landsbankans .

"Skilanefndir og slitastjórnir föllnu bankanna hafa verið kallaðar hin nýja yfirstétt bankakerfisins. Á kröfuhafafundi slitastjórnar og skilanefndar Landsbankans á mánudag var greint frá því að verktakagreiðslur vegna starfa nefndarmanna fyrstu sex mánuði þessa árs næmi 189 milljónum krónum."

Undarleg þykja mér vinnubrögð skilanefndar að ráða til sín einn af fyrrverandi yfirmönnum gamla Landsbankans fyrir hrunið og það korteri eftir að Fjármálaeftirlitið vék honum úr skilanefndinni af áðurnefndri ástæðu.

Samkvæmt þeim upplýsingu sem fram hafa komið, hafa tímalaun þeirra fimmmenninga sem sitja í skilanefnd og slitastjórn Landsbankans verið rúmlega átta þúsund og fjögur hundruð krónur á tímann, allan sólarhringinn, fyrstu sex mánuði ársins.

Dágóð búbót það, en nú að öðru.

Ekki alls fyrir löngu var Haraldur fimmti Noregskonungur staddur hérlendis við laxveiðar  í Vatnsdalsá í Húnaþingi.

Ekki fylgdi fréttinni hvort hann kynnti sér makrílveiðar landans en nú vaknar sú spurning...

Skyld'ann hafa verið að kynna sér væntanlega nýlendu Noregs?

Eitt tekur við af öðru og nú er Kalli kallinn Svíakóngur í heimsókn.

Hann hefur rennt fyrir lax , ferðast um landið og meðal annars skoðað sig um undir Eyjafjöllum og kynnt sér afleiðingar eldgossins.

Skyld'ann hafa verið að kynna sér væntanlega nýlendu Svíþjóðar??

Jamm góða fólk, þær eru ýmsar spurningarnar sem vakna og með þessum orðum kveð ég ykkur að sinni og þar til næst.

 

 

 

 

 


Þetta er allt í lagi Jón.

Aðlögunarferli eður ei. Við, þegnar hins íslenska lýðveldis hljótum að hafa síðasta orðið í jafn mikilvægu máli sem þessu.

Þegar að kosningum kemur legg ég til að við förum að dæmi frænda okkar Norðmanna. Þeir hafa fellt aðildarumsókn í tvígang. Við hljótum að geta gert slíkt hið sama og þar með gefið ESB aðildarsinnum, ef einhverjir eru eftir, langt nef.

Í framhaldi af því fékk ég hugmynd sem ég held sé ekki svo galin en það er að ýja að því við Norðmenn hvort þeir séu ekki tilbúnir að taka okkur undir sinn verndarvæng aftur, samanber aldirnar hér áður fyrr. Við Íslendingar höfum aldrei kunnað fótum okkar forráð eins og dæmin sýna og sanna og svo er krónugarminum kennt um ófarir okkar allar götur frá 1944 en aldrei er minnst á þá sem haldið hafa um stjórnvölinn á hriplekri þjóðarskútunni.

Mér þætti ofurvænt um ef þið lesendur góðir létuð nú skoðanir ykkar í ljós "for engangs skyld."

Þar til næst.


mbl.is Telur að um misskilning sé að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband